Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 96
Sunna Mar- grét segir það aldrei hafa verið ætlunina að verða tónlistar- kona. Lífið og aðstæður hafi leitt hana á þá braut. FRÉTTABLAÐIÐ/ JASMINE DEPORTA Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sunna Margrét Þórisdóttir komið víða við þegar kemur að listsköpun. Auk þess að syngja, semja tónlist og sinna myndlist rekur hún ásamt manni sínum útgáfufyrirtæki í Sviss, þar sem hún gefur út bæði eigin tónlist og tónlist frá upprennandi tónlistar- fólki á svæðinu. erlamaria@frettabladid.is „Það er kannski pínu klisja, en segja mætti að tónlistin hafi alltaf verið í mér. Pabbi sagði að ég hefði alltaf verið syngjandi sem barn. Ég bablaði víst rosa mikið áður en ég byrjaði að tala og var í rauninni með mitt eigið tungumál. Ég var líka mjög taktviss og þegar ég var fimm ára bað ég um að fá að læra á píanó eins og eldri systir mín. Þannig byrjaði þetta,“ segir Sunna Margrét Þórisdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, sem gengur undir listamannsnafninu Sunna Margrét. Sunna Margrét býr í borginni Lausanne, í frönskumælandi hluta Sviss, þar sem hún og maður henn- ar, Stéphane Kropf, hafa komið sér vel fyrir ásamt tveggja og hálfs árs syni, en þar reka þau saman útgáfu- fyrirtækið No Salad Records. „Ég flutti til Sviss árið 2016 til þess að fara í bachelor-nám í myndlist við ECAL-listaháskólann. Eftir það ákvað ég svo að fara í framhalds- nám og taka masterinn í myndlist og var að útskrifast núna í sumar. En meðfram því hef ég verið bæði að semja og taka upp mína eigin tónlist. Svo stofnaði ég plötuútgáfu í lok árs 2019, í raun til þess að gefa út mína eigin tónlist,“ segir Sunna Margrét og heldur áfram: „En þetta er farið að stækka og við erum farin að taka að okkur alls konar hæfileikaríkt tónlistar- fólk. Eins og staðan er núna er þetta mjög lókal, mikið til tónlistarfólk frá þessu svæði þar sem við búum,“ segir Sunna Margrét. Ólíkar tónlistarsenur Að sögn Sunnu Margrétar voru það talsverð viðbrigði að flytja til meg- inlands Evrópu, þá helst fyrir þær sakir hversu frábrugðin tónlistar- senan þar ytra sé þeirri íslensku. „Það er eiginlega bara himinn og haf á milli. Það var mitt mesta menningarsjokk sem tónlistarkonu, að flytja frá Reykjavík til Lausanne,“ segir Sunna Margrét, og útskýrir nánar: „Það er sagt að tónlistarfólk á Íslandi vinni mikið saman, sé óhrætt við að gera eitthvað sem er öðruvísi og það megi allir vera með. En hérna hefur fólk lítinn áhuga á einhverju sem kannski telst öðru- vísi. Ég hef rætt þetta við tónlistar- fólk sem ég vinn með hér og það er rosa sárt að sjá að það er mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki sem langar að gera eitthvað nýtt og öðru- vísi, en finnur sér engan stað og fær ekkert að blómstra,“ segir hún. Áður en Sunna Margrét f lutti til Sviss hafði hún verið áberandi í íslensku tónlistarlíf i, en um fimm ára skeið var hún meðlimur í hljómsveitinni Bloodgroup, sem naut gríðarlegra vinsælda bæði hérlendis og erlendis. Hún segir að þar hafi hún fengið tækifæri til að ferðast um heiminn og spila á tón- leikum. Þetta hafi verið dýrmætt tækifæri sem hafi hjálpað henni í listsköpun sinni. