Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 22
Einhver spurði einhvern tíma hvenær maður vissi að maður hefði samið smell. Það er nú bara þegar allir syngja með. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Jónas Þórir og Örn Árnason skemmta eldri borgurum í Kópa- vogi með dægurlögum Sigfúsar Halldórssonar næsta föstudag. arnartomas@frettabladid.is Félagarnir Jónas Þórir og Örn Árnason stíga saman á stokk í Salnum í Kópavogi á föstudag. Tónleikarnir eru ætlaðir eldri borgurum í Kópavogi en þar munu þeir félagar f lytja ástsæl dægurlög Sigfúsar Halldórssonar undir yfirheitinu Amor og asninn. Þá situr bara eftir spurningin, hvor er hvað? „Við erum eiginlega ekki búnir að ákveða það ennþá, en það getur vel verið að við séum báðir Amor og asn- inn,“ svarar Jónas Þórir hlæjandi. „Við ákváðum að leggja það bara í hendurnar á tónleikagestunum,“ bætir Örn við. Sigfús átti auðvelt með að semja gríp- andi lög og ættu flestir að þekkja slagara hans á borð við Litlu fluguna, Tondeleyó og Vegir liggja til allra átta. Áform um tónleikana hafa verið nokkuð lengi á prjónunum hjá þeim Erni og Jónasi sem miðuðu upphaflega við stórafmæli Sig- fúsar. „Við höfum verið að pæla í þessu alveg frá 2019 og það stóð eiginlega til að vera með þetta á aldarafmæli Sigfúsar sem hefði verið 7. september 2020. Það auð- vitað varð ekki,“ útskýrir Jónas. „Þetta er eiginlega bara síðbúin heiðrun til Sig- fúsar.“ Glaðværð og góðvild Á tónleikunum mun Örn miðla alls konar fróðleik og sögur um Sigfús og textahöf- undana sem hann hefur tekið saman og spjalla við tónleikagestina. En hvað er það við lög Sigfúsar sem gerir það að verkum að þau lifa enn svo góðu lífi í íslenskri dægurlagamenningu? „Fyrir það fyrsta þá er hann alveg of boðslega lýrískur og svo var hann rosalega skemmtilegur,“ útskýrir Jónas. „Ég hafði þá ánægju að vera vinur hans og gerði með honum plötu þar sem hann syngur og ég spila. Þetta var eldgömul plata þegar ég var ungur maður.“ „Þetta var þegar Jónas var enn þá með hár,“ skýtur Örn inn. „Sigfús var mjög mikið ljúfmenni og öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann. Lögin hans lifa vegna þess að þau fara inn í mann. Maður fer ósjálfrátt að raula þau.“ Til þess að mála upp enn skýrari mynd af manngerð Sigfúsar stekkur Örn til og grípur í gagnrýni á myndlistarsýningu hans frá 1998. „Í einni gagnrýni um sýningu sem hann var með árið 1998 segir: „Horn- steinar Sigfúsar eru fjórir: Djúp list- hneigð, fegurðarþrá, glaðværð og góðvild. Þessir eiginleikar hans gera Sigfús Hall- dórsson, minnisstæðan, kæran og allra manna velkomnastan.“ Ekki amaleg meðmæli á ferilskrána, það. „Nei, alls ekki! Glaðværð og góð- vild – það er það sem honum tekst að koma fyrir í tónlistinni sinni,“ segir Örn. „Manni líður svo vel, bæði að syngja hana og að hlusta. Einhver spurði einhvern tíma hvenær maður vissi að maður hefði samið smell. Það er nú bara þegar allir syngja með!“ Frumflutningur flugunnar Jónas rifjar þá upp söguna af því þegar Litla flugan var fyrst spiluð í útvarpinu á sunnudegi. „Síðan var Fúsi að labba niður Lauga- veginn á mánudegi þegar hann heyrir tvær stúlkur flauta lag fyrir framan hann. Hann sagðist hafa verið lengi að átta sig á því hvaða lag þetta var áður en hann átt- aði sig á að það væri Litla flugan.“ „Það þurfti að spila lagið tvisvar í útvarpinu vegna einhverrar rafmagns- bilunar, en það var nóg til þess að allir lölluðu þetta!“ bætir Örn við og hlær. n Amor og asninn Ekki er komið á hreint hvor sér Amor og hvor sé asninn. Mynd/Aðsend Öld var liðin frá fæðingu Sigfúsar 7. sept- ember 2020. 1465 Jöns Bengtsson Oxenstierna biskup sigrar Karl Knútsson Bonde í orrustu á ís við Stokkhólm. 1643 Enski vísindamaðurinn Isaac newton fæddur. 1642 Enska borgarastyrjöldin hefst með því að Karl 1. Englands- konungur reynir að láta handtaka fimm þingmenn. 1896 Utah er tekið inn sem 45. fylki Bandaríkjanna. 1917 Fyrsta íslenska ráðuneytið undir forsæti Jóns Magnússonar tekur til starfa. 1951 Kóreustríðið: Kín- verjar og Norður- Kóreumenn hertaka Seúl. 1958 Edmund Hillary kemst á suðurpólinn. 1960 Fríverslunarsamtök Evrópu eru stofnuð í Stokk- hólmi. 1991 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir með- ferð Ísraela á Palestínumönnum. 1994 Mikill samdráttur verður í herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. F-15 orrustuþotum er fækkað úr 12 í 4, hlustunar- og miðunarstöð lokað og hermönnum fækkað um tæplega 400 í áföngum. 2004 Spirit, könnunarfar NASA lendir á Mars. 2006 Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tekur tímabundið við völdum. n Merkisatburðir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðfinnur H. Pétursson yfirvélstjóri, Kleppsvegi 62, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 9. desember. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Ása Ragnarsdóttir Ragnheiður Guðfinnsdóttir Sighvatur Kjartansson Guðbjörg Guðfinnsdóttir Þórlindur Hjörleifsson Kristján Þór Guðfinnsson barnabörn og barnabarnabörn Hólmfríður Aðalsteinsdóttir frá Laugavöllum, er látin. Útför verður í Háteigskirkju fimmtudaginn 5. janúar klukkan 11. Helga, Þorsteinn og Berglaug Skúlabörn tengdabörn og barnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Rósa Pálsdóttir kennari á Siglufirði og Akureyri, síðast til heimilis að Blöndubakka 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. desember síðastliðinn. Útför hennar verður frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. Eiríkur Páll Eiríksson Guðrún Jónasdóttir Hrafnkell Eiríksson Herdís Eiríksdóttir Brynjar Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Jón Þórðarson húsasmíðameistari, Åkarp, Svíþjóð, lést á heimili sínu, í nærveru nánustu fjölskyldu, þann 29. desember. Útför hans mun fara fram í Burlövs gamla kyrka í Suður-Svíþjóð. Guðríður Anna Theódórsdóttir Særún Jónsdóttir Krister Persson Þórey Jónsdóttir Sigurhans Karlsson Óðinn Jónsson Anette Jonsson Brúnó Jónsson Maria Heintz barnabörn og barnabarnabörn Erla, Þórður B., Óli H. og Oddur Þórðarbörn og fjölskyldur Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Vala Jakobsdóttir Eiðistorgi 5, lést á Landspítala, Fossvogi, 1. janúar 2023. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vala Jóhannsdóttir Magnús Nielsson Hrefna Björk Jóhannsdóttir Kolbeinn Kolbeinsson Heiðveig Jóhannsdóttir Guðmundur H. Finnbjarnarson Atli Karl Pálsson Sólborg Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn TímamóT FréTTAblAðið 4. janúar 2023 mIÐVIKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.