Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 62

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 62
VAKA 1. árgaugur . 2. ársfjórðungur Ekkert tímarit hefir komið út hér á landi, sem er eins aðlaðandi og Vaka. Þakka ég það fráganginum, brotinu og hinu fjölbreytta, velvalda efni“ (Ólafur Jóh. Jónsson). — „Ég hefi ekki orðið var við annað en allir væru ánægðir með ritið“.(Þór Þóroddsson). — „Yfir efni Vöku hvílir hollur og hressandi blær, sem er nýmæli nú á tímum, og frágang- urinn er prýðilegur". (Gunnar Þórðar- son). — „Ég hafði ekki lesið nema ávarpsorð ritsins, þegar ég varð ákveð- in i að kaupa það. Eins og ritið fer af stað, er sem andi hlýjum, friðsælum and- vara eftir stormviðri hinna pólitísku flokksblaða, sem rugla dómgreind les- endanna ... Vaka þarf að verða fjöllesn- asta og vinsælasta rit á landinu". (R. Thorarensen). — „Mér líkar ritið vel að efni og frágangi og er ánægður, ef svo fer fram sem fyrjað er“. (Njáll Þórðar- son). Þessar setningar eru teknar af handa- hófi. Önnur bréf, blaðadómar munn- legar umsagnir hafi hnigið í sömu átt, og sum kveðið sterkara að orði en hér er gert. Aðfinnslum hefir naumast verið hreyft. Fyrirspurnir tii le«en«lanna tt aka beinir eftirfarandi spurningum ’ til lesenda sinna og væntir þess, að sem allra fæstir látið undir höfuð leggjast að svara þeim fljótt og greið- lega: 1. Viljið þér að Vaka birti sögur? Og ef svo er, að hve miklu leyti viljið þér að ritið flytji sögur og hvort kjósið þér heldur smásögur eða framhaldssög- ur? 2. Hvað kysuð þér að greinar í Vöku væru að jafnaði langar? 3. Æskið þér eftir að ritið flytji eitt- hvert sérstakt efni? (Svörin skal senda ritstjóranum). 140 Alþing og flokkar Safnritið „Vaka“ telur ætlunarverk sitt að ræða þjóðfélagsmál og menning- ar, vaka yfir frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar og verja ríkjandi þjóðskipulag. Ritið hlýtur að láta sig varða skipun æðstu stofnunar þjóðarinnar, Alþingis, Grundvöllur skipunar Alþingis er nú „lög um kosningar til Alþingis, nr. 18, 25. jan. 1934.“ Samkvæmt lögum þeim eru kosningar alþingismanna ramm- skorðaðar við stjórnmála/Zofcfca, og því flokkakosningar. Þar af leiðir að eðlilegt er, að þingmaður hver sé fulltrúi þess flokks, er hefir kosið hann, allt kjör- tímabilið. En víki þingmaður úr kjör- flokki sínum ætti þingmennsku hans jafnframt að vera lokið; og sama ætti eðlilega að gilda, sé stjórnmálaflokkur, er þingmann hefir kosið, lagður niður; því ekki er eðlilegt, að þingmaður sé fulltrúi flokks, sem hann er úr vikinn, né flokks, sem ekki er lengur til, eða flokks, sem engan alþingismann hefir kosið, þótt þingmaður gangi í slíkan flokk. En um þetta er ekkert ákveðið í lögunum. Á Alþingi hefir sú (ó)regla verið upp tekin, gagnvart þingmanni viknum úr kjörflokki sínum, að telja hann „utan- flokka“ þingmann og láta hann njóta réttinda á þinginu því samkvæmt. Þetta virðist þó bert brot á anda og stefnu kosningalaganna, sem aðeins ákveða kosningar í flokki eða utanflokka. Á annan hátt getur enginn öðlazt rétt til setu á Alþingi. Réttur utanflokka þing- manna getur því ekki öðrum borið en þeim, sem hlotið hefir kosningu utan- flokka. Enginn þingmaður er nú þannig kosinn. Við kosningar til Alþingis síðast hlaut svonefndur „Kommúnistaflokkur" einn þingmann kosinn og tvo uppbótarþing- menn („doriur"). Flokkur þessi var „lagður niður“ síðastliðið haust. Þing- menn hans, og eitthvað af flokksmönn- um þeirra, hafa gengið í nýmyndaðan flokk, ásamt einum þingmanni viknum úr svonefndum „Alþýðuflokki", og nokkr- um fyrri flokksmönnum hans. En ekki

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.