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og ég lærði mikið á þessu, en þegar ég byrjaði fyrst í hljómsveit- inni vissi ég ekkert hvað ég var að gera. Ég þekkti Bloodgroup ekkert og var ekkert inni í því hvað þau höfðu verið að gera í tónlist. Á þeim tíma var ég bara átján ára nemandi í FÍH að hlusta á djass,“ segir Sunna Margrét og hlær. Hljómsveitin hætti störfum árið 2015 og segir Sunna Margrét að þá hafi myndlistin tekið við. Fyrst Myndlistarskóli Reykjavíkur og svo ECAL-listaháskólinn í Sviss. „Þegar Bloodgroup-ævintýrið var búið ákvað ég að taka stúdentinn í myndlist, en ég ætlaði ekkert út í myndlist og hugsaði aldrei um mig sem einhverja myndlistarkonu. Svo bara small eitthvað og í kjölfarið sótti ég um að komast inn í lista- háskólann þarna úti. Ég bjóst ekki einu sinni við því að fá viðtal. En ég komst inn og núna allt í einu er ég komin með mastersgráðu í mynd- list,“ segir Sunna Margrét. Hefur aldrei planað lífið Sunna Margrét segir tónlistina þó allsráðandi þessa dagana þó að myndlistin skipi einnig stóran sess í hennar listsköpun. Hún segist sækja innblástur víða, bæði í mynd- list og mannleg samskipti. „Ég er búin að semja ótrúlega mikið af tónlist eftir að ég f lutti út. Ætli það hafi ekki verið einhver heimþrá. Ég samdi mikið til heið- urs ömmu minni af því ég saknaði hennar svo ótrúlega mikið, en hún er því miður fallin frá núna,“ segir Sunna Margrét. Þá hafi móðurhlut- verkið einnig mótað hana þegar kemur að tónsmíðum. „Ég samdi mikið þegar ég var ólétt og það voru allt öðruvísi lög heldur en ég samdi áður en ég varð ólétt. Þegar maður eignast barn breytist allur heimurinn. Það er eitthvað svona auka auga eða auka skilningarvit sem maður eignast,“ segir hún. Að sögn Sunnu Margrétar eru spennandi tímar fram undan. Á Þorláksmessu komi út lag með rúm- enskri tónlistarkonu sem Sunna segist gríðarlega spennt fyrir. Þá sé hún að leggja drög að því að búa til tónlist fyrir heimildarmynd sem mikil leynd hvílir yfir. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sem tónlist fyrir skjáinn, en tökur ættu að byrja á næsta ári og von- andi gengur það upp. Ég get ekki sagt mikið meira en það enn sem komið er,“ segir Sunna Margrét. Aðspurð segir Sunna Margrét það ekki hafa verið á stefnuskránni að verða tónlistarkona. Lífið og aðstæður hafi leitt hana á þá braut. „Það var aldrei einhver pæling að ég ætlaði mér að vinna við tón- list. Ég var bara alltaf að því og ég held að ég hafi aldrei planað líf mitt þannig séð. Allt í einu var ég komin í Bloodgroup og svo eiginlega líka óvart komin út í myndlistarnám. Mér finnst oft hlutir bara gerast. Að plana næsta ár er lengsta plan sem ég hef gert, en það er mest tengt No Salad Records,“ segir Sunna Margrét og bætir við: „Það hefur verið þannig að ef ég reyni að plana eitthvað, þá gerist eitthvað allt annað. En ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef og hef fengið að upplifa í lífinu. Ég hef verið heppin og ætla að reyna að njóta þess sem mér hefur verið gefið og er mjög spennt fyrir því sem er fram undan.“ n Sækir innblástur í mannleg samskipti Þegar maður eignast barn breytist allur heimurinn. Það er eitthvað svona auka auga eða auka skiln- ingarvit sem maður eignast. Það getur verið erfitt að velja réttu bókina Gjafabréf í Bókabúð Forlagsins leysir málið Þrír verðflokkar 5.000 kr. 10.000 kr. 15.000 kr. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is 62 Lífið 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.