Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 6
ser@frettabladid.is SAMGÖNGUR Vegalokanir af völdum ófærðar á fjölförnustu heiðum og þjóðleiðum landsins eru tíðari á síðustu árum en löngum áður. Þetta staðfesta tölur Vegagerðar- innar sem sýna lokanir vegna veð- urs á Holtavörðuheiði, Hellisheiði og Reykjanesbraut í að minnsta kosti tvær klukkustundir á undan- förnum áratug. Báðum heiðunum var lokað um tuttugu sinnum í upphafi ársins 2015, sem var met á þeim tíma, en það var slegið á Holtavörðuheiði á sama tíma 2020 og á Hellisheiði á fyrri hluta yfirstandandi vetrar, rétt eins og grafið sýnir sem fylgir þessari frétt. Sérstaka athygli vekur hvað Reykjanesbrautin hefur lokast oft á allra síðustu árum, en þar er kom- inn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og lífæðin á milli höfuðborgarsvæð- isins og Keflavíkurflugvallar. Hann lokaðist fjórum sinnum undir lok síðasta árs í meira en tvær klukku- stundir, þar af einu sinni í röskan sólarhring í síðustu vikunni fyrir jól. Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, sem fór yfir þessa tölfræði á Fréttavaktinni á Hring- braut í gærkvöld segir meginástæðu þessara tíðu og löngu lokana vera þá að Vegagerðin grípi ekki nógu fljótt inn í atburðarásina. Loka þurfi þessum leiðum fyrr svo vegheflar geti athafnað sig áður en ökumenn smábíla hætti sér inn í jarðkófið og tefji fyrir snjóhreinsun. n Akureyringar eru ósáttir við að Landsnet leggi áherslu á loftlínu á viðkvæmum kafla í þéttbýli Akureyrar. Landsnet ber við tækniatriðum og virðist deilan í hörðum hnút. bth@frettabladid.is AkUReyRi Urgur er meðal íbúa á Akureyri vegna andstöðu Lands- nets við að jarðstrengur verði lagður innan þéttbýlismarka Akureyrar norðan Rangárvalla sem hluti af Blöndulínu 3. Bæjarstjórn Akur- eyrar og Landsnet funda á morgun vegna deilunnar. Á samfélagsmiðlum hefur orðið umræða um að loftlína í grennd við Móahverfi myndi skerða tæki- færi bæjarins til byggingarfram- kvæmda. Einnig yrðu neikvæð sjón- ræn áhrif og þá kunni heilsu íbúa jafnvel að vera hætta búin. Er vísað til rannsóknar sem læknatímaritið Lancet birti um tengsl hvítblæðis og búsetu í nánd við háspennustrengi. Alþingi hefur mótað stefnu um lagningu raf lína og samþykkt þingsályktun. Þar segir að regla um hámarkskostnaðarmun milli loft- línu og jarðstrengs gildi ekki þegar um sé að ræða skilgreint þéttbýli. Ein af megináherslum stefnu stjórn- valda er að setja raflínur í jörðu þar sem það er fjárhagslega hagkvæm- ast og í þéttbýli. Landsnet hafði áður gert ráð fyrir að jarðstrengur yrði nýttur síðasta spölinn inn á tengivirki við Rangár- velli. Stefnubreyting hefur komið heimafólki á óvart. Landsnet teflir fram rökum um tæknilegar áskor- anir er varði styrk raforkukerfisins. Þá virðist sem kostnaður við línu- kaf lann sé meira en þrefaldur ef hann fer í jörð, miðað við loftlínu. Halla Björk Reynisdóttir, formað- ur skipulagsráðs á Akureyri, segir að bæjarstjórn Akureyrar muni funda með Landsnetsfólki á morgun, fimmtudag, til að fara yfir stöðuna. „Við höfum haldið stefnu stjórn- valda á lofti, þar sem segir að lína í þéttbýli skuli eftir fremsta megni vera lögð í jörðu, enda eru hags- munir verulegir þegar horft er til framtíðaruppbyggingar og þróunar bæjarins,“ segir Halla Björk. „Heilsufarsleg áhrif eru síðan annað mál, þar sem óvissa ríkir um áhrifin. Inn í þá umræðu vantar betri gögn,“ segir hún. Steinunn Þorsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsnets, segir að fundurinn verði nýttur til að fara yfir álit Skipulagsstofnunar. „Við hjá Landsneti fáum ekki séð að álitið breyti niðurstöðu okkar um ákvörðun um aðalvalkost,“ segir Steinunn. Hún segir ákvörðun Landsnets um aðalvalkost byggja á ítarlegum