Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 13.12.2022, Qupperneq 30
Það er alltaf áskorun að byrja að semja þær aftur. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Hinn spurningaóði Björn Bragi Arnarsson kveðst viss um að spurningakeppnir séu hans fjöl í lífinu. Hann segist elska að skrifa alls konar spurningar fyrir alla á öllum aldri, sem meira að segja Steindi jr. og Dóri DNA geta svarað. odduraevar@frettabladid.is „Spurningarnar eru það klárlega og jú, ætli mathallirnar séu það bara ekki líka,“ segir sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson hlæjandi, spurður að því hvort þetta séu hans fjalir í lífinu: spurningakeppnir og mathallir. Björn rekur tvær mathallir, í Grósku og í Borgartúni, og stýrir sjónvarpsþættinum Kviss á Stöð 2 milli þess sem hann gefur út spurningaspilin Pöbbk viss og Krakka kviss. Nú er hann nýbúinn að gefa út þriðja Pöbb- og Krak- kakvissið auk tveggja krakkaspila til viðbótar: Annað er tileinkað fót- bolta spurningum og hitt nefnist Krakkaleikar, þar sem krakkar geta leikið orð. „Ég er alveg spurningaóður og hef alltaf verið. Mér finnst ótrúlega gaman að gera þetta aftur, enda var fólk fljótt að klára síðasta spil,“ segir Björn. Aðspurður hvort það sé ekki óþolandi að þurfa að semja upp á nýtt þegar fólk klári spurningarnar, segir Björn hlæjandi: „Það er alltaf áskorun að byrja að semja þær aftur en líka ógeðs- lega gaman að því hvað fólk hefur verið ánægt með þetta. Þetta er auð- vitað bara draumur fyrir mig, því mér finnst líka sjálfum svo gaman af þessu og hef sterka skoðun á því hvernig góð spurningakeppni eigi að vera.“ Aðspurður hvað hann eigi við, nefnir Björn að hann hafi stundum fundið það að margir detti fljótt út í spurningaspilum ef þau eru of þurr eða ef það eru of þungar spurningar. „Markmiðið var alltaf að gera þetta skemmtilegt og spyrja út í það sem fólk hefur raunverulegan áhuga á,“ segir Björn, sem fellst á að það gangi kannski misvel í misgömlum Trivial Pursuit spilum fortíðar. „Ég vildi klárlega að þetta yrði fyrir alla á öllum aldri og það er ekkert endilega sá sem er búinn að lesa mest eða sá sem veit kannski mest um landafræði sem mun vinna þetta. Það sést kannski best á því að Dóra og Steinda tókst að vinna Kviss í sjónvarpinu,“ segir Björn í gríni. Hann segist sérstaklega stoltur af krakkaspilunum. „Mér fannst yngsti hópurinn oft verða út undan hvað varðar skemmtiefni og lang- aði að gera þetta af sama metnaði fyrir krakkana,“ segir Björn, sem lét sér ekki nægja að gefa út eitt nýtt krakkaspil heldur þrjú. Næsta föstudag verður Björn með jólakviss í Sykursalnum í Grósku. „Það verður frítt inn og fullkomin jólastemning fyrir alla sem eru eins spurningaóðir og ég, já og líka alla hina,“ segir Björn hlæjandi. n Íslendingar sólgnir í að svara spurningum Björns Braga Björn Bragi er með kviss bæði á skjáum landsmanna, í partísal Grósku og í borðspilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Geir Finnsson, enskukennari „Ég er búinn að vera að horfa á Andor upp á síðkastið og er eiginlega bara mjög hissa á því hvað þetta er gott. Þetta eru í fyrsta lagi fleiri þættir en í öðrum Star Wars-seríum og það eru engin geislasverð, enginn máttur og enginn Svarthöfði. Þess í stað eru alvöru hlutir í húfi, þar sem spenna, pólitík og njósnir eru í algleymingi. Þetta eru raunverulega sturl- aðir þættir, sem ég held að muni ná til mun fleiri en bara Star Wars-aðdá- enda. Svona á raunveru- lega að gera sjónvarp!“ n Andor er sturlað sjónvarpsefni n Á skjánum Aðgát og örlyndi er ný þýðing á einni vinsælustu bók Jane Austen, Sense and Sensibility. Silja Aðalsteinsdóttir þýðir og skrifar eftirmála. Innbundin Rafbók „Silja þýðir þetta mjög fallega og skemmtilega ... strax orðin ein af mínum uppáhaldsbókum fyrir þessi jól.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN Stórbrotið bókmenntaverk í þýðingu Péturs Gunnarssonar sem einnig ritar formála og skýringar. Hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 22 Lífið 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.