Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 34

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 34
34 talskannanir, sem náðu til tveggja vikna tímabils. Athygli er vakin á því að tölurnar ná bæði til samskipta við almenna lækna (heimilislækna og heilsugæslulækna) og sérfræðinga. Læknissókn kvenna er alls staðar meiri en karla og á það eink- um við aldurshópinn 15-49 ára. 1 heild er læknissókn á íslandi heldur minni en í Noregi og Liverpool en meiri en í Helsinki. Læknissókn í Reykjavík og Liverpool er mjög svipuð en munur á læknissókn kynjanna er meiri í Reykjavík. Fjöldi íbúa á lækni á rannsóknarsvæðinu var að meðaltali 1515 en var þó mjög breytilegur eftir heilsugæslusvæðum eða frá 618 upp í 2430. Sama ár höfðu 9 heimilislæknar í Reykjavík 3068 manns að meðaltali £ sjúkrasamlagi og var fjöldinn frá 2679 upp í 3937 samlagsmeðlimi á lækni. Læknar í Reykjavík störfuðu líka mun lengur á stofu og afgreiddu fleiri erindi en heilsugæslulæknar á landsbyggðinni. Fyrir utan misjafna læknissókn virðist mega rekja þennan mun til heimilislækna- skorts í Reykjavík, misjafnrar dreifingar byggðar og að 24 af 40 heilsugæslulæknum úti á landi störfuðu að hluta við aðrar heilbrigðisstofnanir en heilsugæslustöðvar. Algengustu ástæður samskipta reyndust vera smitsjúkdómar (10.6%), öndunarfærasjúkdómar (11.2%) og stoðvefja- og hreyfingarfæra- sjúkdómar (9.1%). Þessum niðurstöðum ber saman við kannanir á Hvammstanga (9) og í Skagafirði (16) nema hvað tíðni smit- sjúkdóma reyndist, samkvrant landskönnuninni, mun hærri. Skýringin er sú að sumir læknar flokkuðu kvef og aðra sjúkdóma í öndunarfærum sem smitsjúkdóma vegna ókunnugleika á hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá. Athygli vekur hve margir fengu lyfseðil sem úrlausn. Um 60% samskipta leiddu til útgáfu lyfseðils. Samanburður á þessu atriði er örðugur en af tölum má ráða að þetta hlutfall sé jafnvel enn hærra í Reykjavík. Tilvísanir til sérfræðinga eru hlutfallslega mun færri á rann- sóknarsvæðinu en í Reykjavík þar eð 3.1% á móti 8.2% af sam- skiptum leiddu til tilvísunar. Þegar tilvísanir til tannladcna eru undanskildar, lækkar hlutfall tilvísana í 2.5% á landsbyggð- inni. Hlutfall tilvísana miðað við komur á stofu eru 4.9% (eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.