Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 7
Inngangur
Á undanfornum árum hefur Landlæknisembættið haldið samráðsfundi um
vandamál unglinga. Þessir fundir hafa verið haldnir með fulltrúum lögregl-
unnar í Reykjavík, unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar,
Félagsmálastofnunar Kópavogs og Hafnarfjarðar, Hagstofu Islands, Unglinga-
heimilis ríkisins, Rauðakrosshússins, Fangelsismálastofnunar ríkisins,
Krýsuvíkursamtakanna, Krossins og SÁÁ, ásamt fleirum.
Umræðuefni samráðsfundanna hafa verið félags- og heilsufarsleg staða
unglinga, s.s. þörf fyrir félags- ogheilsufarslega aðstoð. Atvinnuleysi og annar
félagslegur vandi, vímuefnavandi, unglingar á ákærufrestun og horfur þeirra,
samskipti unglinga við lögreglu o.fl.
Eftirfarandi skýrsla byggir á upplýsingum frá fyrrnefndum stofnunum.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi urðu stökkbreytingar hvað varðar neyslu ung-
linga á áfengi og öðrum vímuefnum. Meðalaldur við upphaf neyslu færðist mjög
niður á við og önnur vímuefni en áfengi komu til sögunnar.
Fljótlega eftir þessa neyslubyltingu fóru þeir sem sinna málefnum barna og
unglinga að vekja athygli á því, að vandamál tengd áfengi og öðrum vímuefnum
væru orðin áberandi meðal þessa aldurshóps. Það er mikilvægt að undirstrika
að unglingar í vímuefnavanda voru nánast ekki til fyrir aldarfjórðungi, en eru í
dag eitt helsta áhyggjefni þeirra sem sinna málefnum unglinga. Það gefur því
nokkuð augaleið að lækkun meðalaldurs við upphaf áfengisneyslu hlýtur að
vera einn megin orsakavaldur þessarar þróunar.
Sú staðreynd að unglingar byrja að meðaltah 14 ára gamlir að neyta áfengis á
Islandi í dag og að um 90% 16 ára unglinga eru farnir að nota áfengi til að finna
á sér, eykur líkurnar á að einhver hluti þessa hóps missi tök á neyslunni og þar
af leiðandi lífi sínu. Það gefur líka nokkuð augaleið að því yngri sem einstakl-
ingurinn er þegar hann missir tök á vímuefnaneyslu sinni því meiri röskun
mun það hafa fyrir allt hans líf og því erfiðara verður að hjálpa honum aftur á
réttan kjöl. Þess vegna hlýtur það að vera mikilvægt framlag til forvarna í
vímuefnamálum að reyna að snúa þessari þróun við og hækka meðalaldur við
upphaf neyslu. Því er lagt til að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu sameinist undir
kjörorðinu: Vímulaus grunnskóli. Til þess að þetta megi takast þarf að verða
allvíðtæk viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. í dag er almenningur - gegn sinni betri
vitund - farinn að sætta sig vid þetta ástand, að áfengisneysla unglinga á
grunnskólaaldri sé orðin allvíðtæk.
Forvarnarátak undir kjörorðinu: Vímulaus grunnskóli þyrfti að beinast að
unglingunum sjálfum, foreldrunum, kennurum, fólki sem sinnir æskulýðs-
málum, stjórnvöldum o.s.frv. Hvað foreldrana varðar þá eru margir þeirrar
skoðunar, að það þurfi að styrkja íslenska foreldra í uppalendahlutverkinu.
Margir sem sinna uppeldis- og meðferðarmálum hafa haft orð á því, að íslenskir
foreldrar séu óöruggir í uppalendahlutverkinu, m.a. vegna þess að þá skorti
traustar ytri viðmiðanir um hvað sé gott og gilt í uppeldismálum, hvaða reglur
eigi að gilda varðandi útivistir, vasapeninga o.s.frv. Tilraunir til þess að skapa
foreldrum aðstæður til að bera saman bækur sína og marka sameiginleg viðhorf
í þessum málum hafa mælst vel fyrir og skilað jákvæðum árangri
7