Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Síða 24

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Síða 24
Unglingaheimili ríkisins Á göngudeild Unglingaheimilis ríkisins komu 112 unglingar árið 1989. Á árinu 1990 komu 137 unglingar á göngudeild og var því um umtalsverða aukningu að ræða. Árið 1991 komu 146 unglingar á árinu en fyrri hluta þessa árs (til 1. júlí) komu u.þ.b. 150 ný mál inn á göngudeild. Virðist því vera um gífurlega og stöðuga aukningu að ræða. Þessi aukning skjólstæðinga inn á göngudeild Unglingaheimili ríkisins á sér eflaust ýmsar skýringar. Má þar nefna atvinnuleysi, aukið framboð fíkniefna, upplausn kjarnafjölskyldunnar, vinnuálagforeldra, versnandi fjárhagsafkomu heimilanna og fleira. Með aukinni kynningu á starfi Unglingaheimilis ríkisins hefur aðsókn að göngudeildinni komið víðar að og aukist. Þá hefur eðli þess vanda sem að skjólstæðingar koma með á göngudeildina einnig breyst verulega á þessum árum. Eins og áður eru flestir skjólstæðingarnir á aldrinum 14-16 ára. Þó er nokkur tilhneiging til þess að nokkuð eldri unglingar leiti sér aðstoðar hjá UHR. Fæöingarár skjólstæöinga Unglingaráögjafar 1991 10. mynd. Flestir skjólstæðingar leituðu til UHR vegna vanda í tengslum, tjáskiptum og vegna óöryggis í fjölskyldumálum, eða skólamálum. Flestir gáfu upp fleiri en eina orsök fyrir hjálparbeiðninni. Oöryggi og samskiptaerfiðleikar í fjölskyldum virðast skipta sköpum í mörgum tilfehum. Marga unglinga skortir öryggi og hafa lélega sjálfsmynd. Margt bendir til þess að hér sé að finna eina af meginástæðum þess að unglingar tapa áttum á lífsleiðinni. Nær þriðjungur þeirra er í sjálfsvígshættu og mikið ber á kvíða og þunglyndi. 24

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.