Fréttablaðið - 15.12.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 15.12.2022, Síða 34
Afreksferillinn getur verið miklu lengri en í flestum öðrum greinum, nema þá kannski pílu. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Föðurbróðir minn og frændi okkar, Gylfi Garðarsson frá Uppsölum í Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri mánudaginn 12. desember. Útförin verður auglýst síðar. Hafdís Pálsdóttir Ragnar Kr. Guðjónsson Guðjón Freyr Ragnarsson Sandra Sif Ragnarsdóttir Andri Bollason Hákon Heiðar Ragnarsson Aníta Ársól Torfadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón Hreinn Daníelsson Ásvegi 19, Akureyri, lést á Öldrunarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. desember kl. 13. Anna Jóhanna Þorsteinsdóttir Daníel Heiðar Guðjónsson Aðalheiður Sigurjónsdóttir Þorvaldur Garðar Guðjónsson Henrietta Kristinsdóttir Erna Björg Guðjónsdóttir Gunnar Helgi Rafnsson Adam Örn Þorvaldsson Rakel Þorgilsdóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Ragna Gunnþórsdóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 15. Skafti G. Ottesen Björn Marinó Vilhjálmsson Gunilla Carlberg Þórhildur Vilhjálmsdóttir Níels Ragnarsson Jónína Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona og móðir, Kittý Stefánsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Ólafsson Helga Ósk Ólafsdóttir Ólafur Ólafsson yngri Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og systir, María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur og skógarbóndi, lést á heimili sínu laugardaginn 10. desember. Útför hennar fer fram í Digraneskirkju miðvikudaginn 21. desember kl. 13. Guðrún Jónasdóttir Ingvi Jónasson Sigurrós Hallgrímsdóttir Nökkvi Reyr, Jónas Nói, Högni Hallgrímur og María Elena og systkini Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín B. Jónsdóttir Logafold 134, sem lést þann 17. nóvember á líknardeild Landspítalans verður jarðsungin þann 19. desember kl. 13 frá Grafarvogskirkju. Helgi Sigvaldason Elín Guðbjörg Helgadóttir Kristján Jónasson Svanfríður Helgadóttir Ellert Berg Guðjónsson Kristrún Halla Helgadóttir Þorfinnur Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðfinnur H. Pétursson yfirvélstjóri, Kleppsvegi 62, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 9. desember. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Ása Ragnarsdóttir Ragnheiður Guðfinnsdóttir Sighvatur Kjartansson Guðbjörg Guðfinnsdóttir Þórlindur Hjörleifsson Kristján Þór Guðfinnsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra Silja Kjartansdóttir Stakkahlíð 17 A, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 19. desember kl. 15. Gísli Óskarsson Kjartan Magnússon Magnús Ingi Kjartansson Erla María Sveinsdóttir María Ósk Beck Jakub Biegaj Hildur Petersen Halldór Kolbeinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðmunda Pálína Hermannsdóttir Munda frá Ysta-Mói, Sauðárhæðum, Sauðárkróki, lést á HSN Sauðárkróki, laugardaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 17. desember, klukkan 13.00. Athöfninni verður streymt frá Sauðárkrókskirkju: (https://www.youtube.com/watch?v=3KwlqYhTDIw) Jarðsett verður í Barðskirkjugarði, Fljótum. Sigurhanna Ólafsdóttir Jóhanna Petra Haraldsdóttir Jónas S. Svavarsson Linda Nína Haraldardóttir Jón Eðvald Friðriksson Lára Gréta Haraldsdóttir Magnús Sigfússon Þröstur Georg Haraldsson Guðrún Haraldsdóttir Ellen Hrönn Haraldsdóttir Gunnar Björn Ásgeirsson Stefán Logi Haraldsson Inga S. Baldursdóttir Róbert Steinn Haraldsson Erla Valgarðsdóttir Haraldur Smári Haraldsson Eydís Eysteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Í tilefni af þrítugsafmæli Keilu- sambands Íslands verður boðið upp á afmælishátíð í Egilshöll annað kvöld. arnartomas@frettabladid.is Keilusamband Íslands (KLÍ) fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu. Í tilefni þess verður boðið til afmælishátíðar í Keilu- höllinni Egilshöll á morgun þar sem verður nóg um fellur, ískrandi skósóla og skemmtiatriði. „Við ætlum að bjóða bæði núverandi og eldri keilurum, sem og þeim gestum sem vilja fagna með okkur, í afmælis- mót KLÍ,“ segir Þórarinn Már Þorbjörns- son, framkvæmda- og íþróttastjóri hjá KLÍ. „Við ætlum að gera það eins og við gerum best.“ Keiluferill Þórarins er eilítið styttri en líftími KLÍ. „Ég byrjaði allt of seint, svona í kring- um ’97,“ segir hann. KLÍ var stofnað árið 1992 en þar áður höfðu verið starfrækt nokkur keilufélög og -deildir. „Upprun- inn er eiginlega í kringum 1984 þegar Tennis- og veggboltafélag Reykjavíkur er stofnað, sem síðar var breytt í Keilu- félag Reykjavíkur.“ Þegar félögin voru orðin heldur mörg þótti eðlilegt að setja á fót einhvers konar samtök í kringum samfélagið. Þórarinn segir að samtökin hafi verið stofnuð því það þurfti að vinna að mikil- vægum málum tengdum íþróttinni. „Þetta var eina íþróttin sem var skatt- lögð af ríkinu – eina íþróttin sem þurfti að greiða virðisaukaskatt,“ segir hann. „Á þessum tíma tengdu menn keiluna meira við skemmtanahald en íþrótt. Það hefur alla tíð verið baráttumál keilunnar sem íþróttar að kljúfa sig frá skemmtanahaldinu.“ Þórarinn segir íþróttir og skemmtana- hald auðvitað geta farið saman en eins og þetta fékkst í gegn losnaði keilan við virðisaukaskattinn 1993. Jafnvægi og ró „Við erum í talsverðri lægð,“ svarar Þórarinn aðspurður um stöðu keilunn- ar í dag. „Við tókum gríðarlegan skell í Covid. Sem betur fer er töluverð aðsókn núna af ungu fólki en það vantar inn alveg heilu árgangana. Þetta er aðeins að koma til baka núna og við sjáum fram á bjartari tíma.“ Fyrir utanaðkomandi áhugafólk virðist keila þó vera einhvern veginn ódauðleg dægradvöl. „Það finnst engum leiðinlegt í keilu,“ segir Þórarinn og bendir líka á hversu vel hún henti eldra fólki. „Afreksfólk í íþróttinni keilu getur oft haldið sig nálægt toppnum til rúmlega fimmtugs. Afreksferillinn getur verið miklu lengri en í f lestum öðrum greinum, nema þá kannski pílu.“ En hvað er það sem þarf til að verða góður keilari? „Það er fyrst og fremst einbeiting, gott jafnvægi og almenn ró,“ segir Þórarinn. „Þetta er fyrst og fremst tækniíþrótt og það þarf gott jafnvægi til að ná góðu skoti, annars fer kúlan bara út um allt.“ Afmælisdagskráin hefst annað kvöld klukkan 18 og er aldurstakmark átján ára. Einnig verður boðið upp á afmælis- mót fyrir unglingana á sunnudaginn sem hægt er að kynna sér á heimasíðu KLÍ. n Það finnst engum leiðinlegt í keilu Þórarinn segist hafa byrjað allt of seint í keilu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 15. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.