Fréttablaðið - 15.12.2022, Side 23

Fréttablaðið - 15.12.2022, Side 23
Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout, sem er þekktast fyrir borðabókunarkerfi sitt, er með mörg járn í eldinum en fyrirtækið, sem hefur verið í miklum vexti, er sífellt að þróa nýjar lausnir og það nýjasta eru Dineout rafrænu gjafabréfin. „Dineout var stofnað árið 2017 og byrjaði sem þróun á hugbúnaði fyrir veitingastaði. Við byrjuðum að þróa borðabókunarkerfi sem er notað á flestöllum veitingastöðum landsins og þetta kerfi er þróað af okkur alveg frá grunni. Svo kom Covid og þá fóru borða bókanirnar niður í núll þar sem veitinga- staðirnir meira og minna lokuðu. Þá var bara tvennt í stöðunni fyrir okkur. Það var annað hvort að bíða af okkur storminn og vona það besta eða nýta tímann og þróa eitthvað nýtt. Það er það sem við gerðum,“ segir Inga Tinna Sig- urðardóttir, forstjóri og stofnandi Dineout. Inga Tinna segir að Dineout hafi þróað matarpöntunarkerfi til að almenningur gæti pantað sér „take away“-mat. „Í kjölfarið þróuðum við kassa- kerfi sem er núna notað á tugum staða til þess að greiða fyrir máltíðir á veitingastöðum. Svo þróuðum við rafræn gjafabréf og ýmislegt fleira sem stuðlar að rekstri veitingastaða, kaffihúsa og ölstofa. Staðan er sú í dag að ef fólk opnar veitingastað eða er með veitingastað þá getur það fengið allar lausnir sem þarf hjá Dineout. Allar lausnirnar tala saman þannig að þær eru allar í einu kerfi og fólk getur bara valið hvað það þarf. Bæði verður utanumhald á við- skiptavinum betra ásamt því að starfsfólk þarf bara að læra á eitt kerfi fyrir allan reksturinn.“ Tilnefnt sem besta vörumerkið Inga Tinna segir að Dineout taki að sér að hanna vefsíður fyrir veit- ingahús og bari og að fyrirtækið sé hreinlega með allan pakkann. „Þegar Covid tók að dvína þá var hægt að skrúfa frá öllum okkar lausnum og það var alveg geggjað. Dineout hefur þar með tekið gríðarlegt stökk og er tilnefnt sem besta vörumerki á Íslandi. Það er gríðarlega gaman að vera í þeim fámenna hópi en það eru bara sex fyrirtæki sem eru tilnefnd. Úrslit verða ljós í upphafi næsta árs og okkur þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu að vera tilnefnd. Það sem við gerum líka er að tengja allar þessar lausnir inni á veitinga- stöðunum yfir til almennings í gegnum vefsíðu og app. Vefsíðan er dineout.is og appið er Dineout Ice- land. Þar getur almenningur bókað borð og allt fer beint inn á veitinga- staðinn í hugbúnaðarlausn okkar sem eru í tölvum og spjaldtölvum sem við útvegum stöðunum,“ segir Inga Tinna og bætir við: „Fólk fer inn á dineout.is og sér laus borð og bókar, það getur líka pantað mat, keypt rafræn gjafa- bréf á stökum stöðum og nýjungin er Dineout rafræn gjafabréf. Þau eru frábrugðin öðrum rafrænum gjafabréfum að því leytinu til að þú kaupir rafrænt Dineout gjafa- bréf sem þú getur notað á tugum staða. Þú þarft ekki bara að kaupa eitt gjafabréf sem gildir á einn ákveðinn stað heldur kaupir þú bara Dineout gjafabréf og þá getur þú valið á hvaða stöðum þú notar gjafabréfið. Þú getur notað sama bréfið á mörgum stöðum en allt fer eftir því hvaða upphæð þú átt eftir á bréfinu. Þú getur gefið bréfið annað hvort með því að gefa það rafrænt í gegnum tölvupóst eða þú getur gefið það með því að prenta það út. Þá er líka hægt að hafa sam- band við okkur og við útvegum þér bréfið í gjafaöskju sem þú getur sótt til okkar,“ segir Inga Tinna. Gjafabréfin tilvalin gjöf Hún segir þetta vera tilvalda jóla- gjöf. „Þetta er bæði tilvalin jólagjöf og gjöf fyrir fyrirtæki sem ætlar að gleðja starfsfólk sitt. Þetta er mjög fljótlegt og þú ert ekki að gera upp á milli veitingastaða. Við- komandi getur valið á milli fjölda staða og ákveðið sig sjálfur,“ segir Inga Tinna en hún segir að yfir 100 staðir verði í boði til að velja úr. „Síðan fór í loftið í dag og er aðgengileg í gegnum dineout.is,“ segir hún. Inga Tinna bendir á að á dineout. is sé hægt að styðja á jólahlað- borðshnapp en þar er hægt að sjá fjölda staða sem bjóða upp á jólahlaðborð eða jólamatseðla í hádeginu og á kvöldin. „Við erum búin að safna þessum stöðum saman og það má líka benda á að það verður áfram hægt að kaupa rafræn gjafabréf á staka staði,“ segir Inga Tinna og bætir við að rafrænu gjafabréfin hafi notið mikilla vin- sælda. „Það var mikil ásókn í gjafa- bréfin í kringum afsláttardagana í nóvember. Við vorum alveg vongóð um viðtökurnar en þær fóru fram úr okkar björtustu vonum. Þetta er að leggjast gríðarlega vel í landann. Við náðum ekki að koma Dineout rafrænu gjafabréfunum út fyrir afsláttardagana en það er betra að það gerist núna fyrir jólin og við erum viss að þau muni slá í gegn.“ Ekki verður annað sagt en að landsmenn taki Dineout vel en 570 þúsund manns settust við borð í nóvember í gegnum lausnina frá fyrirtækinu. Markaðstorgið þeirra dineout.is er það allra vin- sælasta á landinu fyrir veitinga- staði og í þessum mánuði fagna þau tíu milljónustu heimsókninni á vefsíðuna. „Það er líka fullt af ferðamönnum að nota þjónustu okkar og við erum í samstarfi við fjölda aðila sem sjá um að ferja ferðamenn til landsins. Við viljum hvetja veitingastaði til að vera með okkur í rafrænu gjafabréfunum og setja sig í samband við okkur í gegnum dineout@dineout.is og óska eftir því að fá að vera með. Við erum með gríðarlega mikið úrval, erum búin að uppfæra glæsilega heimasíðu, dineout.is, og það er fleira skemmtilegt í kortunum sem mun koma í ljós á næstu vikum,“ segir Inga Tinna. n Dineout gjafabréfin nýjasta útspilið Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Dineout, sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Dineout gjafabréfin eru bæði tilvalin jólagjöf og gjöf fyrir fyrirtæki til að gefa starfsfólki sínu. Dineout gjafabréf er hægt að nýta á tuga staða og þá getur notandinn þess vegna notað sama bréfið á mismunandi veitingastöðum. MYND/AÐSEND Fólk fer inn á dineout.is og sér laus borð og bókar, það getur líka pantað mat, keypt rafræn gjafabréf á stökum stöðum og nýjungin er Dineout rafræn gjafabréf. Inga Tinna Sigurðardóttir kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 15. desember 2022 GJAFABRÉF

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.