Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 44
Festist í Eyjum í þrjár nætur Rami Harven Gallego kom til Íslands tvisvar á þessu ári. Seinna skiptið tók hann meðal annars brúðkaupsmyndir af ókunnugum. Hann segir Ísland magnaðan stað og segir stórkostlega ferðasögu. odduraevar@frettabladid.is „Seinni ferðin mín til Íslands þetta árið var stórkostleg!“ segir ljósmynd- arinn Rami Harven Gallego sem ferðaðist hringinn í kringum Ísland á dögunum með hópi ókunnugra og tók meðal annars brúðkaupsmyndir. Fréttablaðið ræddi við Rami í aðdraganda ferðarinnar og þá sagðist hann vongóður um að finna brúðhjón sem væru til í að sitja fyrir á mögnuðum brúðkaupsmyndum í íslenskri náttúru. „Við lentum í svo margvíslegum ævintýrum. Ég fór með vini mínum Stefáni, við elskum útivist og að taka myndir af nátt- úrunni.“ Rami segir nokkur augnablik hafa staðið upp úr í Íslandsferðinni. „Við festumst í Vestmannaeyjum í þrjár nætur út af óveðri. Svo neyddumst við til að breyta ferðaplönum út af vegalokunum í kjölfar óveðurs og sváfum í bílunum okkar á tjald- stæðum,“ segir Rami. Hann segir þá félaga hafa elt norðurljósin 90 prósent tímans í ferðalaginu sínu án árangurs. „Þar til í blálokin þá sáum við þau loksins,“ segir Rami sem bætir því við að þau hafi verið mögnuð. Þá hafi það komið vel á óvart að sjá hreindýr á miðjum vegi. „Það gekk nánast á okkur á miðjum vegi á meðan við keyrðum einhvers staðar fyrir suðaustan.“ Rami segist hafa kynnst góðu fólki á ferðalaginu. „Ég er uppruna- lega frá Filippseyjum og er vanari heitu hitabeltisloftslagi og strönd- um,“ segir Rami hlæjandi. Hann segist heillast af stöðum þar sem er kalt í lofti og því hafi hann búið í Kanada undanfarin ár. „En ég er alveg ástfanginn af Íslandi. Það var ekki spurning að mig langaði aftur þegar ég fór fyrr í haust svo ég keypti mér bara miða strax,“ segir Rami sem bætir því við að það séu þrjár ástæður fyrir því að hann elski Ísland. „Eitt: Ég er ljósmyndari og lands- lag Íslands er klárlega paradís lista- mannsins. Miðnætursólin í sumar og norðurljósin á veturna. Magn- aðir jöklar og eldfjöll sem þú finnur bara á Íslandi. Númer tvö er klárlega lífsreynslan. Þessi tilfinning sem þú færð þegar þú stendur á fjallstoppi eða upplifir sól, rigningu og snjó allt á einum degi. Það er þessi tilfinn- ing að þú sért að krossa eitthvað af bucket-listanum.“ Rami segir hið þriðja vera íslensku þjóðina. „Íslendingar eru svo gestrisnir og einstaklega hlýir. Það er líka stórt samfélag aðfluttra Filippseyinga sem tók okkur opnum örmum og aðstoðaði okkur á ferða- laginu.“ n Nokkrar af myndunum sem Rami tók á ferð sinni um landið. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Um 30 uppskriftir að sjölum og barnateppum – sem eru eins báðum megin Falleg gjöf handa prjónaranum Bæði einfaldar uppskriftir fyrir byrjendur sem og flóknari fyrir vana prjónara Seldist upp hjá útgefanda. Endurprentun komin í verslanir. 32 Lífið 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.