Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 54

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 54
VA14 A /. drgangur . 2. ársfjórðungur sömu tedósirnar staðið á hillunum svo öldum skipti, hver á sínum ákveðna stað. Li naut mikillar virðingar meðal þorpsbúa og það var ávallt gefinn mikill gaumur að orðum hans. Nú sat hann á sínum venjulega stað í miðstofu hússins, hægra megin við borðið, sem stóð fyrir miðjum innri vegg stofunnar. í dag var hann klædd- ur sínum beztu fötum í tilefni af heimkomu sonar síns. Hann var horaður og húð hans var gulbleik af opiumnautn, því að Li reykti opium. En hann neytti þess ekki í óhófi eins og ómenntaðir og ruddalegir menn gera, heldur ör- lítils á ákveðnum tíma dagsins. Hann hafði því ekki orðið að lúta í lægra haldi fyrir þessari nautn, eins og svo margir aðrir. Hún hafði aðeins fengið hörundi hans þennan sérkennilega litarhátt og ráðið holdafarinu. Gagnvart Li, vinstra megin við borðið, sat kona hans, móðir einkasonar hans. Hún hafi eign- azt fjögur börn, en aðeins þetta eina var nú á lífi. Það var yngsta barnið og hún unni því mjög. Gamla konan hefði áreiðanlega ekki getað gert sér í hugarlund, að hægt væri að neita einkasyni hennar um nokkurn skapaðan hlut. Það hefði ekki verið viðeig- andi, og það, sem ekki var við- eigandi, var í augum gömlu kon- unnar óhugsandi. Þó var hún töluvert skapbráð, og baráttulaust 132 lét hún sjaldan hlut sinn fyrir manni sínum eða syni. Eigi að síður sat hún nú í stól, sem var nákvæmlega eins og stóll manns hennar að öðru leyti en því, að hann stóð lægra, og hún var full- komlega þögul eins og sæmdi góðri eiginkonu, því að hún hefur ekki máls á neinu að fyrra bragði, þegar eiginmaðurinn er viðstadd- ur. Gömul vinnukona, nálega jafngömul og frúin sjálf, stóð við aðra hlið hennar. Hún hélt á messingpípu í hendinni, og í hvert sinn, sem gamla frúin rétti út höndina, kveikti hún í örlítilli tóbakskúlu, sem hún hafði hnoð- að af mikilli vandvirkni og lagt í haus pípunnar. Gamla frúin tók síðan við pípunni, dró tvisvar að sér reyk úr henni og rétti hana síðan aftur til vinnukonunnar. Þetta endurtók sig með stuttu millibili. Vinnukonan gamla fram- kvæmdi sinn hluta af því alltaf með jafnmikilli nákvæmni og virtist naumast þreytast. Ef aska slæddist niður á hinn gráa silki- kjól húsmóður hennar, dustaði hún hana ávallt mjög vandlega burtu með sínum hrukkóttu fingr- um. Á lægri stól fyrir framan gömlu frúna sat tengdadóttir þeirra hjónanna. Hún var enn ekki þrí- tug að aldri þessi kona, sem hvorki var frí né ófríð. Andlitsdrættir hennar voru smágervir og reglu- legir og hendur hennar voru óvið-

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.