Fréttablaðið - 22.11.2022, Side 4
63%
barna og ungmenna
sem tóku þátt í könn-
un UNICEF sögðu að
mismunun væri algeng
í þeirra umhverfi.
Ný skýrsla UNICEF sýnir
að kynþáttafordómar og
mismunun gegn börnum er
ríkjandi vandamál um allan
heim. UNICEF býður fólki
að bregðast við með því að
skrifa undir ákall og ganga til
liðs við Réttindaliðið.
lovisa@frettabladid.is
MANNRÉTTINDI Kynþáttafordómar
og mismunun gegn börnum á
grundvelli þjóðernis, tungumáls
og trúar er ríkjandi vandamál um
allan heim. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, sem gefin er út í
tilefni alþjóðadags barna sem er á
morgun, 20. nóvember.
Skýrslan, þar sem staða mála í 22
löndum er skoðuð og ber yfirskrift-
ina Rights denied: The impact of
discrimination on children, varpar
ljósi á hvernig kynþáttafordómar
og mismunun hafa skaðleg áhrif
á menntun, heilbrigði, aðgengi að
fæðingarskráningu og sanngjarna
málsmeðferð fyrir dómstólum og
dregur fram ójafnrétti sem mis-
munandi minnihlutahópar sæta.
„Barnasáttmálinn var samþykktur
af þjóðarleiðtogum heimsins fyrir
rúmum þrjátíu árum til að standa
vörð um réttindi barna og nú er það í
okkar höndum að halda þeirri vinnu
áfram. Við getum, og við verðum, að
grípa til aðgerða gegn ójafnrétti, gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
vernda börn gegn mismunun og úti-
lokun og gefa öllum börnum tæki-
færi til að rækta hæfileika sína. Við
vonum því að sem flestir taki undir
ákall okkar og gangi í Réttindaliðið,“
segir Birna Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Í könnun þar sem 407 þúsund
svör bárust sögðu 63 prósent barna
og ungmenna að mismunun væri
Bjóða fólki að ganga í Réttindaliðið
Framkvæmda-
stýra UNICEF
á Íslandi, Birna
Þórarinsdóttir,
vonast til að
fá sem flesta í
Réttindaliðið
MYND/STEINDÓR
GUNNAR
algeng í þeirra nærumhverfi, helm-
ingur sagðist hafa upplifað slíkt sjálf
eða einhver nákominn þeim.
UNICEF á Íslandi gerði einnig
könnun meðal barna á Íslandi og
var meginþorri hátt í 300 svarenda
á aldrinum 10 til 17 ára. Börnin voru
meðal annars spurð að því hvort
þau teldu öll börn í lífi sínu vera
jöfn og svöruðu um 40 prósent því
neitandi. Ástæða ójöfnuðarins var
misjöfn, en fátækt var sá þáttur sem
oftast var nefndur.
Í skýrslunni má lesa hvernig börn
sem tilheyra jaðarsettum kyn-
þátta-, tungumála- og trúarhópum
eru langt á eftir jafningjum sínum í
lestrarfærni í þeim 22 löndum sem
voru rannsökuð og að mismunun
og útilokun búi til fátæktargildrur
sem þau segja f lytjast milli kyn-
slóða með afleiðingum á borð við
verri heilsu, verri næringu og lakari
menntun. Auk þess er það talið auka
líkur á fangelsun, hærri þungunar-
tíðni hjá unglingsstúlkum, lægra
atvinnustigi og tekjumöguleikum
í framtíðinni.
Í tilefni alþjóðadags barna fram-
leiddi UNICEF á Íslandi myndband
með fjölda talsmanna og sendi
frá sér áskorun til almennings og
stjórnvalda um að taka afstöðu
gegn fordómum og mismunun í
samfélaginu og ganga í Réttindalið
UNICEF. Hægt er að skrifa undir
ákallið og ganga í Réttindaliðið á
unicef.is. n
JEEP.IS • ISBAND.IS
KEMUR ÞÚ
AF FJÖLLUM?
