Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28
Þá fann ég bara að þetta var ekki það sem ég átti að vera að gera en ég vildi ekki gefast upp og ég raunveru- lega kvaldist yfir þessu. Korka n Í vikulokin Ólafur Arnarson BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Sönnum gjöfum Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauð- synleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn í heiminum. Gjafirnar kaupir þú í vefverslun og þeim er svo dreift til barnanna og fjölskyldna þeirra þar sem þörfin er mest. Gjafirnar eru keyptar í nafni þess sem þig langar að gleðja og fær sá eða sú gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni. Dæmi um sannar gjafir eru bóluefni, vatnshreinsitöflur, hlý teppi og jarðhnetumauk. Við mælum með Jólaseðlum Oft er mikið að gera og alls konar um að vera í desember. Vinkonu- og vinahópar, fjölskyldur og vinnu- staðir fara margir saman út í drykk eða út að borða og þá er um að gera að nýta þá jólaseðla sem í boði eru um allan bæ. Á Veðri er frábær jóla- kokteilaseðill, á Kopar er sérlega girnilegur sex rétta vegan jólaseðill og á Fjallkonunni er geggjað jóla- Afternoon Tea svo það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. n Melkorka Katrín Tómasdóttir, betur þekkt sem Korkimon, opnar sýna fyrstu málverka- sýningu í dag. Hún fær inn- blástur frá dýrum og kven- líkamanum. birnadrofn@frettabladid.is Um síðustu áramót ákvað ég bara að ögra sjálfri mér og byrja að mála,“ segir myndlistarkonan Melkorka Katrín Tóm- asdóttir, þekkt undir listamanns- nafninu Korkimon. „Ég hafði lengi verið að teikna og síðustu tvö árin hafði ég ögrað mér með því að stækka teikningarnar en ég hafði aldrei málað áður,“ segir Korka sem opnar í dag sína fyrstu málverka- sýningu. Korka bjó í New York í tíu ár og lærði meðal annars myndlist í Sarah Lawrence College. „Ég lærði alls konar þar og einu sinni sýndi ég kennaranum mínum teikningu sem ég hafði gert og henni fannst hún svo f lott og sagði mér að gera meira af þessu,“ segir hún. „Ég tók það til mín og sótti um í Listaháskólanum hér á Íslandi og tók eitt ár þar, margir sem voru með mér í skólanum fóru í skiptinám til annarra landa eða annars staðar í Bandaríkjunum en mig langaði bara að fara hingað heim,“ segir Korka. Hana hafði lengi langað heim en hún var einnig meðvituð um að listasenan á Íslandi væri lítil og að erfitt gæti reynst fyrir hana að komast inn í hana þar sem hún þekkti ekki marga hér. „Mig langaði að komast með annan fótinn inn í þennan heim og ég græddi mikið á því að fara í skóla hér, kynntist mörgu fólki og lærði mikið.“ Á sýningunni, sem fram fer í Opnu Sýningar Rými í Ingólfsstræti og kallast Just Me and My Dragons, sýnir Korka verk sem eru innblásin af kvenlíkamanum og hinum ýmsu dýrum. „Á síðustu sýningu sem ég hélt var ég að reyna að finna út úr því hvernig cis kvenkyns líkami gæti verið ógnandi án þess að snerta karlmannlegar eða kynþokkafullar stellingar,“ segir Korka sem áður hafði lesið grein þar sem talað var um að eina leið kvenna til að vera ógnandi væri kynþokki. „Mér fannst það bara svo fráleitt, en á þessari sýningu held ég áfram með þetta konsept þó að ég hafi ekki ætlað að gera það í upphafi.“ Upphaflega ætlaði Korka að mála myndir af hinum ýmsu dýrum og sýna á sýningunni. Hún tók þó u-beygju fyrir sex vikum. „Ég var í New York í sumar þar sem ég sankaði að mér alls konar litlum leikfangadýrum. Ég ætlaði síðan að mála þau, litla rugguhesta, My Little Pony, dreka og risaeðlur,“ segir hún. „Svo þegar ég byrjaði að mála þetta þá fann ég bara að þetta var ekki það sem ég átti að vera að gera en ég vildi ekki gefast upp og ég raunverulega kvaldist yfir þessu. Gat ekki sofið og grét,“ segir Korka. „Svo fattaði ég að ég hafði engum skyldum að gegna gagnvart neinum og ég má bara mála það sem mig langar til að mála, ég þarf ekki að þóknast yfirmanni eða kennara heldur má bara taka mitt pláss og gera það sem ég vil, það