Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Síða 86
93. LOÐMUNDARFJARÐARHREPPUR
a. NESHJÁLEIGA
Lendingin cr í suðvestur frá bænum Neshjáleigu, h. ti. 1). 400 m. fyrir vestan
lækjarósinn. Lækurinn rennur að vestanverðn niður með túninu, jiar er lent í litl-
um vog. Lendingin er talin góð nerna í sunnanbrimi.
b. SELJAMÝRI
Lendingin er vestan i tanganum, sem er suðtir frá bænum Seljamýri, 20 m.
fyrir vestan skúrinn, sem stendur ]iar. Leiðarmerki eru engin. Klappir, boðar og
blindsker eru báðum megin leiðar og lendingar. Lending þessi er talin bezta lend-
ingin í firðinum, og oft lent þar, þegar ekki er hægt að lenda annarsstaðar.
94. Seyðisfjörður.
95. MJÓAFJÖRÐUR
a. GRUND (Dalatangi)
Lendingin er í vík sunnan í Dalaianga; víkin liggur í norðaustur. Einnig má
lenda að norðanverðu í tanganum, en ókunnugir ættu síður að gera það. Leiðar-
merki eru engin, en þegar haldið er inn á Grundarhöfn, á að sjást vel á gamla vita-
húsið, og hakla þeirri stefnu nákvæmlega, þangað til að komið er að klappartanga,
sem gengur fram að vestanverðu við víkina, þá er haldið þvert að landi, eins nærri
áðurnefnduin tanga og fært er. Fremst við Dalatanga er sker, sem er aðeins laust
frá landi; frá því liggur óslitin boðaröð i suðvestur, á að gizka 1000 m. á lengd.
Jnnan við þessa boðaröð iiggur áðurnefnd leið. Lending Jiessi er talin allgóð, en
verður oft ófær vegna brims.
1). ELDLEYSA
Lendingin er ca. 90 m. fyrir vestan Eldleysubæinn, stefna hennar er suðvestur.
Leiðarmerki eru engin, en klöpp er á stjórnborða, þegar inn er farið. Betra að
lenda um flóð. Lendingin er talin allgóð.
c. HOF
Lendingin er beint niður frá Hofsbæmiin, hún liggur á móti suðri. Leiðarmerki
eru engin. Klöpp er á stjórnborða þegar inn er farið. Lendingin er betri um flóð;
hún er þröng, og ekki talin góð lending.
d. HAGI
Lendingin er beint niður frá bænum Haga. Sker og klöpp er að austan, en
l'lúðir að vestan. Leiðarmerki eru engin. Um stórstraumsfjöru er leiðin fremur
grunn ef nokkuð er illt í sjó. Lendingin er betri með liáum sjó, en er talin freniur
slæm.
e. BREKKA
Þar er lent i möl, á ca. 1 km. löngu svæði fyrir neðan lírekkiiþorpið. Lending
er þar ágæl, og verður aldrei ófær.
f. HESTEYRI (Slétta)
Lendingin er beint niður frá bænum Sléttu. í lendingunni er möl. Á leiðinni
erti engir boðar, blindsker eða grynningar. Lending ]>essi er góð og verður aldrei
ófær.
g. HESTEYRI (Mýri)
Lendingin er beint niður af bænum Mýri; stefna hennar er norður. t.eiðar-
merki eru engin, enda ekki þörf á þeim; þar eru engin sker og nóg aðdýpi. Leud-
ingin er talin góð.