Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 39

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 39
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA og verzlun voru jafnan talin eftir- sóknarverð lífsgæði, en fremur litið á þau sem aukahlunnindi til stuðnings aðalatvinnuvegi lands- ins heldur en sjálfstæðar at- vinnugreinar. Hvernig sú menn- ing var, sem á liðnum öldum grundvallaðist á þessum hugsun- arhætti og þeirri aðstöðu, er nokk- uð kunnugt af allri sögu þjóðar okkar. En sumir þættir hennar hafa engan veginn verið rann- sakaðir svo sem skyldi og því síður verið vakin athygli nútíðarmanna á því, hvað það var í okkar sveita- menningu, sem orkaði því, að halda lífinu í þjóðinni gegnum hörmungar liðinna alda og vernda þrátt fyrir allt hið sterka og góða ættareðli, sem einkenndi það fólk, er landið byggði í upphafi. Þrír aðalþættir hafa verið uppi- staðan í sveitamenningu fyrri tíma. Þeir eru þessir: Sögumenn- ing, íþróttamenning og atvinnu- og fjármálamenning. Um hina fyrrtöldu þætti er meira kunnugt og það af eðlilegum orsökum. Ávextir þeirra hafa skapað ódauð- lega frægð þeirra manna, sem fremstir stóðu í þeim greinum. Ávextir sögumenningarinnar eru okkar alkunnu fornsögur, sem fram á þennan dag eru taldar þjóðinni mest til ágætis, enda að ýmsu leyti beztu ritverk, sem enn hafa komið út á íslenzka tungu. íþróttamenning fyrri alda hefir án efa verið mjög fullkomin og bera sögurnar um það ljósastan vott, hve margir voru fyrirmyndar íþróttamenn, ekki einasta í vopnaburði, heldur einnig í glímu, sundi, knattleik o. fl. Þetta hvort tveggja varpar björtum geislum á okkar fornu sveitamenningu í hugum allra nútíðarmanna, sem um það hugsa, og miðar til þess, að sveitalíf fyrri alda er sveipað nokkrum ævintýraljóma, sem marga hefir laðað til ítarlegri rannsókna. Um atvinnu- og fjármálahætti í sveitum okkar lands, fyrr og síðar, hefir minna verið ritað og vitneskjan því að sumu leyti í tæpasta lagi um ýmis atriði á því sviði. Þau efni eru þó engu að síður markverð og væri mikil þörf á, að okkar fræðimenn rannsök- úðu sem bezt allt það, sem gefur leiðbeiningar á því sviði. Það þarf að sýna fram á, hvað það er, sem hefir veitt styrkinn og getur orðið til fyrirmyndar. Að minni ljómi hefir hvílt yfir þeim greinum í okkar menningu, er sprottið af þeirri eðlilegu orsök, að hún hefir fyrst og fremst miðazt við það, að fólkið gæti lifað án ánauðar en minna við hitt, að skapa var- anleg mannvirki, er stæðu um ókomnar aldir og veittu eftirkom- andi kynslóðum stuðning í lífs- baráttunni. Þó nú að vitneskjan í þessum efnum sé svo takmörkuð sem raun ber vitni, þá vitum við þó, hverjar hafa verið sterkustu 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.