Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 6

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 6
1.0 INNGANGUR Fyrri hluta áratugsins 1960 til 1970 voru rannsóknir og til- raunir til hagræðingar í heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum aðallega bundnar við starfsemi sjúkrahúsa, einkum hagnýtingu tölvutækni við sjúklingabókhald og almennan rekstur. Margar þessar tilraunir báru ekki árangur sem erfiði. Ástæðurnar voru m.a. gífurlegur kostnaður, tæknileg vandamál, menntunar- skortur starfsliðs og lítil reynsla af skipulegri áætlunar- gerð á þessu sviði (4). Á síðari hluta áratugsins tókst hins vegar að yfirstíga ýmsar þessara hindrana og koma á fót upp- lýsinga- og rekstrarkerfum sem náð hafa töluverðri útbreiðslu. Á þessum áratug hafa rannsóknir í ríkara mæli beinst að heilsu- gæslu utan sjúkrahúsa. Þessi þróun hefur verið samfara aukinni áherslu á félagslækningar, eflingu heilsuverndar og framförum í söfnun og úrvinnslu upplýsinga. Jafnframt leita tölvufram- leiðendur tækifæra og leiða til að þróa heppilega tölvutækni fyrir þennan þátt heilbrigðisþjónustu. Á Norðurlöndum eru Svíar virkastir á þessu sviði og hafa gert umfangsmiklar og athyglisverðar rannsóknir, t.d. í Tierp (1) (2) og Örnskölds- vík (3). Á Islandi hefur þróun þessara mála verið svipuð og annars stað- ar. Á stærstu sjúkrahúsum Reykjavíkur hafa verið notuð í nokkur ár tölvubundin rekstrar- og upplýsingakerfi. Þessi starfsemi hefur átt við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða, kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun og árangur er í sum- um tilfellum umdeilanlegur. Engu að síður verður ekki aftur snúið og er nú unnið að endurskoðun og umbótum í þessum rekstri. Þessi skýrsla fjallar um fyrstu meiri háttar könnun á heilsu- gæslu á Islandi sem framkvaandrar af Landlæknisembættinu árið 1974. Áður hafa verið gerðar fjórar staðbundnar rannsóknir. Á Hvammstanga árið 1965 til 1966 (9), á Djúpavogi 1971 (17), í Skagafirði 1974 (16) og í Reykjavík árið 1974 (8).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.