Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 22.11.2022, Qupperneq 28
Ég er að koma mér upp verkfærum sem nægja mér en hver veit nema að það bætist eitthvað í safnið þegar ég opna jólapakkana. Pálmi Gestsson elin@frettabladid.is Svíar hafa tilkynnt hver sé jóla­ gjöfin í ár. Þetta er þrítugasta og fimmta árið sem valin er jólagjöf ársins af HUI, sænsku iðnaðar­ samtökunum. Fyrir valinu varð heimaprjónuð flík. Gjöfin sýni ástvinum umhyggju því hún hlýjar viðtakandanum en að baki gjöfinni liggur mikil vinna og sköpun, að því er Emma Her­ nell framkvæmdastjóri segir við sænska ríkisfjölmiðilinn svt.se. Iðnaðarsamtökin réttlæta jóla­ gjöf ársins með því að benda á að með hækkandi verði á raforku hafi áhugi á handverki aukist mikið. Prjón hefur fengið byr undir báða vængi hjá yngra fólki og mikið er um það fjallað á samfélagsmiðl­ inum TikTok undir myllumerkinu knittok. Þar er jafnframt talað um stríðið í Úkraínu og þá óvissutíma sem við lifum á. Það verða því mjúkir pakkar í ár. „Jólagjöfin í ár kemur í öllum gerðum, stærðum og kostn­ aðarstigum sem fangar breyttar aðstæður í heiminum sem árið 2022 hefur einkennst af,“ segir Emma. Hlýir sokkar eða peysa eru úrvalsgjafir fyrir allan aldur. Jólagjöfin var valin út frá þremur forsendum þar sem að minnsta kosti þarf að fylla upp í eitt atriði. Handprjónuð flík jólagjöf ársins Handprjón hefur aukist mikið í Sví- þjóð og er spáð að prjónuð flík verði jólagjöfin í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jólagjöfin þarf að tákna þá tíma sem við lifum á, vera nýjung eða að áhugi á henni sé nývaknaður og hún þarf að skapa mikið sölu­ verðmæti, það er að hver eining seljist mikið. Handprjón uppfyllir öll þessi skilyrði, tengist óróa og kulda sem einkennir heiminn í dag, auknum áhuga á handverki og sala á garni hefur aukist. Svíar tala um orkukreppu og eins gott að geta hlýjað sér í vönduðu handprjóni. n Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Netverslun á www.verslun.is ...hillukerfi Vínkælar WFG 185 - St. (hxbxd) 1850x595 x596 mm (+2 - +10°C) WFG 155 - St. (hxbxd) 1550 x 595 x610 (+5 - +22°C) WFG 45 - Stærð (hxbxd) 820 x595 x573 (+5 - +10 /+10 - +18°C) Ta kt ik 5 69 2#  gummih@frettabladid.is Pálmi Gestsson er þjóðinni kunnur fyrir leikarastörf sín í áratugi en honum er fleira til lista lagt. Pálmi hefur í mörg ár dundað sér við að smíða og kann því hlutverki ansi vel. „Ég var í húsasmíðanámi en fór í leiklistarnámið áður en ég kláraði það. Ég snerti ekki smíðarnar lengi en hef gert það í seinni tíð. Ég hélt að ég myndi ekki fara út í þetta aftur en það er ákveðin hvíld og íhugun sem fylgir smíðavinnunni og ég segi að handverk sé eitt það göfugasta sem við eigum. Ég fór að hafa gaman af þessari vinnu aftur og er núna búinn að vera að vinna uppi á heiði, nánar tiltekið á Hey­ tjarnar heiði, sem er ekki langt frá Hólmsheiði. Við keyptum hús með hektara lands og skógi sem þurfti að hressa upp á og ég er búinn að vera svolítið að dunda mér í því. Ég hef svolítið gaman af því að höggva skóg eða eins og berserkirnir gerðu, ryðja skriður og grjót, smíða og gróðursetja,“ segir Pálmi og bætir við: „Mér telst til að ég sé búinn að gera upp fimm hús eða íbúðir. Ég gerði til að mynda upp húsið sem ég fæddist í í Bolungarvík. Spurður hvort hann sé vel búinn tækjum og tólum í smíðavinunn­ unni segir Pálmi: „Ég á nokkur verk­ færi heima en á meira fyrir vestan. Ég er að koma mér upp verkfærum sem nægja mér en hver veit nema að það bætist eitthvað í safnið þegar ég opna jólapakkana. Verkfæri eru helstu jólagjafirnar sem ég óska mér ef einhver ætlar að gefa mér jólagjöf,“ segir Pálmi, og hlær. Pálmi hefur nóg fyrir stafni í leiklistinni en það eru að nálgast 40 ár frá því hann varð fastráðinn við Þjóðleikhúsið. „Ég var að klára tökur í sjónvarpsseríunni Heima er best, sem Tinna Hrafnsdóttir er að gera, og það er alltaf nóg að gera í þessum bransa.“ n Vill verkfæri í jólagjöf Pálmi Gestsson kann vel við sig í smíðavinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK starri@frettabladid.is Sigurður Petersen hefur um nokk­ urra ára skeið tálgað skúlptúra og ýmsa karaktera úr tré en karakt­ erarnir eru hver með sínu lagi og engir tveir eins. „Ég starfaði sem sjómaður mestalla starfsævi mína en vann nokkur ár í landi áður en ég fór á eftirlaun. Það var á þessum síðustu árum á vinnumarkaði sem ég fór að fikta við að tálga. Þetta var ekki burðugt til að byrja með en hefur skánað með árunum og er nú orðið þannig að fólk vill eignast það sem ég geri, mér til mikillar ánægju.“ Fígúrur og verk Sigurðar er meðal annars hægt að finna í hönnunar­ versluninni Skúmaskoti við Skóla­ vörðustíg í Reykjavík. Frá því Sigurður hóf að tálga hefur hann fengið margar gagn­ legar jólagjafir tengdar þessu nýja áhugamáli. „Ég fékk margar góðar gjafir sérstaklega til að byrja með en það hefur minnkað seinni árin enda á ég nú orðið nóg af verkfær­ um. Ég mundi segja að eftirminni­ legasta jólagjöfin sem ég hef fengið sé standborvél sem hefur nýst mér mjög vel síðustu árin.“ Hann á erfitt með að nefna ein­ hverja eina óskajólagjöf í ár. „Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt mundi ég kannski segja alvöru brennisett.“ Áhugasamir lesendur geta skoða fígúrur Sigurðar á Facebook (Gluggagallery) og Instagram (gluggagallery). n Einstakar fígúrur Jólasveinar Sigurðar Petersen lífga upp á umhverfið. 8 kynningarblað 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURJÓLAGJÖF FAGFÓLKSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.