er ótrúlega frelsandi,“ segir Korka. „List er ekki lengur bara falleg heldur er hún líka ögrandi. Mynd- irnar mínar eru ekki beint fallegar og þær eiga ekki að sjokkera fólk en mér finnst allt í lagi að fólki líði smá óþægilega þegar það horfir á þær, bara ekki það mikið að það hætti að vera forvitið eða vilji ekki hafa þær uppi á vegg,“ segir Korka. Sýningin verður opnuð klukkan 17 í dag og stendur fram á þriðju- dag. n Málar það sem hana langar að mála Myndirnar hennar Korku eru innblásnar af hinum ýmsu dýrum og kvenlíkamanum. MYND/BERGLAUG PETRA Ný bók Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar um Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur vakið nokkra athygli. Í bókinni heldur Hannes því fram að sakfelling Landsdóms yfir Geir á grundvelli þess að hann hefði ekki haldið nógu marga ríkisstjórnar- fundi í aðdraganda hruns, sé laga- lega gölluð. Hann hefur nokkuð til síns máls. Fáum dylst að sakfelling meiri- hluta Landsdóms yfir Geir var fyrst og fremst pólitísk. Meirihluti dóms- ins, undir handleiðslu forseta hans, felldi dóm sem bersýnilega átti að vera einhvers konar Salómonsdóm- ur. Sakfelling án refsingar var ætluð til að lægja öldur óánægju í samfélag- inu þar sem fólk krafðist þess að ein- hver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir hrunið. Sömu sögu má segja um dóma dómstóla í svonefndum hrun- málum. Dómarar æðsta dómstóls landsins teygðu sig út fyrir lögin og endurskilgreindu meira að segja hluta hegningarlaganna afturvirkt og án aðkomu löggjafarvaldsins til að refsa bankamönnum fyrir hrunið. Í bæði Landsdómsmálinu og hrun- málunum misstu margir dómarar sjónar á sinni heilögustu skyldu – raunar sinni einu skyldu – sem er að dæma eftir lögum. Gagnrýni Hannesar missir þó marks vegna þess að hann fellur í sömu gildru og honum er gjarnt að falla í þegar hann tjáir sig. Hann getur ekki stillt sig um að beina spjótum sínum að pólitískum and- stæðingum sínum og Sjálfstæðis- flokksins og öðru fólki sem hann leggur fæð á. Réttmæt gagnrýni sem missir marks Hannes Hólmsteinn er lipur penni og bókin læsileg, sem við var að búast. Niðurstaða Landsdóms ber öll merki þess að eftiráspeki hafi ráðið för, auk þess að að vera vafasöm út frá lögfræðilegum for- sendum. Sterkara hefði þó verið að lögfræðingur setti slíkt fram fremur en stjórnmálafræðingur Fátt, ef nokkuð, nýtt kemur fram í bókinni og segjast verður að mun meiri fengur er að nýútkominni bók Lárusar Welding, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis, fyrir þá sem vilja stúd- era hrunið og eftirköst þess. Sterkara hefði þó verið að lögfræðing- ur setti slíkt fram en stjórnmála- fræðingur. Leikkonurnar Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir hafa unnið saman að fjölmörgum verkefnum. Þær ræða í þessu tölu- blaði að þær séu saman í liði en keppi ekki hvor við aðra. Mikið væri dásamlegt ef við værum fleiri saman í liði. Myndum standa saman og gleðjast með þeim sem gengur vel og sýna hinum samkennd. Eitt málefni sem við ættum öll að geta staðið saman gegn er ofbeldi. Hvers kyns sem ofbeldið er. Arna Ósk Óskarsdóttir talar hér í blaðinu um ofbeldið sem hún varð fyrir þegar hún var barn, hvernig það hefur haft áhrif á hana alla tíð. Við þurfum að vera með henni í liði. Standa saman gegn ofbeldi eins og því sem hún hefur orðið fyrir. Sýna samkennd og hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi og líka þeim sem beita því. Hjálpa þeim að hætta að beita því, því það er jú eina leiðin til að stöðva ofbeldið. Við þurfum að sýna þolendum ofbeldis stuðning í verki. Passa okkur að sýna virðingu. Til dæmis að varpa ekki fram staðreyndum eins og: „Ég skil ekki hvernig þú gast látið koma svona fram við þig,“ eða „Af hverju settir þú ekki mörk?“ Það lætur enginn beita sig ofbeldi, slíkar staðreyndir særa. n Saman í liði Mikið væri dásamlegt ef við værum fleiri saman í liði. 26 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.