Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 6
1.0 INNGANGUR
Fyrri hluta áratugsins 1960 til 1970 voru rannsóknir og til-
raunir til hagræðingar í heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum
aðallega bundnar við starfsemi sjúkrahúsa, einkum hagnýtingu
tölvutækni við sjúklingabókhald og almennan rekstur. Margar
þessar tilraunir báru ekki árangur sem erfiði. Ástæðurnar
voru m.a. gífurlegur kostnaður, tæknileg vandamál, menntunar-
skortur starfsliðs og lítil reynsla af skipulegri áætlunar-
gerð á þessu sviði (4). Á síðari hluta áratugsins tókst hins
vegar að yfirstíga ýmsar þessara hindrana og koma á fót upp-
lýsinga- og rekstrarkerfum sem náð hafa töluverðri útbreiðslu.
Á þessum áratug hafa rannsóknir í ríkara mæli beinst að heilsu-
gæslu utan sjúkrahúsa. Þessi þróun hefur verið samfara aukinni
áherslu á félagslækningar, eflingu heilsuverndar og framförum
í söfnun og úrvinnslu upplýsinga. Jafnframt leita tölvufram-
leiðendur tækifæra og leiða til að þróa heppilega tölvutækni
fyrir þennan þátt heilbrigðisþjónustu. Á Norðurlöndum eru
Svíar virkastir á þessu sviði og hafa gert umfangsmiklar og
athyglisverðar rannsóknir, t.d. í Tierp (1) (2) og Örnskölds-
vík (3).
Á Islandi hefur þróun þessara mála verið svipuð og annars stað-
ar. Á stærstu sjúkrahúsum Reykjavíkur hafa verið notuð í
nokkur ár tölvubundin rekstrar- og upplýsingakerfi. Þessi
starfsemi hefur átt við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða,
kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun og árangur er í sum-
um tilfellum umdeilanlegur. Engu að síður verður ekki aftur
snúið og er nú unnið að endurskoðun og umbótum í þessum rekstri.
Þessi skýrsla fjallar um fyrstu meiri háttar könnun á heilsu-
gæslu á Islandi sem framkvaandrar af Landlæknisembættinu árið
1974. Áður hafa verið gerðar fjórar staðbundnar rannsóknir.
Á Hvammstanga árið 1965 til 1966 (9), á Djúpavogi 1971 (17),
í Skagafirði 1974 (16) og í Reykjavík árið 1974 (8).