Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 29
Ef athugað er hve stór hópur það er sem leitar til hverfaskrifstofa og áfengis-
deildar Félagsmálastofnunar á aldrinum 16-26 ára ogfær skilgreininguna "á
við áfengis- og/eða vímuefnavanda að etja" kemur eftirfarandi í ljós:
12. tafla. Fjöldi alls, sem leitar til F.R. á aldrinum 16-26 ára
skipt í 2 aldurshópa eftir kyni
16-19 % 20-26 % Alls
Karlar 53 31,7 246 40,3 299
Konur 114 68,3 365 59,7 479
A/ls 167 21,5 611 78,5 778
Af þessum hópi eru 121 einstaklingur, eða 15,6% sem fær skilgreininguna “á
við áfengis- og/eða vímuefnavanda að etja” þegar starfsmenn eru beðnir um að
gefa upp ástæðu fyrir aðstoðarbeiðni.
13. tafla. Atvinnustaöa hópsins sem er á aldrinum 16-26 ára og fær
skilgreininguna “á viö áfengis/vímuefnavanda aö etja”.
Er í launaðri atvinnu 11 9,1%
Er í stopulli atvinnu 30* 24,3%
Atvinnulaus 35 28,9%
Ekki vitað/fást uppl. um atvinnustööu 45“ 37,2%
Alls 121 100,0%
* og ** í raun eru um 90% atvinnulausir, en um 16% eiga við vímuefna
vanda að stríða, aðallega vegna áfengisneyslu.
Unglingaathvörfin
A vegum Unglingadeildar eru rekin 2 unglingaathvörf. Annað er að
Tryggvagötu 12, en hitt er við Keilufell 5.
Unglingar sem í athvöríin koma eru á aldrinum 13-16 ára. Algengustu
ástæður fyrir tilvísun í unglingaathvarf eru félagsleg einangrun, erfiðar
fjölskylduaðstæður og hegðunarerfiðleikar. Mikil áhersla er lögð á hóp- og
umhverfismeðferð, einstaklings- ogQölskyldumeðferð eru einnig mikilvægir
þættir í meðferðarstarfinu.
Starfsemin fer fram 3 kvöld vikunnar fyrir meðferðarhópana, en
útskriftarhóparnir koma í athvörfin einu sinni í viku.
Formlegir tilvísunaraðilar eru hverfaskrifstofur F.R., Unglingadeild, Utideild,
Sálfræðideildir skóla, Unglingaráðgjöfin og Barna- og unglingageðdeildin. Alls
bárust 15 tilvísanir 1991.
í Tryggvagötu dvöldust samtals 10 unglingar í meðferðarhóp það ár, 5 piltar
og 5 stúlkur.
I Keilufelli dvöldu samtals 16 unglingar í meðferðarhóp á árinu 1991, 10
piltar og 6 stúlkur.
29