Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 25
líkingu. — Hernaður, sem svíkst
undan merkjum á þýðingarmikilli
stund, er hiklaust sakfelldur fyrir
skort á drengskap, fyrir kjark-
leysi og vöntun á manndómi.
Hann er sakfelldur fyrir að hafa
brugðizt heilagri skyldu.
Það fólk, sem nú tekur þátt í
frelsisstriði íslendinga, heyir bar-
áttu sína á örlagastund. Marg-
háttaðir erfiðleikar hindra sókn
þeirra. Erfiðleikar, sem öllum eru
kunnir og því ástæðulaust að
rekja hér. Meðal örðugleikanna,
sem þetta fólk á við að stríða, er
mannfœð hersins sjálfs, fylking
þeirra, sem hafa helgað fram-
leiðslunni krafta sína er of þunn.
Ef ekki tekst að sigrast á þeim
meinum, sem þjá íslenzka fram-
leiðslu, ef ekki tekst að f jölga her-
mönnunum — auka framleiðsluna
— er sögu þjóðarinnar lokið. Hún
getur þá ekki lengur séð fyrir sér,
ekki hagnýtt sér náttúruauð
landsins og möguleika. Eitthvert
stórveldi tekur þjóðina undir sinn
„verndarvæng“. íslenzkt þjóðerni,
tunga og menning þurrkast út.
Það er því nauðsynlegra nú en
nokkru sinn áður, að enginn skor-
ist undan merkjum, bregðist
skyldu sinni. Nú, fremur en
nokkru sinni fyrr, þarf á öllu liði
og öllum kröftum að halda. Eng-
inn má snúa baki við starfsins
önn, enginn má flýja það erfiði,
sem er grundvöllur þjóðfélagsins,
enginn kjósa fremur að vera
Á síðari árum hefir notkun véla, hesta
og ýmiskonar nýtízku landbúnaðarverk-
færa farið hraðvaxandi við atvinnu-
reksturinn í sveitum landsins. Á mynd-
inni sést herfing með hestum.
framfærður á annarra kostnað í
höfuðborg landsins heldur en
taka hiklausan og djarfmannleg-
an þátt í frelsisstríði þjóðarinnar.
Það má enginn kjósa flóttann af
þeirri einföldu ástæðu, að þá er
úti um sókn og vörn og þjóðin
glötuninni ofurseld. Flóttamenn-
irnir bjarga heldur ekki sjálfum
sér, því að jafnan kemur þeirra
misvitra ráðstöfun harðast niður
á þeim sjálfum.
Ég vil að lokum spyrja unga
fólkið, karla og konur, sem fram
til þessa hefir unnið að fram-
leiðslustörfum: Ætlið þið að
bregðast heilagri skyldu, ætlið þið
að svíkjast undan merkjum, yfir-
gefa þann vettvang, sem feður
ykkar og mæður hafa kosið að
103