Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 46

Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 46
Þá sagði hún að heim- urinn þyrfti ekki á fleiri leikstjórum að halda. Við þurfum framleiðendur. Svo fékk ég hálftíma fyrir- lestur um af hverju ég ætti að verða fram- leiðandi. Arnar Benjamín AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is 1 Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir3 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 07. desember - 13. desember 5 Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson Katrín Jakobsdóttir Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Eden Auður Ava Ólafsdóttir Tól Kristín Eiríksdóttir Kyrrþey Arnaldur Indriðason Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Hamingja þessa heims Sigríður Hagalín Keltar Þorvaldur Friðriksson Bannað að ljúga Gunnar Helgason 2 Spennumyndin The Mother the son the rat and the gun frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Framleiðandi myndar- innar segir eftirminnilegt samtal við kollega í faginu hafa vakið áhuga hans á fram- leiðslu umfram leikstjórn. ninarichter@frettabladid.is Kvikmyndaframleiðandinn Arnar Benjamín Kristjánsson útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012. „Ég framleiddi fyrstu kvik- myndina mína Reykjavik Porno árið 2016. Hún var sýnd á fullt af hátíðum og gekk vel þar, en ég held að það hafi komið þrjátíu manns á hana í bíó hérna,“ segir Arnar og hlær. Næst lá leið Arnars í MET Film School í London sem er hluti af Uni- versity of West London. „Ég lærði þar framleiðslu og viðskiptafræði.“ Þegar Arnar kom heim frá Bretlandi höfðu stjórnendur Zik Zak samband og buðu honum vinnu. „Ég er búinn að vera í framkvæmda- og fjármála- stjórnarverkefnum hjá þeim síðan,“ segir hann. The Mother the son the rat and the gun er að sögn Arnars búin að vera aðgengileg alls staðar, nema hér á landi. „Okkur langaði að sýna hana á Íslandi líka og gefa fólki séns á að sjá hana. Myndin hefur gengið mjög vel á Norðurlöndum og verið aðgengileg á streymisveitunni Viaplay.“ Leikstjóri myndarinnar heitir Philip Staal og er bekkjarbróðir Arnars frá London. „Skólinn okkar var í Ealing Studios, sem er elsta kvikmyndaver Evrópu. Skólinn er með Stage 5, þar sem margar gamlar klassískar myndir hafa verið skotn- ar.“ Ladykillers frá árinu 1955 er þar á meðal. „Svo var verið að skjóta The Darkest Hour með Gary Oldman þegar ég var þar í námi.“ Arnar segir Philip hafa komið að máli við hann með bíómynd á prjónunum. „Hann sagðist ekki nenna að bíða í tíu ár eftir að gera bíómynd. Hann var búinn að fara yfir IMDb hjá mér og búinn að sjá að ég hafði gert myndir eins og Reykja- vik Porno og Grimmd fyrir engan pening,“ segir framleiðandinn. Að sögn Arnar samþykkti hann boðið um leið. „Ég kunni vel við Philip og svo fannst mér spennandi að prófa að gera mynd í London.“ Aðspurður um dæmigert verkefni á borði framleiðanda svarar hann: „Það var miklu erfiðara að fá leyfi til að gera hluti. Hérna heima er bara hægt að hringja í lögregluna og þau lána manni bíla. Úti er það miklu erfiðara og kostar fullt af pening. Það eru líka reglur í London að ef þú ert með þrífót úti á götu þarftu að fá leyfi.“ Hefur það ekki áhrif á tíðni hand- held-mynda í London? „Jú, ég myndi segja það. En það sem aðallega kom mér á óvart var til dæmis þetta með leikarana. Við auglýstum þetta sem low-budget mynd þar sem var ekki mikið borgað. En samt voru svo margir leikarar sem sóttu um að fá að vera með. Hérna heima er mjög erfitt að fá leikara,“ segir Arnar. „Þessi mynd fjallar um það, þegar maður sem er yfir glæpagengi er myrtur og konan hans tekur við. Það er einhver svona rotta – upp- ljóstrari innan glæpagengisins. Fyrri helming myndarinnar er verið að finna út hver rottan er og í miðri mynd snýst það við. Þá fáum við að sjá það frá sjónarhóli uppljóstrar- ans,“ segir Arnar. „Þegar ég var nemi fór ég í starfs- þjálfun hjá Zik Zak og mætti vin- konu minni Birgittu Björnsdóttur framleiðanda. Hún spurði: Hvað er planið? Ég sagði henni að mig lang- aði að verða leikstjóri. Þá sagði hún að heimurinn þyrfti ekki á f leiri leikstjórum að halda. Við þurfum framleiðendur. Svo fékk ég hálf- tíma fyrirlestur um af hverju ég ætti að verða framleiðandi,“ segir Arnar og hlær. „Það seldi mér þetta eiginlega, þannig að ég hef ekki haft neinn áhuga á að leikstýra síðan. Ef mynd- in f loppar kennir enginn mér um það. En það er stress að halda utan um peninga og svona.“ Þú hlýtur að vera góður í því? „Já, ég held það,“ segir Arnar Benjamín léttur í bragði. n Leikstjórnin fékk að víkja fyrir framleiðslu á hálftíma Arnar Benjamín er framleiðandi The Mother the son the rat and the gun sem frumsýnd er í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/NÍNA Taylor Swift varð 33 ára í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ninarichter@frettabladid.is Dómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá málsókn á hendur tón- listarkonunni Taylor Swift, þar sem hún er ásökuð um textaþjófnað í slagaranum Shake It Off. Lagahöfundarnir Sean Hall og Nate Butler héldu því fram að popp- stjarnan hefði stolið textanum úr popplaginu Playas Gon’ Play sem flutt var af bandinu 3LW árið 2000. Swift þvertók fyrir að hafa vitað af laginu. Dómari vísaði málinu frá „í heild sinni“ á mánudag, er segir í umfjöllun BBC um málið. Swift sagðist einvörðungu hafa sótt í eigin reynsluheim við texta- smíðarnar og sagðist oft hafa notað orðasambönd og orðatiltæki sem hún heyrði út undan sér við texta- smíðar á ferlinum. Haft er eftir blaðamanni Variety að málsaðilar hafi „komist að samkomulagi“ um að vísa málinu frá. Taylor Swift fagnaði 33 ára afmæli sínu á þriðjudag í hljóðveri. „Ég myndi ekki vilja hafa daginn neitt öðruvísi,“ sagði poppstjarnan í færslu á Instagram, alsæl með aldeilis góða viku. n Máli á hendur Taylor Swift vísað frá Shake it off er vin- sælasti smellur Taylor Swift frá upphafi. Lagið kom út á plötunni 1989 árið 2014 og var tilnefnt til þriggja Grammy-verðlauna. 34 Lífið 15. desember 2022 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.