Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 19

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 19
Meöferöarstof nanir fyrir unglinga EinarG. Jónsson, Unglingaheimili ríkisins Af ýmsum ástæðum hafa unglingar í vímefnavanda ákveðna sérstöðu og krefjast sérhæfðra meðferðarúrræða. Má þar nefna að þeir eru að ganga í gegnum þroskaskeið sem taka þarf sérstakt tillit til í meðferðinni. Unglingar eru háðir fjölskyldum sínum tilfinninga- ogfélagslega og því þarf að leggja sérstaka áherslu á aðstoð við Qölskyldur skjólstæðinganna. Flestir unglingar í vímuefnavanda eiga jafnframt í erfiðleikum í skóla og þurfa því sérkennslu. Unglingar eru mun uppteknari af því en aðrir aldurshópar að skilgreina sig út frá jafnöldrum sínum og vinum og þeir eru einnig mun öfgafyllri en aðrir aldurshópar í leit sinni að lífsstíl. Mjög margir unglingar í vímuefnavanda þekkja ekki annan lífsstíl en lífsstíl misnotandans og eru ekki í sambandi við aðra jafnaldra en þá sem eru í mikilli neyslu sjálfir. I vímuefnameðferð fyrir unglinga er afar mikilvæt að taka sérstaklega á þessum þáttum. Unglingar í vímuefnavanda hafa dottið út úr samfélaginu með miklu alvarlegri hætti en algengt er með flesta fullorðna alkóhólista. Unglingar í vímuefnavanda þurfa því langvarandi stuðning. Meðferðin þarf að spanna a.m.k. ár og í sumum tilfellum mun lengri tíma. Meðferð fyrir unglinga þarf að beinast að eftirfarandi þáttum: 1. Greining. Auk þess að greina vímuefnavanda unglingsins þarf meðferðarstofnun fyrir unglinga að geta metið hvar unglingurinn er staddur í þroska og vísbendingar um önnur vandamál en vímuefnavandann. 2. Skólastarf. Meðferðarstofnunin þarf að geta boðið unglingnum upp á kennslu bæði í almennu námsefni grunnskólans og sérkennslu fyrir þá unglinga sem eiga í námserfiðleikum. 3. Fræðsla um áfengi og aðra vímugjafa sem miðar að því að kenna unglingnum að skilja vímuefnaánetjun, bata og hvernig forðast megi fa.ll. 4. Hópmeðferð og einstaklingsmeðferð þarf að vera skýrt upp byggð og verkefnamiðuð. Það er mikilvægt að það sé á hreinu hvernig unglingahópnum er stjórnað, hver eru markmið hópmeðferðarinnar og hvernig tekið er á þeim ferlum sem eiga sér stað í hópnum. Einstaklingsmeðferð þarf að standa unglingnum til boða eigi sjaldnar en tvisvar í viku. 5. Meðferöaráætlun. Meðferðarstofnunin þarf að geta boðið upp á einstakl- ingsbundna meðferðaráætlun, sbr. þá staðreynd aö verulegar líkur eru á að unglingar í vímuefnavanda eigi einnig við önnur vandamál að etja sem taka þarf á. 6. Leggja þarf áherslu á líkamsæfmgar, tómstundir, heilbrigt mataræði og stjórnun streitu og kvíða. 19

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.