Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 14

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Blaðsíða 14
14 4.0 RANNSÖKNARSVÆÐI Eins og að framan greinir var úrvinnsla upplýsinga afmörkuð við 29 heilsugæslusvæði sem hér eftir verða í heild kölluð rannsóknarsvæðið. Frá öðrum svæðum bárust ekki upplýsingar eða þá að þær fullnægðu ekki settum skilyrðum en auk þess er skipulag heilsugæslu á mörgum þessara svæða frábrugðið ríkj- andi skipulagi á rannsóknarsvæðinu. í stað heilsugæslustöðva er þjónustan borin uppi af sjálfstæðum heimilislæknum sem vinna eftir svonefndu númerakerfi. Fæstir þeirra fengu send eyðublöð eða önnur gögn svo það var sjálfgert að viðkomandi svæði voru ekki tekin með í úrvinnslu. í töflu 1 er birt yfirlit um íbúatölu og fjölda lækna á ein- stökum heilsugæslusvæðum. Athygli er vakin á því að svæða- skipting er að hluta í samræmi við eldri héraðsskiptingu (lög nr. 43/1965) og tala lækna á við þá sem störfuðu við heilsu- gæslu meðan könnun stóð yfir. Meðalfjöldi íbúa á heilsugæslusvæði var 2.090 manns (miðtala 1830) 1. desember 1974. Þá voru íbúar utan Reykjavíkurhéraðs alls 129.054, en á rannsóknarsvæðinu 60.619 eða 28% af íbúa- tölu landsins og 47% af íbúatölu ráðgerðs könnunarsvæðis. Með því að miða íbúatölu við þjóðskrá 1. desember 1974 kemur fram óveruleg skekkja í vissum útreikningum, t.d. varðandi lækn- issókn, en hún breytir í engu niðurstöðum þessarar skýrslu.3* Hlutfallsleg skipting eftir aldri og kynjum var mjög svipuð eftir svæðum á rannsóknarsvæðinu. Eina verulega undantekning- in var að á svæði nr. 21 voru konur flelri en karlar eða 50.2% jk Á milli áranna 1973 til 1974 fjölgaði landsmönnum að meðal- tali um 1.3%. Skv. því hefur íbúatala á rannsóknarsvæðinu verið um 60.480 manns í lok september 1974 ef gert er ráð fyrir jafnari fjölgun um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.