greiningum og rannsóknum. Miðað við gildandi skipulagsáform Akur- eyrar hamli aðalvalkostur Blöndu- línu 3 ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð aðalskipulagsins. Mikilvægt sé að Landsnet og Akureyrarbær vinni saman að ásættanlegri lausn um tilhögun línunnar til skemmri og lengri tíma. n Sérstaka athygli vekur hvað Reykjanesbrautin hefur lokast oft á allra síðustu árum. Bílslys eru algeng á Indlandi en þetta slys þykir einstaklega hrottalegt. Við höfum haldið stefnu stjórnvalda á lofti, þar sem segir að lína í þéttbýli skuli eftir fremsta megni vera lögð í jörðu. Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjar- ráðs Akureyrar Funda með Landsneti og vilja háspennulínu í jörð Blöndulína 3 er mikið mann- virki sem mun hafa mikil áhrif, bæði jákvæð og neikvæð, eftir því sem fram hefur komið í mati á fram- kvæmdinni. Steinunn Þor- steinsdóttir, upplýsingafull- trúi Landsnets helgisteinar@frettabladid.is iNdlANd Tvítug kona lést á Ind- landi á nýársdag þegar bíll keyrði á vespu hennar er hún var á leið heim úr vinnunni. Konan vann sem við- burðastjóri í höfuðborginni Nýju- Delí þar sem slysið átti sér stað og hafa fimm verið handteknir í tengslum við málið. Bílslys eru algeng á Indlandi en þetta slys hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal almennings í ljósi þess hve hrottalegt það var. Indverska lögreglan segir að öku- maður bílsins og farþegarnir fjórir hafi keyrt í nokkra kílómetra eftir áreksturinn og hafi bíllinn dregið lík konunnar með sér. Mennirnir halda því fram að tónlistin í bílnum hafi verið of há fyrir þá til að heyra öskur konunnar. Dagblaðið The Indian Express greindi frá því að lík konunnar hafi verið dregið eftir veginum í tæpa klukkustund og hringdu að minnsta kosti fimm vitni í lögregluna áður en líkið fannst. Indverjar eru einn- ig undrandi á því að slysið hafi gerst á sama tíma og nýársfögnuður stóð yfir og þúsundir lögreglumanna voru úti á götum borgarinnar. n Reiði á Indlandi eftir hrottalegt bílslys Blöndustöð Norðurárdalur Mælifellsdalur Varmahlíð Vatnsskarð Héraðsvötn Öxnadalsheiði Öxn ad al ur Hörgárd alur Akureyri 20 22 25 20 15 10 5 0 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 n Holtavörðuheiði n Hellisheiði n Reykjanesbraut Lokanir vegna veðurs a.m.k. 2 klst. Vegalokanir á heiðum og þjóðleiðum tíðari en áður kristinnpall@frettabladid.is VAtíkANið David Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, verð- ur viðstaddur jarðarför fyrrverandi páfans Benedikts XVI. á morgun. Þetta staðfestir Tencer í samtali við Fréttablaðið en þjóðarleiðtogar Íslands verða ekki viðstaddir jarðar- förina þar sem það barst ekki opin- bert boðsbréf. Benedikt var 95 ára þegar hann lést en hann lét af störfum sem páfi árið 2013 vegna slæmrar heilsu. Frans páfi, sem tók við embættinu af Benedikt, mun sjá um útförina en það verður í fyrsta sinn sem arftaki stýrir útför páfa. Tugir þúsunda manna hafa vottað Benedikt virðingu sína undan- farna daga og fer jarðarförin fram á morgun. Aðeins Ítalía og Þýska- land verða með sendinefnd þjóðar- leiðtoga á staðnum en talsmenn frá forsetaembætti Íslands, forsætis- ráðuneytinu og Biskupsstofu sögðu að það yrði enginn á þeirra vegum í útförinni. n Tencer viðstaddur jarðarför Benedikts Hundruð þúsunda látast í umferðinni á Indlandi á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Í dag er þriðji og síðasti dagurinn sem almenningur getur vottað Benedikt XVI. páfa virðingu sína. Útförin fer fram á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy Teikning af Móahverfi sem er núna í uppbyggingu. MyNd/AkuREyRARBæR Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur 6 Fréttir 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.