Fréttablaðið - 15.12.2022, Side 42
TÓNLIST
Windbells
plata eftir Huga Guðmundsson
Flytjendur: Kammersveit
Reykjavíkur, ásamt Áshildi
Haraldsdóttur og Hildigunni
Einarsdóttur
Útgefandi: Sono Luminus
Jónas Sen
Einu sinni las ég fantasíubók sem
hefst í helvíti. Þar kveljast sálir for-
dæmdra um alla eilífð, en illu and-
arnir passa upp á að logarnir brenni
sem heitast. Á meðan er spiluð tón-
list. Þetta er eingöngu tónlist eftir
misheppnuð tónskáld, verk sem
voru í mesta lagi flutt einu sinni á
jörðinni. Sagan dæmdi þau úr leik,
en í helvíti eru þau spiluð endalaust,
hinum fordæmdu til enn meiri skap-
raunar.
Tónsmíðarnar eftir Huga Guð-
mundsson enda ekki þarna, svo
mikið er víst. Á geisladiskinum
Windbells er að finna sautján ár
af tónlist hans og ber hann ríkum
hæfileikum fagurt vitni. Verkin eru
aðgengilegri en oft er uppi á ten-
ingnum þegar nútímatónlist er ann-
ars vegar. Hefðbundnar tóntegundir
koma fyrir og laglínurnar eru gríp-
andi. Hljómarnir eru oftar en ekki
töfrandi og áferðin sem skapast af
samhljómandi röddum ólíkra hljóð-
færa er fíngerð og heillandi. Hvergi
er neitt sem er ódýrt eða klisjukennt.
Maður finnur að Huga liggur ávallt
mikið á hjarta með skáldskap sínum.
Nákvæmt samspil
Entropy er líklega klassískasta verkið
á geisladiskinum. Það er mjög fágað
og er í tveimur köflum. Hinn fyrri er
fremur fjörlegur, en sá seinni miklu
rólegri. Tónlistin varpar upp mynd
af tilvist sem byrjar í föstu formi, full
af lífi, en missir smám saman lífs-
kraftinn. Kammersveit Reykjavíkur
flytur verkin og gerir það prýðilega.
Tónarnir eru meitlaðir, tónhend-
ingarnar fagurlega mótaðar og sam-
spilið er agað og nákvæmt.
Næsta tónsmíð á geisladiskinum
er Lux, eða Ljós, og er einleikari
þar Áshildur Haraldsdóttir f lautu-
leikari. Stemningin er dularfull,
byrjunin samanstendur af leitandi,
bergmálandi f laututónum sem
líkt og f leyta kerlingar yfir gár-
óttan geim. Djúpur, síendurtekinn
hljómur myndar dáleiðandi and-
rúmsloft. Útkoman er einstaklega
áhrifamikil, eins og djúp hugleiðsla.
Tilraunakennt og leitandi
Elsta verkið hér er Equilibrium IV:
Windbells, sem er í fjórum köflum.
Það er ekki eins hnitmiðað og annað
á geisladiskinum; kannski var Hugi
þá ekki fyllilega búinn að finna sína
eigin rödd. Tónlistin er fremur til-
raunakennd, rétt eins og verið sé
að prófa hljóðfærin til að finna út
hvaða möguleika þau bjóða upp á.
Brot, sem er næst, er hins vegar
fastmótuð tónlist sem ferðast
ýmist fram eða aftur í tíma. Kafl-
arnir eru þrír, en þeir eru fleygaðir
með tveimur millispilum. Þar eru
kaflarnir á undan spilaðir aftur á
bak, með mjög annarsheimlegum
ef fektum. Raftónlist blandast
þannig á einkar áhugaverðan hátt
við formfastari kammertónlist og
er heildarútkoman afar lokkandi.
Síðasti kaf linn, Danse Macabre,
vísar til fortíðarinnar. Fiðlusólóið
í kaflanum hljómar eins og öfuga
útgáfan af sólóinu í samnefndu
verki eftir Saint-Saens, en óneitan-
lega talsvert vélrænni. Útkoman er
mjög skemmtileg.
Maður er manns gaman
Síðasta tónsmíðin er Söngvar úr
Hávamálum, þar sem Hildigunn-
ur Einarsdóttir mezzósópran
er í aðalhlutverki. Söngurinn er
hástemmdur og laglínurnar fal-
legar. Undirleikshljómarnir eru
forkunnarfagrir, og maður fær ekki
nóg af því að hlusta á fyrsta kaflann
þar sem sungið er um einmanaleika
og hve félagsskapur er mikilvægur.
Maður er manns gaman – og tónlist
er líka manns gaman, sérstaklega
hér. n
NIÐURSTAÐA: Frábær tónlist,
magnaður flutningur.
Fleyta kerlingar yfir gáróttan geim
Platan Windbells er nýjasta útgáfa tónskáldsins Huga Guðmundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hvergi er neitt sem er
ódýrt eða klisjukennt.
Maður finnur að Huga
liggur ávallt mikið á
hjarta með skáldskap
sínum.
Pussy Riot sýndi verk sitt Riot Days í
Þjóðleikhúsinu í nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
tsh@frettabladid.is
Rússneski andófslisthópurinn Pussy
Riot mun snúa aftur til Íslands í janú-
ar og halda aðra sýningu á gjörninga-
verki sínu Riot Days í Þjóðleikhúsinu
sem sýnt var við mikinn fögnuð í lok
nóvember. Sýningin er skipulögð í
samhengi við fyrstu yfirlitssýningu
Pussy Riot sem stendur nú yfir í
Kling & Bang en aukasýningin verð-
ur haldin 15. janúar 2023, sama dag
og sýningin í Kling & Bang klárast.
Í fréttatilkynningu frá Þjóðleik-
húsinu segir: „Áhorfendur sýndu
gríðarlega sterk viðbrögð á sýning-
unni í nóvember. Sýningin, sem
er sambland af tónleikum, gjörn-
ingalist og pólitískum viðburði,
snart gesti Þjóðleikhússins djúpt og
hreyfði við þeim á kraftmikinn hátt.
Nú gefst þeim sem misstu af í nóv-
ember tækifæri til þess að sjá þessa
mögnuðu sýningu.“
Riot Days hefur verið sýnd víðs
vegar um Evrópu og hlotið mikla
athygli og lof. Sýningin var að hluta
til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu
nú á vordögum, rétt eftir að Maria
„Masha“ Alyokhina, forsprakki
hópsins, f lúði Rússland hingað til
lands undan klóm ríkisstjórnar
Pútíns meðal annars með aðstoð
Ragnars Kjartanssonar myndlistar-
manns.
Í viðtali við Fréttablaðið í nóv-
ember síðastliðnum lýsti Masha
Alyokhina verkinu Riot Days svo:
„Það lítur út eins og tónleikar með
vídeólist en þetta er meira en bara
tónleikar. Þetta er á mörkum tón-
listar, leikhúss, heimildarmyndar
og með nokkrum óútreiknanlegum
pörtum af performans. Í grunninn
er þetta stefnuyfirlýsing og fólk má
búast við baráttuköllum.“ n
Pussy Riot kemur aftur
Verkið Riot Days hefur
verið sýnt víðs vegar
um Evrópu og hlotið
mikla athygli og lof.
K
AV
IT
A
30 Menning 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