Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 18
Orkan sem við
fáum úr matnum
er orka sem endist
lengur yfir daginn.
Hanna Þóra Helgadóttir,
matarbloggari, viðskipta-
fræðingur og flugfreyja
hjá Icelandair, kolféll fyrir
ketó-mataræðinu og er enn
jafn hugfangin af því fjórum
árum síðar.
thordisg@frettabladid.is
„Þegar ég byrjaði á ketó var ég
komin á þann stað að ég þurfti að
léttast fyrir bætta heilsu. Nú fjór-
um árum síðar er ég enn jafn ást-
fangin af þessum lífsstíl og öllum
girnilega matnum sem honum
fylgir. Það hefur verið skemmti-
legt og gefandi að gefa öðrum inn-
sýn í ketó-lífsstílinn og svo hefur
fólk tileinkað sér það sem það vill
úr uppskriftunum mínum. Sumir
fara alla leið, á meðan aðrir eru til
dæmis að minnka aðeins sykur-
eða hveitineysluna sína. Í grunn-
inn er þetta matur sem allir geta
borðað,“ segir Hanna Þóra.
Hvað þýðir að aðhyllast ketó?
Hanna Þóra svarar því.
„Að vera á ketó-mataræði
þýðir að við innbyrðum minna
af kolvetnum og meira af fitu yfir
daginn. Með því kemst líkaminn
í ástand sem kallast ketósa og fer
að brenna eigin líkamsfitu til að
nýta sem orku. Við sleppum sykri,
hveiti og matvælum sem inni-
halda mikið af sterkju. Orkan sem
við fáum úr matnum er orka sem
endist lengur yfir daginn.“
Hanna Þóra segir fólk iðulega
vandræðast með hvernig það
eigi að hugsa út fyrir brauðið en
sjálf gerir hún sér oft portobello-
sveppa-pitsu í hádeginu, sem
er f ljótlegt að útbúa. Hún gefur
lesendum uppskrift að gómsætri
ketó-pitsunni sinni og frosnu
jógúrtsnakki sem einnig er ketó. n
Ketó-krásir eru matur sem allir geta borðað
Hanna Þóra Helgadóttir hefur gefið mörgum innsýn í ketó. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dýrindis ketópitsa með portobello-
sveppum. MYNDIR/HANNA ÞÓRA
Gómsætt, frosið jógúrtsnakk.
Pitsa með
portobello-sveppum
Portobello-sveppir
Hvítlaukskrydd
Pitsasósa (velja sósu sem inni-
heldur sem minnst kolvetni)
Pitsaostur
Álegg eftir smekk
Oregano / pitsakrydd
Leggið sveppina í eldfast mót.
Stráið hvítlaukskryddi ofan á
sveppina, áður en þið setjið pitsa-
sósu yfir botninn. Það gefur svepp-
unum gott bragð og lokaútkoman
verður enn betri. Setjið næst ost og
álegg eftir smekk og kryddið eftir
smekk. Bakið sveppina við 200°C í
ofni, eða þar til osturinn er bráðn-
aður. Einnig má setja sveppina í
airfryer, ef þið eigið til slíka græju.
Frosið jógúrtsnakk
Það er einfalt að útbúa frosið
jógúrtsnakk sem er gott að eiga
tilbúið í frystinum þegar löngun
kviknar í gott og nærandi milli-
mál. Það má setja alls konar gotterí
ofan á snakkið og það geymist vel í
boxi í frystinum.
1 dós hrein grísk jógúrt
5-6 stevíu-dropar (veljið bragð
eftir smekk)
3 msk. rjómi
Hrærið jógúrti saman við rjóma og
stevíu-dropa. Smyrjið blöndunni
á bökunarpappír með sleikju og
toppið eftir smekk.
Tillaga að ketó-vænum
toppi ofan á jógúrtsnakkið
Jarðarber, skorin niður í sneiðar
Bláber
Sykurlaust súkkulaði, smátt skorið
Möndluflögur
Heslihnetukurl
Karamellu síróp, sykurlaust
Pekanhnetur
Hrafnhildur hefur starfað
sem einkaþjálfari hjá World
Class í um 17 ár. Hún þjáðist
af ristilvandamálum og
bakflæði í áratugi vegna
meðgönguógleði, sem
orsakaði sjö mánaða upp-
köst.
Fyrir tæplega fjórum árum fór
Hrafnhildur Hákonardóttir í
ristilspeglun vegna óþæginda í
ristli og meltingarvandamála.
