Fréttablaðið - 22.11.2022, Síða 9

Fréttablaðið - 22.11.2022, Síða 9
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Helena Björk Magnúsdóttir Útfararþjónusta Í umræðunni hér geisa oft stormar, sem virðast hrífa marga með sér. Ráða þá oft ferðinni blanda af tak- markaðri vitneskju, ófullnægjandi úttekt og yfirvegun, tilfinningum og svo vilja til að sanna sitt mál, og, í leiðinni, ná sér niðri á pólitískum andstæðingi; slá úr málinu pólitískt kapítal. Tilgangur Íslandsbankasölunnar Helzti tilgangurinn með sölunni var sá, að fá inn fé, auðvitað sem mest, til að lækka skuldir ríkissjóðs, en skuldasöfnun hafði aukizt gífurlega þau tvö ár, sem Covid geisaði, og, þá um leið, lækka vaxtabyrði ríkisins. Vaxtagreiðslur rýra auðvitað fjár- muni til velferðarkerfisins. Sérstak lega hjá Sjálfstæðis- mönnum bættist svo við viljinn til að draga úr ríkisrekstri og sú hug- myndafræði, að fjársýsla og öll helztu viðskipti væru bezt komin í höndum einkaframtaksins. Í þessu sinni var tilgangur Íslandsbankasölunnar af hinu góða. Gekk tilgangurinn eftir – náðist gott verð? Þegar til útboðsins kom, 22. marz sl., var verðgildi hlutar í Íslandsbanka 122 kr. Gátu menn keypt, hvaða fjölda bréfa sem var, t.a.m. 1.000 hluti, fyrir þetta verð. Nú, hins vegar, átti að selja, á einu bretti, 450.000.000 hluti. Var við því að búast, að sama verð fengist fyrir þetta risastóra útboð!? Auðvitað ekki! 4% lækkun, í 117 kr. fyrir bréf, var því, alla vega fyrir undirrituðum, hálfgerður brandari, enda hafði ég engan áhuga á þátttöku í útboðinu. Hér verður að hafa í huga, að, þegar bréf eru keypt og seld, kemur til kaup- og söluþóknun, alls 1,5%, hér 2 kr. á hlut. Þannig þurfti kaup- andi þessara bréfa á 117 kr., að fá 119 kr. við endursölu, rétt til þess að vera á sléttu. Það undarlega gerðist samt, að bréfin ruku út á þessu – fyrir mér – yfirverði. Hluti af skýringunni, af hverju allir fjárfestar, sem gátu, hentu sér í þetta, er trúlega sú nálg- un, að selja bara á útvalinn hóp fjár- festa. Menn fylltust þeirri tilfinningu, að hér væri sérstakt tækifæri til að græða, sem ekki mætti missa af; þeir væru í hópi hinna útvöldu. Svo fór þó ekki, því nú, átta mán- uðum seinna, standa þessi bréf í mögrum 124 kr., og á síðustu vikum og mánuðum hafa þau endurtekið farið niður í 117 kr., voru greinilega á leið niður fyrir það, en bankinn virðist hafa varið þau í 117 kr. Fáir fjárfestar hafa því riðið feitum hesti frá þessum hlutabréfakaupum. Þeir, sem beita lánsfé, hafa tapað. Það er því ekki ofsögum sagt af því, að þessi sala 22,5% hlutabréfanna í Íslandsbanka hafi verið ríkinu afar hagfelld. Skuldastaðan bætt um tæpa 53 milljarða og milljarða vaxta- kostnaður á ári sparaður. Allt tal um, að selt hafi verið á of lágu verði, og, að ríkið hefði tapað 2-3 milljörðum, ber því fyrir undirrit- uðum vott um þekkingar- eða dóm- greindarskort, nema hvort tveggja sé, hver sem aðilinn er. Hliðstætt útboð og útkoma Fjórum mánuðum fyrir Íslands- bankasöluna fór fram hliðstætt útboð í Síldarvinnslunni. Á opnum og frjálsum markaði fékkst 101 kr. fyrir hlutinn. Verðgildi þessara hlutabréfa er í dag 122,50 kr. Þarna hafa fjárfestar hagnast umtalsvert – sem líka er nauðsynlegt, því mikil áhætta fylgir fjárfestingu í hluta- bréfum – andstætt því, sem er með Íslandsbanka, þar sem fjárfestingin rétt hangir. Þetta dæmi áréttar auðvitað, hversu hagstætt Íslandsbankaút- boðið var fyrir ríkið og óhagstætt fyrir fjárfesta. Hvað með framkvæmdina? Í almennri umræðu og skoðana- myndun, reyndar í f lestum málum hins daglega lífs, er eitt það hættu- legasta og versta, sem hendir menn, þegar þeir rugla saman stórum málum og litlum, hræra aðalat- riðum og aukaatriðum saman, eins og söm væru. Þannig fæst ekki skyn- samleg, hlutlæg eða uppbyggileg niðurstaða. Ljóst er, að ýmislegt hefði mátt betur fara við framkvæmd Íslands- bankasölunnar. Langbezt hefði verið, ef hún hefði verið opin og frjáls. Aðalatriðið var þó það, að tryggja hagsmuni ríkissjóðs, okkar allra, með hæstu mögulegu sölu- verði, sem tókst. Önnur sjónarhorn geta verið góð og gild, en ættu að vega minna. Góður maður sagði við mig í skoð- anaskiptum um málið: „En fyrir mér er kjarni málsins að þegnarnir stóðu ekki jafnfætis við söluna“. Auðvitað eru jafnréttissjónarmið góð, en er ástæða til að gera mikið með þetta, þegar fyrir liggur, að ávinningur af þessari aðkomu var lítill eða enginn? Jafnrétti til góðra mála er gott og rétt, en er jafnrétti til vafasamra hluta eða óhagstæðra líka mikilvægt? Faðir fjármálaráðherra Ég get ekki látið þessu lokið án þess að minnast á föður fjármálaráðherra og stöðu hans hér. Einhverjir virðast halda, að hann beri að útiloka frá einu og öðru, t.a.m. frá þessu útboði Íslandsbanka, bara af því að hann er faðir fjármálaráðherra. Sumir hér virðast líka telja, að fjármálaráðherra geti sagt föður sínum, hvernig hann eigi að sitja og standa; skipað honum fyrir verkum. Annar eins barnaskapur! n Niður á jörðina með umræðuna um Íslandsbankasöluna Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndunar- sinni Allt tal um að selt hafi verið á of lágu verði, og að ríkið hefði tapað 2-3 milljörðum, ber því fyrir undirrituðum vott um þekkingar- eða dómgreindarskort, nema hvort tveggja sé, hver sem aðilinn er. ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.