Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 26

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 26
Heyvinnuvélar eru nú mikið notaðar í sveitum, til mikils hagræðis fyrir bænd- ur. Á myndinni sést sláttur með sláttuvél. heyja á lífsbaráttuna, ætlið þið að flýja erfiði og ábyrgð hins starfandi manns? Ég vona — ykk- ar vegna og vegna þjóðarinnar allrar — að svarið verði neitandi. Og þið getið verið þess fullviss, að ekkert hlutverk er göfugra, ekkert hlutskipti samboðnara æsku ykkar og viljaþreki en starf framleiðandans. Kjósið ykk- ur því þann stað í lífsbaráttu þjóðarinnar, kjósið erfiði og á- byrgð, hita og þunga vinnudags- ins — kjósið framleiöslustörfin. Kjósið framleiðslustörfin af þeirri einföldu, en veigamiklu á- stæðu, að með því að helga þeim krafta ykkar, eigið þið mikilsverð- asta þáttinn að því að varðveita helgustu eign þjóðarinnar og dýr_ mætasta arfinn, sem eldri kyn- slóðin lætur ykkur eftir — frelsið. Myndirnar með greininni tók Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari. tJ P 1» T I I F J A L L A Þó að nú sé nokkuð um liðið síðan ljóðabók Sigurðar Jónssonar bónda að Arnarvatni, Upp til fjalla, kom út, tel ég ekki ástæðulaust að vekja á henni athygli með nokkrum orðum. Sigurður er fyrst og fremst skáld sveitanna og sveitalífsins. Og þó að Sigurður segi margt vel á þeim vettvangi, ber hið alkunna kvæði, Sveitin mín, af öðrum kvæðum Sigurðar inn sama eða skylt efni. Það kvæði er líka svo sérstætt og einstakt, að það vildu árezðan- lega „allir kveðið hafa“. Mörg önnur kvæði í bók Sigurðar eru athyglisverð og full ástæða til að gefa þeim gaum. Hann túlkar hina ólíku fegurð vorsins og vetr- arins, störf húsmóðurinnar fá réttmæta viðurkenningu í Ijóðum hans, hann lýsir náttúru landsins, áhrifum frá einmanalegu ferðalagi og eftirmæli hans sýna spaka hugsun. Sigurður er einyrki og má sjá þess vott í kvæðum hans. En hann er bjartsýnn eigi að síður og á sterka trú á lífið. Hann ann sveit sinni og sveitalífinu og kvæði hans eru til sóma fyrir íslenzka bændastétt. Gunnar Þóröarson.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.