Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 34
Bara með því að fara aðeins yfir útgjöldin getum við sparað okkur tugi ef ekki hundruð þúsunda á ári. Það er líka sniðugt að einbeita sér að meðlætinu, það elska allir með- læti og það er svo dýrt að kaupa kjöt. Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur tileinkað sér mikið af sparnaðarráðunum sem hún deilir með lesendum, hún er nú meðvitaðari um sín eigin kaup. fréttablaðið/ernir Athafnakonan Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur alla tíð reynt að framkvæma þær hug- myndir sem hún fær. Hún gaf nýlega út bókina Viltu finna milljón? en í bókinni deilir hún sparnaðarráðum og talar um peninga á mannamáli. Ég hef alltaf haft einhvern áhuga á fjármálum. Man eftir því þegar ég var lítil og las alltaf dálkinn um gengi gjaldmiðla í Mogg- anum,“ segir athafnakonan Hrefna Björk Sverrisdóttir. Hún gaf nýverið út bókina Viltu finna milljón? þar sem hún deilir hinum ýmsu sparn- aðarráðum og þekkingu sinni á fjár- málum. „Ég bjóst aldrei við því að ég myndi skrifa bók en mér fannst vanta bók um fjármál á mannamáli sem almenningur getur nýtt sér í sínu daglega lífi. Bók um peninga, sem fólk skilur,“ segir Hrefna. „Ég hafði lengi verið að sanka að mér ýmsum sparnaðarráðum og þau eru stærsti hluti bókarinnar, enda eitthvað sem fólk getur nýtt sér beint til að taka til í sínum fjár- málum,“ segir hún. „Við erum oft að eyða gríðarlega háum upphæðum að óþörfu og bara með því að fara aðeins yfir útgjöldin getum við sparað okkur tugi ef ekki hundruð þúsunda á ári,“ segir Hrefna, en í bókinni er meðal ann- ars einnig fjallað um skuldir, tekjur og markmið ásamt því að útskýrð eru algeng hugtök líkt og hlutabréf, skuldabréf og rafmynt. Sparnaðarráð Þá eru í bókinni einnig viðtöl við einstaklinga sem gefa sparnaðarráð á sínu sviði. „Sem dæmi gefur Hrefna Rósa kokkur góð matarráð, Sæja innan- hússarkitekt gefur góð ráð um það hvernig maður getur gert fallegt í kringum sig á ódýran hátt, það eru ráð um sparnað í framkvæmdum, við þrif, í samgöngum, í barnaupp- eldi og bara alls konar,“ segir Hrefna. Eru þetta ráð sem þú notar sjálf? „Já, ég hef tileinkað mér mikið af þessu en ekki allt. Ég er orðin með- vitaðri um mín kaup,“ segir Hrefna. „Ég hef átt það til að eyða miklum peningum í alls konar rugl. Föt og einhverja hluti sem mig vantaði ekkert. Þegar ég fékk útborgað fór ég og keypti mér eitthvað, um leið og mig langaði í eitthvað þá fór ég bara og keypti það, sem sýnir svo mikla hvatvísi sem ég held að sé svolítið íslenskt,“ segir hún. „Núna hugsa ég meira um það sem ég er að kaupa. Hvort ég sé að kaupa góða hluti eða eitthvað sem mig vantar, hvort það sé til betri kostur og ef ég er að fara að kaupa eitthvað í október til dæmis þá minni ég mig á að það sé stutt í alls konar afsláttardaga, eins og Black friday,“ segir Hrefna. „Ég reyni að vera skynsöm og meðvitaðri um kaupin sem ég er að gera. Ef maður sér eitthvað sem mann langar rosalega mikið í, til dæmis föt, en bíður í nokkra daga þá yfirleitt gleymir maður því,“ bætir hún við. Börn og peningar Einn kafli í bókinni snýr að börnum og fjármálauppeldi og segir Hrefna þann kafla sérstaklega mikilvægan. „Börn endurspeglast svo mikið í for- eldrum sínum og peningahegðun erfist í