Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 34

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 34
34 talskannanir, sem náðu til tveggja vikna tímabils. Athygli er vakin á því að tölurnar ná bæði til samskipta við almenna lækna (heimilislækna og heilsugæslulækna) og sérfræðinga. Læknissókn kvenna er alls staðar meiri en karla og á það eink- um við aldurshópinn 15-49 ára. 1 heild er læknissókn á íslandi heldur minni en í Noregi og Liverpool en meiri en í Helsinki. Læknissókn í Reykjavík og Liverpool er mjög svipuð en munur á læknissókn kynjanna er meiri í Reykjavík. Fjöldi íbúa á lækni á rannsóknarsvæðinu var að meðaltali 1515 en var þó mjög breytilegur eftir heilsugæslusvæðum eða frá 618 upp í 2430. Sama ár höfðu 9 heimilislæknar í Reykjavík 3068 manns að meðaltali £ sjúkrasamlagi og var fjöldinn frá 2679 upp í 3937 samlagsmeðlimi á lækni. Læknar í Reykjavík störfuðu líka mun lengur á stofu og afgreiddu fleiri erindi en heilsugæslulæknar á landsbyggðinni. Fyrir utan misjafna læknissókn virðist mega rekja þennan mun til heimilislækna- skorts í Reykjavík, misjafnrar dreifingar byggðar og að 24 af 40 heilsugæslulæknum úti á landi störfuðu að hluta við aðrar heilbrigðisstofnanir en heilsugæslustöðvar. Algengustu ástæður samskipta reyndust vera smitsjúkdómar (10.6%), öndunarfærasjúkdómar (11.2%) og stoðvefja- og hreyfingarfæra- sjúkdómar (9.1%). Þessum niðurstöðum ber saman við kannanir á Hvammstanga (9) og í Skagafirði (16) nema hvað tíðni smit- sjúkdóma reyndist, samkvrant landskönnuninni, mun hærri. Skýringin er sú að sumir læknar flokkuðu kvef og aðra sjúkdóma í öndunarfærum sem smitsjúkdóma vegna ókunnugleika á hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá. Athygli vekur hve margir fengu lyfseðil sem úrlausn. Um 60% samskipta leiddu til útgáfu lyfseðils. Samanburður á þessu atriði er örðugur en af tölum má ráða að þetta hlutfall sé jafnvel enn hærra í Reykjavík. Tilvísanir til sérfræðinga eru hlutfallslega mun færri á rann- sóknarsvæðinu en í Reykjavík þar eð 3.1% á móti 8.2% af sam- skiptum leiddu til tilvísunar. Þegar tilvísanir til tannladcna eru undanskildar, lækkar hlutfall tilvísana í 2.5% á landsbyggð- inni. Hlutfall tilvísana miðað við komur á stofu eru 4.9% (eða

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.