Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 2
Við þurfum frábæran leik á öllum vígstöðv- um. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í handbolta Hildur vann Golden Globe-verðlaun árið 2020 fyrir Joker. Vöfflur og undirritun Leikmenn úr handboltaliði Víkings Reykjavík frá 1978 höfnuðu boði Valsmanna um að vera gestir í heiðursstúku Origo-hallarinnar, heima- vallar Hlíðarendafélagsins, á leik Vals og sænsku meistar- anna í Ystad í Evrópudeild- inni í kvöld. Svíarnir tengjast miður skemmtilegu atviki í sögu Víkings. helgifannar@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Valsmenn buðu liði Vík- ings sem sló út lið Ystad í Evrópu- keppninni í handbolta 1978 að vera heiðursgestir á viður- eign Vals og Ystad í kvöld. Vík- ingar höfnuðu þó boðinu og vildu ekki ýfa upp gömul sár. Það var árið 1978 sem Víkingur hafði betur gegn Ystad með tveimur naumum sigrum í Evrópukeppni. Eftir afrekið var veisla haldin þeim til heiðurs í Svíþjóð. Nokkrir Víkingar tóku þá upp á því að hafa með sér jólatré af staðnum og fara með það á gististað sinn. Varð það til þess að liðinu var vikið úr keppni. Leikmenn liðsins hafa ekki áhuga á að varpa ljósi á þetta og höfnuðu því boði Valsmanna um að fá að sitja í heiðursstúku félagsins í leiknum við Ystad í kvöld. Málið var rifjað upp í helgar- blaði DV tíu árum síðar. Þar kemur fram að athæfi leikmanna Víkings með jólatréð hafi farið öfugt ofan í þáverandi stjórnar- mann Alþjóðahandknatt leiks- sambandsins, Svíann Kurt Wad- mark. Blaðamaðurinn skrifaði á sínum tíma að honum hefði tekist að „bola Víkingum úr keppni með að stoð hand genginna manna.“ Hann benti einnig á að þetta hlyti að hafa talist afrek hjá Wad- mark, þar sem gjörningur Víkinga hefði ekki verið í neinu sambandi við leikinn sjálfan. Wadmark vildi Vilja ekki rífa upp sárin Snorri Steinn, þjálfari Vals, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en liðið mætir Ystad sem Víkingur vann árið 1978, en þó ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI einnig meina að leikmenn hefðu borið ábyrgð á slysalegu rúðubroti. Páll Björgvinsson var leikmaður Víkings sem lék við Ystad 1978 og lýsir hann örlögum Víkings í Evr- ópukeppninni það árið sem „mestu sorgar sögu sem hefur hent Víkinga“. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálf- ari Vals, er spenntur fyrir verkefni kvöldsins og hvetur fólk til að mæta á völlinn. „Það gefur heilan helling. Mér finnst strákarnir hafa unnið fyrir því að það komi Valsarar á leikinn og styðji þá, en það getur stundum verið erfitt hér á Hlíðar- enda.“ Ljóst er að leikurinn verður krefjandi. „Það er sama hverjum við mætum í þessari keppni, ef við eigum ekki góðan dag endar það illa. Við þurfum frábæran leik á öllum vígstöðvum og ef við náum því er ég bjartsýnn,“ segir Snorri. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Origo-höllinni. n Jólaleikur Fréttablaðsins Finnur þú jólasveinana í Fréttablaðinu? www.frettabladid.is/frettir/jolaleikurinn kristinnhaukur@frettabladid.is TÓNLIST Tónskáldið Hildur Guðna- dóttir hlaut í gær tilnefningu til Gol- den Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. Þetta er önnur tilnefningin sem Hildur hlýtur en hún vann verð- launin árið 2020 fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Seinna það ár vann hún Óskarsverðlaun. Önnur skáld sem hlutu til- nefningu eru Justin Hurwitz fyrir Babylon, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio, Carter Burwell fyrir The Banshees of Inisherin og John Williams fyrir The Fabelmans. Þetta er 27. tilnefning Williams. Golden Globe-hátíðin verður sýnd í sjónvarpi á ný eftir sjálfsskoðun og endurskipulagningu. En hátíðin var sniðgengin í fyrra vegna gagnrýni minnihlutahópa um einsleitni. n Tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Hildur á Golden Globe-hátíðinni. Níu tonn af hlýjum fatnaði til Úkraínu Þórdís Kolbrún var stolt af sending- unni til Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Hlýr íslenskur fatnaður og 3.500 heimaprjónaðir lopasokk- ar voru meðal þess sem flutt var frá Íslandi til Úkraínu í gær. Alls fóru um níu tonn af fatnaði frá Íslandi en fatnaðinum var komið um borð í kanadíska herflutningavél. Um er að ræða vetrarútbúnað fyrir varnar- sveitir Úkraínu og almenning sem er annars vegar afrakstur sjálfboða- vinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðuneytisins. Fyrir utan fatnaðinn voru sjúkra- gögn sem íslenskur aðili gaf. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar pakkaði varningnum um helgina og setti á bretti sem var síðan staflað um borð í kanadísku herflutninga- vélina. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanrík isráðherra mætti til að fylgjast með en auk hennar voru fulltrúar frá Sendum hlýju og hannyrðahittingnum auk Jeannette Menzies, sendiherra Kan- ada á Íslandi, þar samankomin. n Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, gæða sér á kjara- vöfflunum í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir. Sá siður hefur lengi verið viðhafður að bjóða upp á vöfflur þegar undirritun er afstaðin og ekki að sjá annað en að vöfflurnar í gær hafi verið frábærar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.