Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Qupperneq 82
f. SVÍNÁHNKS
Lcntfingin er Ijröngur vogur inn á milli kletta, aðeins fyrir einn vélbát í góðu.
Vogurinn liggnr á móti vestri, og er beint niður undan bænum.
g. GRÍMSNES
Lentfingin er niður untfan s.jóbúðum sem standa á bakkanum, út og niður und-
an bænum. Þar er lent á milli kletta. f lendingunni er möl og sandur, hún er
talin slæm.
h. LÁTUR
Lendingin er beint niður untfan bænum, bar er mjög brimasamt og skerjótt.
Skammt fyfir norðan bæinn er talin betri lending, enda hafa vélbátar gengið þaðan
á sumrin. Fjaran er stórgrýtt.
i. ÞORGEIRSFJÖRÐUR
Fjörðurinn liggur móti norðri. Lendingarstaðir eru undan bænum Botni og
Þönglabakka. Leiðarmerki eru: Fjárhús niður á bakkanum rétt fyrir norðan bæinn
Þönglabakki eiga að bera í bæjarhúsin austast. Þorgeirsfjöröur hefir oft verið not-
aður sem neyðarlending og höfn, enda gott þegar inn er komið.
83. FLATEYJARHREPPUR
a. BRETTINGSSTARIR
I.endingin (Nansteyri) er framundan fjárhúsum, sem standa á malarkampi á
Nansteyri. Leiðarmerki eru þau, að bærinn Jöknlsá á að vera vel laus undan Vik-
nrböfða að sunnan. í lendingunni er möl og sandur, enginn boði né blindsker eru
þar; betra er að lenda með lágum sjó.
b. FLATEY
Lendingin er á svonefndu Flateyjareiði, sunnan á eyjunni. Framundan lend-
ingunni er ril', sem ekki flýtur yfir um fjöru ef brim er. I lendingunni er sandur;
hún er eina neyðarlendingin á eyjunni.
84. Húsavíkurhreppur.
85. Tjörneshreppur.
86. Kelduneshreppur.
87. PRESTHÓLAHREPPUR
a. KÓPASKER
Höfnin og lendingin eru sýnd á kortinu og sömuleiðis leiðarmerki (sbr. sjó-
merki nr. 07 og 68).
b. LEIRHAFNARVÍK
Höfnin og lendingin eru sýnil á kortinu og sömuleiðis leiðarmerki (sbr. sjó-
merki nr. 69 og 70).
c. ODDSSTADIR
Stefna leiðarinnar er í norður. Hún er vandrötuð vegna boða og grynninga, en
annars örugg lega fyrir báta, allt að 10 smál. Þar má lenda jafnt um fjöru sem flóð.
Hún er oft notuð sem neyðarlending.