Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Síða 83
81
d. HRAUNHÖFN
Inn á Hraunhöfn er haldið að vestanverðu við Hraunhafnartanga, stefna er
vestur. Leiðarmerki eru engin. Leiðin er vandrötuð vegna boða og grynninga. Sé
leiðin farin rétt, er nóg dýpi fyrir flest fiskiskip. Hraunhöfn er notuð sem neyð-
arlending.
e. ÁSMUNDARSTAUAVfK
Þegar siglt er inn á víkina er stefna norðaustur. Leiðarmerki eru engin. Leiðin
er talin mjög auðrötuð, engir boðar né blindsker. Nóg dýpi fyrir allstór mótorbáta,
og góð lega.
f. RAUFARHÖFN
Höfnin og lendingin eru sýnd á kortinu, og sömuleiðis leiðarmerki. (Sbr. sjó-
merki nr. 71).
88. Svalbarðshreppur.
89. Sauðaneshreppur.
90. SKEGGJASTAÐAHREPPUR
a. GUNNÓLFSVÍK
Hún er að norðanverðu við Finnafjörð, og snýr á móti norðaustri. í lending-
unni er sandur og möl. Á leiðinni eru engir boðar né blindsker. Ounnólfsvik er eina
lendingin á löngu svæði, og er talin allgóð nema i hafátt, þá leiðir brim inn i víkina.
b. BJARG í BAKKAFIRÐI
Lendingin á fíjargi er spölkorn frá Höfn, norðanverðu við fíanðnbjörg. Stefna
hennar er suður. í lendingunni er möl. Á leiðinni eru engir I>oðar né blindsker.
Lendingin er svipuð hvort sem er flóð eða fjara. Ilún er ekki nothæf sem neyðar-
lending.
e. HÖFN í RAKKAFIRÐI
Lendingin er í vík, sem gengur inn með Hafnartúni. Stefna hennar er í suð-
austur. Leiðarmerki eru engin, engir boðar né blindsker. í lendingunni er möl.
Hún er tatin góð bæði um flóð og fjöru, og er álitin bezta lending við fíakkafjörð.
91. VOPNAFJARHARHREPPUR
a. STRANDHÖFN
Lendingin er vogur á milli tveggja klappartanga, sem eru utantil við Strandhafn-
arbæinn. Sker er í vogsmynninu, og er talið slæmt að lenda þar, cn þó bezt með
hálfföllnum sjó.
b. FÚLUVÍK
Hún cr sunnan í svonefndu Stórfiskanesi, skammt frá bænum Pnrkgerði. I.eið-
arinerki eru engin, enda mjög auðratað í lendinguna. Leiðin er hrein og talin góð
hvernig sem stendur á sjó.
c. LJÓSALAND
Lendingin er rétt fyrir utan Ljósalandsbæ. í lendingunni er möl. Hún er bezt
með hálfföllnum sjó, talin allgóð sumarlending.
d. HÁMUNDARSTAÐIR
Lendingin er utan við Hámundarstaði. Það er vogur, og er lent við klöpp, sama
hvort er flóð eða fjara. Lendingin er talin allgóð.
11