„Ristillinn hafði verið til trafala
í 25 ár frá því ég var ólétt. Á með-
göngunni ældi ég daglega í um sjö
mánuði. Eins eðlilegur hlutur og
ólétta er fyrir kvenlíkamann eru
sjö mánuðir af uppköstum ekkert
grín fyrir líkamsstarfsemina.
Ég hlaut af þessu varanlegar
skemmdir á vélinda sem orsaka
bakflæði. Einnig hafði þetta
slæm áhrif á ristilinn, sem hafði
þau áhrif að ég fór að finna fyrir
verkjum í baki og líkamanum
öllum. Ég hafði lengi tekið inn
ýmis magalyf og alltaf þurft að
passa hvað ég borðaði af hveiti- og
mjólkurvörum, en það tók mig
nokkur ár að átta mig á að þessar
matartegundir færu illa í mig.
Mér var ráðlagt að taka inn
magnesíum til þess að koma jafn-
vægi á meltinguna og róa ristilinn.
Ég prufaði nokkrar tegundir
en þær hentuðu mér ekki. Til
allrar hamingju var mér bent á
magnesíum með fjallagrösum frá
ICEHERBS, en fjallagrös eru mjög
mýkjandi. Nú hef ég tekið magn-
esíumblönduna í um fjögur ár
og aldrei liðið betur. Ég er komin
með sléttan maga og meltingin er
komin í hið stakasta lag. Með því
að taka reglulega inn magnesíum
með fjallagrösum get ég jafnvel
leyft mér að svindla, því ég veit
fátt betra en að geta fengið mér
pasta og hvítlauksbrauð á góðum
degi. Við bakflæðinu tek ég hósta-
mixtúru með fjallagrösum frá
ICEHERBS. Mixtúran er bragðgóð
og mjúk í hálsi og hjálpar mér að
sofa eins og engill,“ segir Hrafn-
hildur.
Einstök blanda
Magnesíumskortur er eitt stærsta
lýðheilsuvandamál sem við
glímum við í nútímanum. Magn-
esíum er eitt mikilvægasta stein-
efni í líkamanum og kemur við
sögu í yfir 300 efnaskiptum, allt
frá slökun vöðva- og taugakerfis-
ins, virkni hjarta- og æðakerfisins
og í upptöku steinefna. Magn-
esíum blandan frá ICEHERBS er
einstök á heimsvísu og inniheldur
magnesíum citrate og handtínd,
íslensk fjallagrös. Fjallagrösin
og magnesíumið virkar saman á
einstakan hátt. Fjallagrösin mýkja
meltinguna og magnesíum eykur
upptöku á steinefnum úr fjalla-
grösunum. Magnesíum citrate er
eitt fárra bætiefna sem er gott að
taka inn að staðaldri, en það er
mjög erfitt að fá nægt magnesíum
úr fæðunni. Þá er mælt með að
þeir sem stunda líkamsrækt taki
magnesíum reglulega.
Áhrif magnesíums
Magnesíum stuðlar að eðlilegri
vöðvastarfsemi og er talið bæta
gæði svefns og draga úr fótapirr-
ingi og sinadrætti. Þá stuðlar
magnesíum að því að draga úr
þreytu og lúa.
Magnesíum er einnig notað í
meðhöndlun meltingarvanda-
mála. Það eykur vatnsinntöku í
meltingarkerfið sem auðveldar
líkamanum að melta og losa
hægðir. Þá er magnesíum einnig
hreinsandi og hefur góð áhrif á
ristilinn. Það stuðlar líka að eðli-
legri starfsemi taugakerfisins.
Leyndarmál frá náttúrunni
Fjallagrösin hafa öldum saman
verið notuð sem náttúruleg
heilsujurt á Íslandi. Þau eru rík
af steinefnum og stuðla að heil-
brigðri þarmaflóru. Þá eru fjalla-
grös vatnslosandi og minnka bjúg.
Fjallagrös innihalda einnig trefjar
sem mynda mýkjandi himnu
á slímhúð í maga sem bætir og
mýkir meltinguna.
Hrein náttúruafurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna í
hreina neytendavæna vöru fyrir
viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS
leggjum áherslu á að framleiða
hrein og náttúruleg bætiefni sem
byggja á sjálfbærri nýtingu nátt-
úruauðlinda. Við viljum að vör-
urnar okkar nýtist viðskiptavinum
okkar, að virkni skili sér í réttum
blöndum og að eiginleikar efnanna
viðhaldi sér að fullu. Þá notum við
enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í nýrri
vefverslun á www.iceherbs.is.
Kemur ró á ristilinn
Magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS hefur hjálpað Hrafnhildi
Hákonar dóttur mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
4 kynningarblað A L LT 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR