Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 74
Árið 2023 hlýtur að verða betra að mati við- mælandanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata og lögfræðinemi, og Stefán Ingvar Vigfússon uppi- standari eru sammála um að árið 2022 hefði getað orðið betra og að þjóðin sé komin með áfalla- streituröskun. Fréttablaðið fékk þau til að gera upp árið á innlendum vettvangi. Faraldurinn Faraldurinn er búinn. Breytti hann ykkur? Lenya: Já, ég fer ekki í vinnuna veik. Viðhorf samfélagsins gagnvart veikindum hefur breyst. Ef þú ert veik þá áttu að halda þig heima og færð ekki samviskubit yfir því. Áður fyrr fannst mér ég vera aumingi ef ég var heima með flensu, eins og það væru ekki nógu mikil veikindi. Eruð þið hrædd við að það komi annar? Stefán: Ég ætla bara að vera með höfuðið í sandinum þangað til það gerist. Lenya: Við erum enn að jafna okkur á þessum tveimur árum. Við erum ekki tilbúin til að fara að hugsa út í annan faraldur. Stefán: Er ekki heimurinn allur með áfallastreituröskun eftir þetta? Það hafa komið svo mörg áföll og þung. Donald Trump var kosinn Bandaríkjaforseti, stríð braust út í Úkraínu og Covid. Síðasti áratugur er búinn að vera áratugur styrjalda og pesta. Ég held að samfélagið allt sé með áfallastreituröskun og þess vegna erum við öll alltaf svona reið. Við erum alltaf í „fight mode“ og hleypum engum nálægt okkur sem er kannski örlítið ósammála. Óttuðust þið að apabólan yrði næsti faraldur? Lenya: Það fyrsta sem ég hugsaði var: Ertu ekki að djóka? Ég nenni þessu ekki. Það hefði samt mátt finna betra nafn á þetta. SARS- Covid-19 var hægt að taka alvarlega. Verðbólgan Verðbólgan er á leiðinni upp og Seðlabankinn hækkar og hækkar vexti. Erum við í kreppu? Lenya: Talandi um áfalla streitu- röskun. Þegar ég sé andlitið á seðla- bankastjóra við einhverja frétt þá veit ég að það er önnur stýrivaxta- hækkun á leiðinni. Ég veit að þetta er ekki honum að kenna, Seðla- bankinn er að reyna að hafa stjórn á ástandinu í samfélaginu. Ég myndi ekki segja að það sé kreppuástand en það eru erfiðir tímar alls staðar. Stríðið í Úkraínu hefur mikil áhrif og ég vona að þetta sé tímabundið ástand. Seðlabankinn spáir líka betri tíð á næsta ári. Stefán: Ég er búinn að segja að það sé kreppa á leiðinni frá árinu 2012. Án þess að hafa þekkingu á efnahagsmálum líður mér eins og allt fólk sem er ekki í millistétt, eða þar fyrir ofan, sé í kreppu. En maturinn og bensínið er líka að hækka? Stefán: Já, en ég er í millistétt og finn ekkert svakalega mikið fyrir því, hef aðeins minna til að leika mér með. En margt fólk er í vand- ræðum. Ég er farinn að sjá mjög mikið af betl-póstum á Facebook. Fólk að biðja um pening frá öllum sem sjá. Þetta sáum við ekki fyrir þremur árum. Lenya: Það eru að koma jól og ekki hafa allir efni á að kaupa jóla- gjafir fyrir börnin sín. Hafa kannski rétt efni á húsaleigu og mat, en ekk- ert meira. Hvers kona líf er það? Húsnæði Húsnæði hækkar og hækkar og hækkar. Getur ungt fólk keypt sér íbúð? Lenya: Stefán, átt þú íbúð? Stefán: Ég á íbúð, keypti í desem- ber 2020. Ég er einn af þeim sem fyll- ast þórðargleði þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti því ég tók óverð- tryggt lán á föstum vöxtum. Djók. Vinur minn keypti sér íbúð í haust. Hann er um þrítugt, í þokkalega launuðu starfi og í sambandi með Árið fær falleinkunn Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is manneskju á ágætum launum. En þau eru ábyggilega komin með magasár eftir þetta ferli að kaupa sér íbúð og þurftu að fá aðstoð frá aðstandendum. Ungt fólk getur komist á húsnæðismarkað, sérstak- lega ef foreldrar þess eiga pening. Lenya: Ég er 23 ára og er föst á leigumarkaði, er stúdent og vinn lítið með skóla, reiði mig á að vera kölluð inn á þing og á sumrin er ég í fullu starfi sem ég nota til að greiða reikninga. Það er ekkert rúm til að leggja til hliðar eða reyna að yfir- bjóða fasteignafélög og braskara á húsnæðismarkaðinum. Ungt fólk á engan séns núna og ég skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki að grípa til aðgerða. Við sjáum ungt fólk f lytja til