Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 39

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 39
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA og verzlun voru jafnan talin eftir- sóknarverð lífsgæði, en fremur litið á þau sem aukahlunnindi til stuðnings aðalatvinnuvegi lands- ins heldur en sjálfstæðar at- vinnugreinar. Hvernig sú menn- ing var, sem á liðnum öldum grundvallaðist á þessum hugsun- arhætti og þeirri aðstöðu, er nokk- uð kunnugt af allri sögu þjóðar okkar. En sumir þættir hennar hafa engan veginn verið rann- sakaðir svo sem skyldi og því síður verið vakin athygli nútíðarmanna á því, hvað það var í okkar sveita- menningu, sem orkaði því, að halda lífinu í þjóðinni gegnum hörmungar liðinna alda og vernda þrátt fyrir allt hið sterka og góða ættareðli, sem einkenndi það fólk, er landið byggði í upphafi. Þrír aðalþættir hafa verið uppi- staðan í sveitamenningu fyrri tíma. Þeir eru þessir: Sögumenn- ing, íþróttamenning og atvinnu- og fjármálamenning. Um hina fyrrtöldu þætti er meira kunnugt og það af eðlilegum orsökum. Ávextir þeirra hafa skapað ódauð- lega frægð þeirra manna, sem fremstir stóðu í þeim greinum. Ávextir sögumenningarinnar eru okkar alkunnu fornsögur, sem fram á þennan dag eru taldar þjóðinni mest til ágætis, enda að ýmsu leyti beztu ritverk, sem enn hafa komið út á íslenzka tungu. íþróttamenning fyrri alda hefir án efa verið mjög fullkomin og bera sögurnar um það ljósastan vott, hve margir voru fyrirmyndar íþróttamenn, ekki einasta í vopnaburði, heldur einnig í glímu, sundi, knattleik o. fl. Þetta hvort tveggja varpar björtum geislum á okkar fornu sveitamenningu í hugum allra nútíðarmanna, sem um það hugsa, og miðar til þess, að sveitalíf fyrri alda er sveipað nokkrum ævintýraljóma, sem marga hefir laðað til ítarlegri rannsókna. Um atvinnu- og fjármálahætti í sveitum okkar lands, fyrr og síðar, hefir minna verið ritað og vitneskjan því að sumu leyti í tæpasta lagi um ýmis atriði á því sviði. Þau efni eru þó engu að síður markverð og væri mikil þörf á, að okkar fræðimenn rannsök- úðu sem bezt allt það, sem gefur leiðbeiningar á því sviði. Það þarf að sýna fram á, hvað það er, sem hefir veitt styrkinn og getur orðið til fyrirmyndar. Að minni ljómi hefir hvílt yfir þeim greinum í okkar menningu, er sprottið af þeirri eðlilegu orsök, að hún hefir fyrst og fremst miðazt við það, að fólkið gæti lifað án ánauðar en minna við hitt, að skapa var- anleg mannvirki, er stæðu um ókomnar aldir og veittu eftirkom- andi kynslóðum stuðning í lífs- baráttunni. Þó nú að vitneskjan í þessum efnum sé svo takmörkuð sem raun ber vitni, þá vitum við þó, hverjar hafa verið sterkustu 117

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.