Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 94
Mér fannst þetta svo spennandi og nýtt viðskiptamódel því það er ekki hægt að kaupa línuna, bara leigja hana og það er bara notaður endur- unninn textíll. JOEBOXER.IS | KRINGLAN 4-12 (1. HÆÐ) | 103 REYKJAVÍK | S. 5332009 Sól Hansdóttir fatahönnuður hannaði fatalínuna Sjö litir villskunnar úr endurunnum textíl og afgöngum. Fatalínan er aðeins til útleigu. lovisaa@frettabladid.is Fyrir viku síðan kom út ný fatalína í hönnun Sólar Hansdóttur sem hönnuð var í samstarfi við fataleig- una Spjöru. Verkefnið er samstarfs- verkefni þeirra tveggja en fatalínan er aðeins til útleigu, ekki einkaeigu. Línan heitir Sjö litir villskunnar. „Þær höfðu samband við mig hjá Spjöru og vildu fá mig með í verk- efnið. Þetta var í febrúar og þá voru þær að sækja um styrki fyrir þessu verkefni,“ segir Sól, sem þá var á kafi í verkefni með Reykjavíkur- dætrum, en fannst þetta spennandi og samþykkti að vera með. „Mér fannst þetta svo spennandi og nýtt viðskiptamódel því það er ekki hægt að kaupa línuna, bara leigja hana og það er bara notaður endurunninn textíll og afgangar úr annarri framleiðslu,“ segir Sól, sem notaði það allt í f líkurnar auk fata sem hún fékk hjá Rauða krossinum í f lokkunarmiðstöðinni sem átti að henda og föt úr skápnum sínum. „En ég keypti líka af framleið- endum afganga og svampa af dýnu- framleiðanda sem ég notaði,“ segir Sól, en ef f líkurnar eru skoðaðar sjást þeir vel. Ný nálgun Hún segir þetta nýja nálgun á tísku sem hafi oft og tíðum verið á hendi fárra, því hönnunarvörur eru dýr- ari en hraðtíska [e. Fast fashion]. „Það hafa ekkert allir efni á því að kaupa 300 þúsund króna Gucci kjól og ég hef alveg skilning á því að fólk sæki í hraðtísku þegar það er kannski að reyna að búa eitthvað outfit til fyrir myndatöku eða ein- hvern viðburð og þess vegna finnst mér þessi fatalína svo f lott svar við því,“ segir Sól, en meðalleiga á kjól eða f lík hjá Spjöru er um átta þús- und krónur. Sól er með meistargráðu í fata- hönnun frá Central Saint Martins í London og grunngráðu í fata- hönnun frá Listaháskólanum og hefur komið víða við. Hún starfar bæði í London og Reykjavík og sýnir frekar erlendis. „Ég vinn meira hérna heima. Það er svo æðislegt að vera hérna að vinna og skapa. Það er einhver orka hérna og pláss fyrir sköpun. Ég finn dálítinn mun á því að vera hér og þar upp á það að gera, en ég reyni að fara fram og til baka eins og ég get,“ segir Sól. n Svampar og afgangar í nýrri fatalínu Sól Hansdóttir fatahönnuður segir gott að vinna á Íslandi FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI lovisaa@frettabladid.is Í kvöld er fyrsta mánaðarlega klúbbakvöldið á Bravó sem lýkur á miðnætti. Kvöldið er skipulagt af þeim Giitu Hammond og Natalie Gunnarsdóttur, eða DJ Yamaho. „Klúbbakvöldið kallast After Eight og er fyrir þá sem vilja byrja dansinn snemma,“ segir Giita, en í hverjum mánuði verða nýir plötu- snúðar og dansað frá klukkan 20 til miðnættis. „Hugmyndina að After Eight fékk ég fyrir nokkrum árum þegar ég bjó á Írlandi. Ég er mikill tón- listarunnandi, elska að fara á tón- leika og dansa. Ég var orðin þreytt á að þurfa að vaka seint á nóttunni til að dansa við góða danstón- list,“ segir Giita og að svo hafi hún kynnst klúbbakvöldi þar sem plötusnúðar spiluðu til miðnættis einn sunnudag í mánuði. „Það var ókeypis inn og brjáluð stemning,“ segir Giita og að svo í heimsfaraldri Covid hafi margt breyst vegna þess að barir og klúbbar þurftu að loka fyrr. „Klúbbarnir opnuðu fyrr, fólk mætti snemma, dansaði allt kvöldið og fór svo heim. Þetta var fullkomið og ég hugsaði með mér að ég vildi að svona væri þetta allt- af,“ segir Giita, sem flutti til Íslands í sumar með fjölskyldunni sinni og ákvað að slá til í Reykjavík. „Ég hafði samband við gömlu bekkjarsystur mína Natalie og henni leist vel á þetta,“ segir hún en Natalie spilar á fyrsta kvöldinu ásamt Gunna Ewok. Hægt er að kynna sér klúbbinn á Facebook undir After Eight klúbbur. n Klúbbakvöld sem lýkur á miðnætti Natalie G. Gunnarsdóttir og Giita Hammond bjóða í dans í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég var orðin þreytt á að þurfa að vaka seint á nóttunni til að dansa. Sól fékk af- gangssvampa hjá dýnufram- leiðanda sem hún notaði í línuna 60 Lífið 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.