Kaupmannahafnar núna og ég myndi hugsa um það sjálf, ef ég þyldi dönsku. Stríðið Hafa íslensk stjórnvöld staðið sig gagnvart Úkraínumönnum og Rússum? Lenya: Já, stjórnvöld hafa staðið sig og upplýsingagjöf utanríkisráð- herra til þingmanna hefur verið rosalega góð. Það er svo lítið sem herlaus þjóð eins og Ísland getur gert nema veita fjárstuðning og for- dæma innrás Rússa, sem við erum að gera. Við erum virk í samtalinu við önnur ríki og inni á þingi og erum að gera það sem við getum. Stefán: Ég er mjög ánægður með að sjá hvað Þórdís Kolbrún er að gera og það er táknrænt mjög sterkt að sjá hana í Kænugarði. Að standa uppi í hárinu á stórþjóð eins og Rússum. Fyrir utan nokkra nött- ara inni á málfrelsisgrúbbunni á Facebook, standa Íslendingar vel að baki Úkraínumönnum. En ég væri til í að sjá rússneska sendiherrann rekinn úr landi. Vilt þú reka sendiherrann heim, Lenya? Lenya: Við verðum að haga okkar aðgerðum í takt við það sem önnur ríki eru að gera. En persónulega, sem Lenya Rún, þá segi ég já. Kosningar Hvað fannst ykkur um kosningarnar í vor? Stefán: Ég missti svolítið trú á borgarstjórnarmeirihlutanum í ár, sem var mjög svekkjandi fyrir mig því ég kaus þau. Það koma upp endalaus mál, strætó, leikskólarnir, endalausar myglur, Sorpa í ruglinu og f leira. Af hverju er enginn að grípa inn í og af hverju eru engin höfuð að fjúka? Verið alla vega með einhvern blóraböggul. Einhvern millistjórnanda sem hægt er að kenna um og reka. Framsókn vann kosningarnar aftur. Kom það á óvart? Stefán: Já, rosalega mikið. En þau voru með góða kosningabaráttu. Einar Þorsteinsson er fáránlega myndarlegur, með góða rödd og uppbrettar ermar. Lenya: Já. Ég skil ekki hvað þau eru að gera rétt. Kannski er einföld kosningabarátta málið. Stefán: Þau gefa sig út fyrir að allt eigi að vera aðeins betra. „Við ætlum að bæta samfélagið … smá!“ Fólk vill greinilega kjósa flokk sem móðgar engan. Þau eru alltaf hlutlaus og segjast opin fyrir öllu í samtali við aðra flokka. En hverra fulltrúi ertu þá? Er Framsókn f lokkur hinna óákveðnu? Og Miðflokkurinn hvarf næstum? Lenya: Sá póll sem flokkurinn er að taka er greinilega ekki að höfða til neins. Stefán: Sjálfstæðisf lokkurinn hefur verið að virkja sína öfgamenn og taka til sín f lóttamenn úr Mið- flokknum. Gosið Var eldgosið hálfgert prump? Lenya: Þetta var ekki eins og við bjuggumst við. Ég var nýbúin að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín og bjóst við einhverju risastóru. Það var samt fínt að þetta fór ekki eins og í bókinni. Stefán: Ég gekk að því undir lokin í fyrra og sá ekkert nema mengun. Það var bara hættulegt að vera þarna, ekkert gaman. Ég fór ekki núna. Lenya: Ég fór líka bara í fyrra. Ég nennti ekki aftur. Verða alltaf skjálftar og gos hérna framvegis? Lenya: Ég ætla að taka Píratalín- una á þetta og segja að við ættum bara að hlusta á sérfræðingana. Stefán: Ég ætla að taka „ungur hvítur karlmaður“-línuna og segja: Já. Verkalýðsfélögin Verkalýðshreyfingin hefur logað stafnanna á milli. Er þetta barna- legt? Stefán: Ásýndarlega finnst mér Ef ling og VR vera að standa sig mjög illa. Kannski þurfa þau betri áróðursmaskínu því ég er ansi langt til vinstri en þau eru búin að missa mig. Það er grátlegt að ASÍ sé að veikjast svona svakalega. Sólveig Anna og Ragnar Þór skulda þjóðinni skýr svör um hvers vegna þau gengu út af þinginu og eru að sprengja sambandið. Ég hef engan skilning og finnst þetta barnalegt. Lenya: Grátlegast er að þetta hafi sprungið þegar var svona stutt í kjaraviðræður. Núna sjáum við að þær eru ekkert að ganga neitt rosa- lega vel. Kjarasamningar verkafólks eru ekkert grín. Ég held að fólk hafi ekkert mikið verið að spá í hvert hlutverk ASÍ er fyrr en þessu þingi var slitið. Það er fyrst og fremst samráðsvettvangur fyrir verkalýðs- félögin. Stefán: Aftur að ásýndinni, þessar deilur virka mjög persónulegar, og Einar Þorsteinsson er fáránlega myndarlegur, með góða rödd og uppbrettar ermar. Stefán Ingvar Vigfússon 40 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN Á RÖKSTÓLUM FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.