Fréttablaðið - 14.12.2022, Page 26

Fréttablaðið - 14.12.2022, Page 26
ALLT FYRIR JÓLIN Í EINNI FERÐ Olga Lilja og Aðalheiður Magnúsdóttir, eigandi Ásmundarsalar, hittust á Jómfrúnni í vor og byrjuðu að plana jólasýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Á Jólasýningunni í Ásmundarsal má finna fjölbreytt verk eftir 32 samtíma- listamenn og ljósmyndara á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á Jólasýningunni í Ásmundar­ sal er ungum og upprennandi listamönnum teflt saman við eldri og rótgrónari. Olga Lilja Ólafsdóttir sýningarstjóri segir myndlist vera jólagjöfina í ár. tsh@frettabladid.is Jólasýningin í Ásmundarsal er hald­ in í fimmta sinn í ár og er orðin að föstum lið í aðventunni fyrir marga Íslendinga. Í þetta sinn er sýningin með nýju sniði því færri listamenn taka þátt en oft áður. „Okkur langaði svolítið að halda í þessa gömlu hefð en fara samt ein­ hverjar óhefðbundnar og skemmti­ legar, nýjar leiðir. Í fyrra þá held ég að listamennirnir hafi verið um 180 talsins og okkur langaði núna í ár að hafa annan háttinn á, þannig að við völdum 32 samtímalistamenn og ljósmyndara og náðum þá að fylgja þeim eftir í um hálft ár meðan á öllu undirbúningsferlinu stóð,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir sýningarstjóri. Sama leiðarstefið Olga Lilja segir að sýningin í ár sé ef til vill aðeins meira sýningarstýrð en áður þótt leiðarstef sýninganna sé alltaf það sama. „Hugmyndin kemur raunar frá því þegar Listvinasalurinn var hérna á sjötta áratug síðustu aldar, þá voru haldnar sýningar með sama sniði. Þá var verið að tefla ungum og upp­ rennandi listamönnum og rótgrón­ ari listamönnum saman. Það hefur haldist sem leiðarstef hjá okkur. Þótt hópurinn sé minni þá erum við með listamann eins og Klemens Hann­ igan sem var að útskrifast með BA í myndlist í vor og líka listakonu eins og Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur sem hefur starfað sem myndlistar­ maður til margra ára og hefur haldið yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum, sem dæmi.“ Að sögn Olgu Lilju voru sýning­ arnar sem Listvinasalurinn hélt á 6. áratugnum einnig sölusýningar þar sem margir af þekktustu lista­ mönnum þess tíma sýndu verk sín, svo sem Kristján Davíðsson, Jóhann­ es Kjarval og fleiri. Hittust á Jómfrúnni Hvernig var undirbúningsferli sýn- ingarinnar? „Ég og Aðalheiður Magnúsdóttir, sem er eigandi Ásmundarsalar, hittumst í vor á Jómfrúnni, sem er svolítið viðeigandi, til þess að plana jólasýningu. Þá ákváðum við hvert konseptið yrði og í framhaldinu var farið í það að teikna upp lista og vinna með listamönnunum.“ Ein stærsta breytingin frá fyrri jólasýningum er sú að nú unnu listamennirnir verk sérstaklega fyrir sýninguna í stað þess að koma með fullmótuð verk til sýningarstjóra. Olga segist samstarfið við lista­ mennina hafa verið til fyrirmyndar. „Maður er rosalega þakklátur og meyr fyrir þennan metnað sem listamennirnir hafa lagt í sýning­ una. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að fylgja þeim eftir og vinna með þeim, þetta eru allir sem einn algjörlega frábærir listamenn.“ Pósthús í Gryfjunni Í fyrri jólasýningum hefur Gryfj­ unni í Ásmundarsal verið breytt í prentverkstæði þar sem listamenn hafa fengið að spreyta sig á því að búa til prentlistaverk á staðnum. Í ár var þó hafður annar háttur á og hefur Gryfjunni verið breytt í gamaldags pósthús. „Við fórum í mjög skemmtilegt samstarf við Póstinn og erum búin að útbúa eftirmynd af pósthúsi eins og þau voru hérna á árum áður. Ég var svo heppin að geta farið í fjár­ sjóðsleit hjá Póstinum og fundið ýmsa muni sem gera rýmið trú­ verðugt og síðan fengum við til liðs við okkur nokkra listamenn og ljósmyndara sem útbjuggu sérstak­ lega kort fyrir sýninguna. Þannig að fólk getur komið í Gryfjuna, skrifað jólakort og póstlagt þau,“ segir Olga Lilja. Þá verða