Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Síða 5

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Síða 5
Formáli Þetta rit er annað í röðinni um unga vímuefnaneytendur sem tekið er saman af aðilum sem hafa bein afskipti af unglingum. Það er þversögn að 12-30% barna og unglinga sem alast upp í norrænum velferðarríkjum þarfnast stuðnings, meðferðar og/eða geðhjálpar, aðallega vegna andlegrar vanbeilsu. I öðrum iðnríkjum er þessi tala jafnvel bærri. Þetta gerist á mestu velferðartímum sem yfir iðnríkin hafa gengið. Jafnframt hefur líkamlegt heilbrigði barna trúlega aldrei verið betra þar eð hörgulsjúkdómar og alvarlegar farsóttir eru að mestu horfnar. Orsakir þessarar óheillaþróunar er án efa margþættar. Fjölskyldurof er mun algengara en áður. I nær helming tilfella koma þeir unglingar er verða vímuefnaneyt- endur frá slíkum fjölskyldum. Efnahagur þessara heimila þarf ekki að vera bágborinn en skortur á umhyggju og aðhaldi er þeim mun algengari. Unglingar búa því við ótraustari flölskyldutengsl en áður. Verulegur fjöldi þessara unglinga hefur ekki lokið skyldunámi og/eða hafa starfsréttindi. Þrátt fyrir Qölgun skóla og námstækifæra á sl. 15 árum virðist þessum unglingum ekki hafa fækkað. Engin fullnaðarskráning er til yfir unglinga er flosna úr skóla á grunnskólastigi. Urbóta er þörf í þessum málum. I heimi tæknialdar þar sem meiri kröfur eru gerðar um hæfni og starfsréttindi en áður farnast þessum unglingum ekki vel. Margir uppfylla því hóp atvinnulausra. Unglingar leita í vaxandi mæli til meðferðarstofnana en þar eð verulegur hluti þessara unglinga búa við vímuefnaneyslu nánustu ættingja verður heimkoman mörgum erfið og árangur dýrrar meðferðar árangurslítill. Einhliða læknismeðferð eða afeitrun dugir því skammt. Unglingurinn þarfnast oft og tíðum enduruppeldis og náms- og starfsþjálfunar svo að vel fari. Einnig þarf að koma til margþætt fjölskylduaðstoð. Fræðslu í uppeldisfræðum þarf að stórauka í skólum. Landlæknir.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.