Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 4
Kærleikskúlan 2022 Kúla með stroku eftir Karin Sander Fáanleg til 23. desember kærleikskúlan.is Jól í skóginum Nú á aðventunni gerast jólaævintýri í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þar eru nú í boði sérstakar sýningar þegar rökkva tekur þar sem gestir ganga um skóginn og rekast á ferð sinni um hann á ýmsar ævintýraverur á borð við Grýlu og Leppalúða og syni þeirra jólasveinana. Muna þarf að vera með vasaljós og klæða sig í hlý föt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun hafa saman lagt til 36 milljónir til að gera upp gufuborinn Dofra og mun hann verða til sýnis við Elliðaárstöð í Elliðaárdal. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Gufuborinn Dofri olli straumhvörfum í borun eftir heitu vatni og gufu hér á landi þegar útbreiðsla hitaveitna hér á landi var örust. Í ljósi þess mikla sparnaðar, bæði fyrir buddur almennings og umhverfið, sem hitaveitunni fylgja má segja að borinn sé einhver allra verðmætasta einstaka vinnuvél Íslandssögunnar. Rétt eins og Gufuborinn, eins og hann var fyrst kallaður, gerði lands- mönnum kleift að fara úr olíukynd- ingu í hitaveitur, hóf borinn sjálfur feril sinn í olíubransanum í Banda- ríkjunum. Reykjavíkurborg og ríkið sameinuðust um kaup á honum árið 1957. Fyrsta holan var boruð með honum við gatnamót Nóatúns og Sigtúns í Reykjavík og sú síðasta árið 1991 við Kröflu í Mývatnssveit. Þess á milli átti þessi bor stærst- an þátt í borun fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu í Mosfellsbæ, í Reykjavík og á Nesjavöllum meðan hitaveituvæðingu höfuð- borgarsvæðisins var að ljúka eftir olíukreppuna á 8. áratug síðustu aldar. Samk væmt upplýsingum frá Orkuveitunni eru afar fá jarðhita- svæðin sem Dofri snerti ekki á. Hann var notaður í Svartsengi, á Reykjanesi, á Seltjarnarnesi, í Hveragerði og í Krýsuvík. Svo kom hann í Mývatnssveitina og boraði bæði í Bjarnarf lagi og við Kröf lu og reyndar miklu víðar – meira að segja í Færeyjum. „Borinn var að drabbast niður þegar HS Orka hafði frumkvæði að því, á vettvangi Íslenska jarðhita- klasans, að þessari merku sögu yrði sómi sýndur með því að gera Dofra upp,“ segir Birna Bragadóttir for- stöðukona Elliðárstöðvar. Það er vélsmiðjan VHE í Hafnar- firði sem sér um viðgerðina en að henni lokinni verður þessum merka bor komið fyrir við Elliðaárstöð, áfangastað við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal, sem Orkuveita Reykja- víkur byggir nú upp. „Við erum afskaplega stolt og ánægð yfir því að fá Dofra til okkar í Elliðaárdalinn enda hefur hann svo sannarlega skipt sköpum í okkar sögu. Hann verður nú hluti af áfangastað sem við erum að byggja upp í dalnum og munum við gera honum góð skil,“ segir Birna. n Verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar gerð upp Dofri við borun 1958 á Undralandstúninu í Reykjavík, nú við Nóatún. Líklega er gufuborinn þarna að bora sína fyrstu holu. MYND/PÉTUR THOMSEN Birna Bragadótt- ir, forstöðukona Elliðaárstöðvar  benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Nemendur í Salaskóla vildu láta gott af sér leiða á aðvent- unni og stóðu fyrir jólamarkaði nú í vikunni. Börnin ákváðu að gefa framlagið til SOS Barnaþorpanna og nam það 120 þúsund krónum sem renna óskiptar til fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í Malaví. Samkvæmt upplýsingum frá SOS Barna þorp unum lögðu krakkarnir mikið á sig. Allir tóku þátt í að gera tíu mismunandi föndurvörur sem voru til sölu á jólamarkaðnum. Börnunum var skipt upp í 13 hópa og fékk hver sölubás nafn eins jóla- sveins. Alls voru til sölu 52 stykki af föndri á hverjum bási en líka kaffi, kakó, piparkökur og smákökur. Þar að auki æfðu börnin skemmtiatriði, lásu vísur og sungu. Fjölskylduef ling SOS styður við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og eiga á hættu að missa börn sín frá sér. Fjölskyldu- eflingin aðstoðar foreldra barnanna við að standa á eigin fótum svo þeir geti annast börnin sín. n Yfir hundrað þúsund til Barnaþorpa Krakkar úr fjórða bekk í Salaskóla. MYND/AÐSEND ser@frettabladid.is ÚTIVIST Göngubrýrnar við Eskifell og Kollumúla í Lóni, sem skemmd- ust talsvert í óveðri í lok september, verða lagaðar á næstu mánuðum. Brýrnar auðvelda fólki leið inn í eina mestu náttúruparadís Íslands, Lónsöræfin, sem hafa hrifið æ fleiri eftir að þau opnuðust ferðamönn- um fyrir um þrjátíu árum. Göngubrúin yfir Jökulsána við Eskifell er ein sú lengsta á landinu, 95 metra löng. Hin brúin við Kollu- múla er aftur á móti jafn stutt og hún er nauðsynleg til að komast yfir ána þar sem hún er hvað þrengst. Skemmdirnar á Eskifellsbrúnni voru sýnu meiri. „Það slitnaði hlið- arstag og fjögur upphengisstög,“ segir Sveinn Þórðarson, verkefna- stjóri hjá Vegagerðinni í nýjustu framvæmdafréttum hennar. „Svo bognuðu fjögur upphengisstög sem halda uppi brúargólfinu, auk þess sem stálbitar og vindgrindur í gólfinu skemmdust,“ bætir hann við. n Gert við lengstu göngubrú landsins Önnur göngubrúnna. MYND/AÐSEND 2 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.