PLUG-IN HYBRID
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum.
Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með
Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid.
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
ser@frettabladid.is
LÍFIRÍKI Lundaveiði á Íslandi hefur
minnkað um 90 prósent frá 1995,
að því er fram kemur í tölum Nátt-
úrufræðistofu Suðurlands, en stofn-
lægðin var hvað mest á árunum
2005 til 2017.
„Stofninn hefur þó heldur verið
að hjarna við í Eyjum á allra síðustu
árum,“ segir Erpur Snær Hansen
líffræðingur sem þekkir gjörla til
sveiflna á stærð stofnsins.
Rannsóknir hans og f leiri vís-
indamanna benda til þess að
sveiflur í stofnstærðinni megi lík-
lega rekja til kísilstyrks í sjónum
og fylgni hans við þörungablóma í
hafinu undan ströndum Íslands.
„Ef kísilstyrkurinn dvínar um
allt að fjórðung seinkar þörunga-
blómanum og þar með varpi lund-
ans um ríf lega tvær vikur – og það
hefur sín áhrif,“ segir Erpur Snær.
„Þetta er okkar tilgáta,“ segir hann
enn fremur og telur að sömu breyt-
ur í sjónum hafi áhrif á af komu
humars og viðveru makríls hér við
land.
Lundinn er talinn tegund í bráðri
útrýmingarhættu á heimsvísu. Í
Noregi, þar sem lundar hafa verið
f leiri en á Íslandi um langt árabil,
hefur stofninn minnkað til muna –
og er nú minni en á Íslandi.
Hóflegar veiðar á lunda eru þó
enn leyfðar á Íslandi, en hafa farið
minnkandi, farið úr líklega 600
þúsund fuglum í upphafi aldar í 60
þúsund í ár. „Það þarf að gæta þess
að veiðar verði áfram sjálf bærar,“
segir Erpur, því þótt stofninn telji
enn nokkrar milljónir fugla geti
sveif lur náttúrunnar haft veruleg
áhrif á stofninn. n
Telja lundastofninn sveiflast eftir kísilstyrk í sjónum
Lundinn er
talinn tegund í
bráðri út-
rýmingarhættu
á heimsvísu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
olafur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála hefur
hafnað kröfu landeigenda á Óttars-
stöðum í Hafnarfirði um að starfs-
leyfi Umhverfisstofnunar til Ísal frá
2021 verði ógilt.
Úrskurðarnefndin féllst hins
vegar á að fella úr gildi þann hluta
ákvörðunarinnar sem sneri að
stækkun álversins úr 212 þúsundum
í 460 þúsund tonn af áli vegna þess
að byggt væri á of gömlu umhverfis-
mati.
Bjarni Már Gylfason, upplýs-
ingafulltrúi Ísal, segir úrskurðinn
ekki hafa áhrif á núverandi starf-
semi Ísal, enn sé verið að yfirfara
úrskurðinn og meta. n
Hefur ekki áhrif á
starfsemi Ísal
kristinnpall@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Alls varð 92 prósenta
aukning í skráðum tilvikum á nytj-
astuldi ökutækja á milli mánaða og
voru 48 tilvik skráð í október. Til
samanburðar var 25 ökutækjum
stolið í september og aðeins fjórtán
í október í fyrra.
Þetta kemur fram í nýrri töl-
fræðiskýrslu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu en síðastliðiðið ár
hefur lögreglan fengið 23 til 25 til-
kynningar um nytjastuld ökutækja
í mánuði. Þá fjölgaði tilkynningum
um ölvunarakstur verulega á milli
mánaða, einnig tilkynningum um
akstur undir áhrifum ávana- og
fíkniefna og um umferðarlaga-
brot. n.
Veruleg fjölgun í
ökutækjaránum
4 Fréttir 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