einnig ljósmyndarar á staðnum um helgar sem bjóðast til að taka myndir af gestum sem þeir geta svo sett í jólakortin. „Þannig að ekki er nóg með að þú getir sent póstkort heldur getur þú líka sent mynd af þér eins og fólk gerði hér áður fyrr. Við erum svo­ lítið að endurvekja þessa gömlu jólahefð,“ segir Olga Lilja. Vegleg sýningarskrá Sýningarskrá jólasýningarinnar í ár er þó ekki bara einfaldur verka­ listi eins og áður hefur verið heldur er um að ræða veglegt bókverk með viðtölum við listamennina, sýning­ artextum og myndum af verkunum. „Okkur langaði á sama tíma og við minnkuðum hópinn í ár að veita dýpri innsýn í hugarheim listamannanna. Maður hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í fullt af vinnustofuheimsóknum hjá listamönnum og það veitir svo skemmtilega innsýn í hugarheim listamannsins, þannig að okkur langaði svolítið að opna þennan heim fyrir listunnendum sem kannski alla jafna hafa ekki greitt aðgengi að vinnustofum lista­ manna,“ segir Olga Lilja. Hún bætir því við að í afgreiðslu­ borðinu í sýningarrýminu megi einnig finna ýmsa áhugaverða muni sem tengjast á einn eða annan hátt vinnuferli listamannanna. Myndlist í jólagjöf Jólasýningin var opnuð þann 3. desember síðastliðinn og segist Olga Lilja þegar hafa orðið vör við mikinn áhuga hjá fólki. „Það er búið að vera mjög mikill áhugi og gaman að segja frá því að almennt finnst mér að fólk sé að taka rosalega vel í þessu breytingu, sé rosalega þakklátt fyrir að það sé verið að gera þetta með aðeins öðru sniði í ár þannig að hvert og eitt verk fái meira að njóta sín,“ segir hún. Er myndlist jólagjöfin í ár? „Engin spurning. Ég er nú þegar búin að kaupa tvö verk af sýning­ unni sem ég ætla að gefa í jólagjöf.“ Jólasý ningin í Ásmundarsal stendur opin þar til á Þorláksmessu og samhliða sýningunni verða haldnir ýmsir viðburðir og uppá­ komur. „Svo er gaman að segja frá því að einn af listamönnunum, Styrmir Örn Guðmundsson, verður með tónleika í sýningarrýminu 21. des­ ember. Hann mun fljúga hingað frá Berlín þar sem hann býr og starfar með stáltrommu í ferðatöskunni og mun spila jólalög á stáltrommuna fyrir áhugasama,“ segir Olga Lilja. n Jólasýning með nýju sniði Maður er rosalega þakklátur og meyr fyrir þennan metnað sem listamennirnir hafa lagt í sýninguna. Hendrikka Waage hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir málverk sín af konum með eitt eyra. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Listakonan Hendrik ka Waage stendur fyrir listaverkauppboði á nýju málverki og rennur allur ágóði til styrktarsjóðsins Góðvildar. Hendrikka hefur á undanförnum árum málað verk þar sem gefur að líta konur með eitt eyra sem hafa vakið mikla athygli. Hugmyndin að þessum listaverkum Hendrikku endurspeglar hraða nútímans með gríðarlegu magni upplýsinga úr öllum áttum og að sögn hennar eru skilaboðin „þú þarft ekki að hlusta eða trúa öllu sem þér er sagt“. Nýjasta verk Hendrikku ber tit­ ilinn Serenity og er mynd af fimm konum málað með akrýl og olíu. Allur ágóði af sölu listaverksins fer til Góðvildar og verður notaður til þess að senda jólasveina ásamt gjöfum til langveikra og fatlaðra barna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað árið sem Góðvild gefur slíka gjöf og í tilkynningu kemur fram að í fyrra hafi verið mikil ánægja meðal barnanna með jólasveinana sem fóru í skóla, frístundaheimili, hvíldarheimili og víðar. Hend r ik k a seg ir verkef nið standa henni mjög nærri en frændi Hendrikku er fjölfatlaður og í fyrra þegar hún tók eftir verkefni Góð­ vildar hugleiddi hún að vera með að ári. Verk Hendrikku verður til sýnis í Gallery List, Skipholti 50, en verkið verður boðið upp á Face­ book­síðu Góðvildar og stendur uppboðið til sunnudagsins 18. desember klukkan 21.00. n Málverkauppboð Hendrikku Waage 22 Menning 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.