rauninni að miklu leyti,“ segir Hrefna. „Auðvitað skiptir máli hvernig við tölum við börn um peninga eftir því hvað þau eru gömul, en það er hægt að kynna peninga fyrir þeim snemma og ala þau upp á skynsam- an hátt, og þannig gefa þeim ákveð- ið forskot út í lífið,“ segir Hrefna. Hún segir þó karaktera einstakl- inga í grunninn ólíka þegar kemur að peningum. „Þetta er bara í gen- unum hjá okkur, í DNA-menginu okkar. Það er til dæmis algengt að fólk sem á f leiri en eitt barn tali um hvað þau séu ólík þegar kemur að peningum. Eitt barnið kannski sparar allt og eyðir aldrei neinu á meðan annað er bara ekkert að pæla í peningum og sparnaði,“ segir Hrefna. „Dóttir mín sem er 16 ára er til dæmis algjör rómantíker í þessu og vill bara eyða peningunum þegar hún fær útborgað eins og ég gerði einu sinni, hugsar bara með sér að hún fái útborgað aftur um næstu mánaðamót og ég á svo erfitt með þetta, er alltaf að segja henni að spara,“ segir Hrefna og hlær. Ætlar þú þá að byrja snemma að tala um peninga og fjármál við næsta barn? „Já, ekki spurning, bý til lítinn bankastjóra,“ segir Hrefna kímin, en hún á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Magnúsi Schev- ing, hann á fyrir þrjú börn svo þetta verður fimmta barn þeirra hjóna. Góður gefari Spurð að því hvort hún hafi hafið skipulagningu jólanna sérstaklega snemma í ár vegna litla barnsins segir Hrefna svo vera, hún sé nánast búin að öllu og er virkilega spennt að hitta barnið. „Ég gerði allt fyrr í ár en ég reyni alltaf að nýta alla til- boðsdaga og kaupa jólagjafirnar yfir allt árið,“ segir Hrefna, sem hefur lagt sig fram undanfarin ár við að verða góður „gefari“. „Þá er ég að meina að ef ég sit með einhverjum í kaffi í febrúar sem minnist á að sig vanti eitthvað eða langi í eitthvað þá punkta ég það hjá mér í notes í símanum. Það auð- veldar mér gjafakaupin og þá veit ég líka að sá sem fær gjöfina verður svo glaður,“ segir Hrefna. Þá mælir hún með að fólk fari ekki offari í desember, vandi sig við kaupin og kaupi ekki óþarfa. „Til dæmis þegar kemur að matnum. Mann langar alltaf í allt af því að það eru að koma jól og svo fyllir maður ísskápinn af mat sem engan veginn er hægt að klára á þessum þremur dögum,“ segir Hrefna. „Það er líka sniðugt að einbeita sér að meðlæt- inu, það elska allir meðlæti og það er svo dýrt að kaupa kjöt.“ Hrefna segist oft hafa heyrt fólk tala um að það sé lélegt í peningum og kunni ekki á þá. „Það er ekki þannig, fólk hefur bara ekki fengið réttu tólin og kynninguna á fjár- málum, þá getur fólk orðið hrætt við peninga og þeim fylgir oft mikill kvíði,“ segir hún. „Það er sérstaklega kvíðavaldandi ef maður er byrjaður að byggja upp einhverjar skuldir. Manni finnst maður ekki geta horfst í augu við það en lykillinn er að gera akkúrat það,“ segir Hrefna. „Það er erfitt og kvíðavaldandi en það er miklu betra að taka upp tólið og tala við þann sem maður skuldar í stað þess að líta í hina áttina og fela reikninginn í heimabankanum. Í langflestum tilvikum er fólk til í að semja og finna út úr hlutunum ef sá sem skuldar hefur samband fyrir gjalddaga,“ segir hún að lokum. n Fólk geti orðið hrætt við peninga Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 32 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.