Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2023 thordisg@frettabladid.is Enn eru blessuð jólin og í dag er ellefti dagur jóla. Margir luma á góðum kjötafgöngum sem hægt er að nota í gómsætar tartalettur sem er mikill uppáhaldsmatur hjá mörgum og gaman að njóta á rómantískum jólakvöldum sem nú. Vinsælt er að brytja niður hangi- kjöt í tartalettur með kartöflum og baunum í uppstúf eða nota afgang af hamborgarhrygg eins og góða skinku í hátíðartartalettur með aspas og Óðalsosti. Einnig má nota tartalettur undir sætmeti og í raun hvað sem maginn og munnur girnast. Himneskar hátíðartartalettur 250 g Óðals Tindur 200 g skinka eða hamborgar- hryggur 4 msk. majónes 2 msk. 18% sýrður rjómi 1 msk. Dijon-sinnep 1 dós aspas í bitum 2 msk. aspassafi 10 tilbúnar tartalettuskeljar Hitið ofn í 180°C. Rífið ostinn með grófu rifjárni og setjið í skál. Skerið kjötið í litla bita og setjið saman við. Hrærið afganginum af hráefnunum saman og blandið vel. Skiptið fyllingunni í tíu tarta- lettuskeljar og bakið í um 12 til 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og tekið á sig fallegan, gull- brúnan lit. n Heimild: gottimatinn.is Tartalettur um jól Tartalettur eru lostæti og tilvaldar í jólaafgangana. mYnd/gottimatinn.is Andrea Kristín Gunnarsdóttir er þakklát fyrir að fóturinn hafi bjargast eftir hjólaslysið í Króatíu. Hún er þakklát fyrir að geta ferðast og gengið enda hefur hreyfing alltaf verið henni mikilvæg. Hér er hún á göngu með hundinn sinn hann Púka. Fréttablaðið/ernir Kollagenið frá Feel Iceland átti stóran þátt í batanum Andrea Kristín Gunnarsdóttir, 56 ára Mosfellingur og þriggja barna móðir, var ansi nálægt því að missa annan fótinn eftir að hún lenti í örlagaríku hjólaslysi í Króatíu. Hún þakkar meðal annars kollageninu frá Feel Iceland fyrir að svo fór ekki. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.