Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 2
Okkur fannst æðislegt
að við vorum fyrsta
fólkið í morgun sem sá
Goðafoss í drifhvítum
vetrarhamnum.
Nancy og Tom Lynch,
bandarískir ferðamenn
Það eru stórir og breið-
ir flekar á hreyfingu.
Sveinn Brynjólfs-
son, ofanflóða-
sérfræðingur
Ógn að ofan
Grýlukerti hafa myndast víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og eru sum þeirra svo stór og voldug að það stafar hreinlega hætta af þeim fyrir vegfar-
endur. Með hlýnandi tíð hafa ruðningar fallið af þökum. Það er á ábyrgð húseigenda að fjarlægja grýlukerti sem geta skapað hættu. Fréttablaðið/Ernir
Hlynur M. Jónsson á milli hjónanna Nancy og Tom Lynch. Fréttablaðið/bÞ
Leiðsögumenn á Íslandi þurfa
að spila eftir eyranu þegar
ekki er hægt að komast með
ferðamenn að náttúruperlum
vegna snjóa. Hið óvænta getur
þó orðið mesta ævintýrið.
bth@frettabladid.is
þingeyjarsveit Hjónin Nancy og
Tom Lynch, bandarískir ferðamenn
á vegum Kensington Tours, segja að
hinn harði vetur og ýmsar breyting-
ar á skipulagðri dagskrá vegna snjóa
hafi orðið þeim blessun en ekki böl.
Leiðsögumaður hjónanna segir
mikilvægt að impróvísera þegar
ófærð rústar fyrir fram skipulagðri
dagskrá.
Þau Nancy og Tom komu 30.
desember síðastliðinn til landsins
og hafa verið á ferðinni síðan. Þau
áttu leið um Baðlónið í Mývatns-
sveit í vikunni og þótt þau kæmust
ekki til að skoða náttúruperlur
þann dag, svo sem Dimmuborgir,
vegna ófærðar sögðu þau svoleiðis
vendingar ekki skipta nokkru máli.
„Óveðrið hefur engin neikvæð
áhrif haft á okkar ferð, það er mjög
vel séð um okkur þótt leiðsögu-
maðurinn hafi ansi oft þurft að
skipta um áætlun. Það er ævintýri
að njóta Íslands á þessum árstíma,“
segja Nancy og Tom.
Þau segjast hafa átt von á allt ann-
arri veröld en heima hjá sér í Suður-
Karólínu þar sem alltaf er hlýtt og
sandskaf lar í stað snjóskaf la. Því
hafi tíðin ekki komið þeim sérstak-
lega á óvart.
„Okkur finnst allt alveg meiri
háttar hérna. Ekki síst maturinn.
Við reynum að borða sem mest af
fiski á litlum lókal stöðum. Plokk-
fiskur er í sérstöku uppáhaldi, við
forðumst að fá okkur pitsu!“
Leiðsög umaður bandar ísk u
hjónanna, Hlynur M. Jónsson, segir
að ferðalagið teygist um allt Ísland.
Hlynur segir að það færist í vöxt að
erlendir kúnnar kaupi sér hágæða-
þjónustu með einkaleiðsögumanni
og bílstjóra. Ferðir verði oft per-
sónulegri og skemmtilegri fyrir
vikið.
„En þetta veður hefur auðvitað
verið mjög sérstakt, allur þessi snjór
og þetta mikla frost um daginn.
Þetta er auðvitað áskorun og maður
þarf að impróvísera grimmt,“ segir
Hlynur. „Við erum ekki bara á plani
b í dag, við erum á plani c,“ segir
Hlynur hlæjandi.
Nancy hrósar Hlyni á hvert reipi.
„Okkur fannst æðislegt að við
vorum fyrsta fólkið í morgun sem sá
Goðafoss í drifhvítum vetrarhamn-
um, fyrsta fólkið sem tók myndir af
þessum fallega fossi í dag. Allt var
svo óspjallað og hreint, fönnin drif-
hvít, það var frábært,“ segir Nancy.
Amerísku hjónin viðurkenna þó
að aðkoman í Keflavík hafi verið
nokkuð drungaleg þegar þau litu
Ísland augum í fyrsta skipti. Ekki
þó þannig að á þau hafi runnið tvær
grímur.
„Síðan er þetta bara búið að vera
stórkostleg upplifun,“ segir Tom og
brosir framan í blaðamann Frétta-
blaðsins áður en hann skellir sér í
jarðbaðið. n
Njóta ófærðarinnar þó að
dagskráin fari úr skorðumbth@frettabladid.is
samgöngur Alexander Jónasson,
starfsmaður Vegagerðarinnar, hafði
í mörgu að snúast þegar rofaði til
eftir mikla snjókomu í Þingeyjar-
sýslu í gær.
Alexander vann við að koma
niður nýjum vegastikum í Mývatns-
sveit er Fréttablaðið bar að garði en
stikurnar verða oft fyrir hnjaski á
þessum árstíma.
Vegurinn í Dimmuborgir var ófær
en snjómoksturstæki á staðnum
einbeittu sér að því að ryðja stofn-
æðar.
Fara þarf talsvert langt aftur í
tímann til að finna annað eins vetr-
arríki og verið hefur síðustu daga
að sögn heimamanna í Mývatns-
sveitinni. n
Vegstikur lagfærðar í Mývatnssveit
Alexander Jónasson kemur fyrir
nýjum vegastikum í Mývatnssveit.
Fréttablaðið/bÞ
ser@frettabladid.is
nÁttÚruvÁ Greinilegur óstöðug-
leiki er í snjóalögum víða á Trölla-
skaga og hafa fjölmörg meðalstór
snjóflóð fallið þar síðustu daga, þar
á meðal í Hlíðarfjalli, Hörgárdal,
Öxnadal, norðan Dalvíkur og við
austanverðan Siglufjörð.
„Það eru stórir og breiðir f lekar
á hreyfingu,“ segir Sveinn Brynj-
ólfsson, ofanflóðasérfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands, en næsta þykkt
snjóalag sem myndast hafi á síðustu
vikum liggi á ísalögum sem þést
hafi frá því fyrr um haustið.
„Fjallaskíða- og vélsleðamenn
verða að hafa sérstaka gát á aðstæð-
um vegna þessa,“ segir Sveinn enn
fremur, en f lóðin sem runnið hafi
síðustu daga hafi fallið á hefð-
bundnum stöðum upp til heiða og
dala.
„En þetta er snjóflóðahrina sem
við fylgjumst með,“ segir Sveinn
Brynjólfsson. n
Snjóflóðahrina
á Tröllaskaga
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
2 Fréttir 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið