Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 10
Til að færa okkur yfir á
næsta fasa er ljóst að
við þurfum að tífalda
stærð fyrirtækisins.
Þórarinn Sigurðsson,
stofnandi Garden
Það að fá helmingsaf-
slátt af áfengisgjöldum
myndi auðvelda lífið
mikið fyrir smáfram-
leiðendur.
Laufey Sif
Lárusdóttir, for-
maður Samtaka
íslenskra hand-
verksbrugghúsa
Veitingastaðir og bjórfram-
leiðendur á Íslandi sjá fram á
töluverðar verðhækkanir í ár í
tengslum við hækkun áfengis-
gjalda. Fjármálaráðherra
hefur áður sagt að breyta þurfi
áfengisgjöldum fyrir veitinga-
hús. Formaður Samtaka
íslenskra handverksbruggara
kallar eftir breytingum.
helgisteinar@frettabladid.is
Um áramótin tók gildi 7,8 pró-
senta hækkun á áfengisgjaldi. Að
sama skapi var dregið úr afslætti í
tollfrjálsum verslunum sem leiddi
til 15 prósenta hækkunar á áfengi
í fríhöfninni. Veitingamenn og
framleiðendur segja hækkunina í
ár koma til með að hafa íþyngjandi
áhrif nema stjórnvöld grípi inn í.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra hefur áður sagt að skattar
á áfengi væru komnir að ystu mörk-
um. Það var hans skoðun að Íslend-
ingar ættu að vera með sambærilegt
verð og önnur lönd og að taka þyrfti
áfengisgjöldin til endurskoðunar
eða breyta áfengisgjöldum fyrir
veitingahús.
„Við þurfum líka að styrkja veit-
ingahúsin, þau eiga að auka fjöl-
breytnina og bæta menninguna.
Við höfum öll notið góðs af því að
fá f leiri ferðamenn og þetta gerir
lífið einfaldlega skemmtilegra að sjá
veitingastaði og matsölustaði þríf-
ast. Ef við erum með of há áfengis-
gjöld þá er minna svigrúm eftir til
rekstrarins,“ sagði Bjarni.
Ólafur Örn Ólafsson veitinga-
maður segist leiður yfir því að
horfa fram á tímabil mikilla verð-
hækkana á nýju ári. Hann undrast
að aukin áfengisgjöld virðist vera
eina úrlausnin til að auka tekjuflæði
ríkissjóðs.
„Okkar álagning á áfengi er
nánast eingöngu skatttengd. Ef við
kaupum vínf lösku á tvö þúsund
krónur þá er skatturinn í kringum
70 prósent. Það mun núna taka við
tímabil hækkana sem er mjög leið-
inlegt af því við vitum að við erum
að selja dýra vöru,“ segir Ólafur.
Laufey Sif Lárusdóttir, formaður
Samtaka íslenskra handverksbrugg-
húsa, segir að það þurfi einnig að
huga að framleiðendum. Hún vill
að íslenska ríkið beiti sér fyrir þeirri
heimild innan EES-samningsins að
veita smáframleiðendum allt að 50
prósenta afslátt af áfengisgjöldum.
Hún segir að það muni skipta sköp-
um fyrir lítil fyrirtæki, mörg hver
sem keppa við stærri aðila sem eru
í mun betri stöðu hvað auglýsingar
varðar.
„Það að fá helmingsafslátt af
áfengisgjöldum myndi auðvelda
lífið mikið fyrir smáframleiðendur
en Ísland er eina landið innan EES
sem ekki hefur tekið þessa reglu-
gerð upp til að aðstoða litla fram-
leiðendur.“
Hún bætir við að margir hand-
verksbruggarar á Íslandi séu oftar
en ekki að sinna annarri vinnu
samhliða framleiðslu. „Þetta er hug-
sjónastarf, þetta er frumkvöðlastarf
og þeir eru búnir að vera haldnir
mikilli fórnfýsi að vera að standa
í þessu við ómögulegar aðstæður.
Þér finnst bara alltaf eins og það sé
verið að vinna gegn þér í staðinn
fyrir með þér.“
Áfengisgjöld eru skilgreind í hag-
fræðinni sem syndagjöld sökum
þeirra áhrifa sem varan hefur á ein-
staklinginn sem neytir hennar og
aðra. Hún er sammála að áður fyrr
hafi ríkt óhófsdrykkja, en bendir á
að það byrjaði ekki með bjórnum.
„Í dag erum við að komast á þann
stað að við viljum styðja við íslenska
bjórframleiðslu og lítum á þetta
sem menningu sem þarf að heim-
sækja,“ segir Laufey. n
Áfengisgjöld eiga ekki að vera eina úrlausnin
Ólafur Örn segir að mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar og horfir björtum augum á nýja árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ggunnars@frettabladid.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Garden, sem
þrír Íslendingar stofnuðu í Berlín
fyrir fjórum árum, hefur lokið fjár-
mögnun sem mun gera fyrirtækinu
kleift að tífaldast að stærð. Hug-
mynd Garden gengur út á að gera
forritun skemmtilega á ný.
Þórarinn Sigurðsson stofnaði
fyrirtækið ásamt Jóni Eðvald
Vignissyni og Eyþóri Magnússyni
en hugmyndin spratt í raun upp
úr samtölum þeirra um hvernig
umhverfi í hugbúnaðargerð hefði
breyst á síðustu árum.
„Ég er sjálfur forritari og það
skemmtilegasta við að vera forrit-
ari er að sjá afraksturinn lifna við.
Málið er bara að bilið á milli þess-
arar sköpunar og þess sem síðan
verður að veruleika hefur verið að
breikka á síðustu árum.“
Aðallega, að sögn Þórarins, vegna
þess hve kerfin eru orðin stór og
flókin.
„Þegar ég byrjaði að forrita þá gat
maður bara keyrt kerfin á fartölv-
unni. Séð samstundis hvernig allt
virkaði. En í dag eru þetta orðnar
svo margar einingar að það er alls
ekki sjálfgefið að forritari geti séð
afrakstur erfiðisins með einföldum
hætti.“
Og þetta vill Garden leysa. Auð-
velda hugbúnaðarteymum fyrir-
tækja að halda yfirsýn og koma í
veg fyrir sóun á verðmætum.
„Það er bara ekki eins gaman að
vera forritari í dag og það var hér
áður fyrr. Og það er mjög hættuleg
þróun því góðir forritarar eru dýrir.
Ef þeir eru pirraðir í starfi þá finna
þeir sér eitthvað annað að gera.“
Nú fjórum árum eftir að hug-
mynd þeirra félaga varð til er
Garden orðið að þrjátíu manna
fyrirtæki með höfuðstöðvar í Berl-
ín. Viðskiptavinum fjölgar hratt og
lausnir fyrirtækisins hafa laðað að
sterka fjárfesta.
„Hugmyndin á bak við Garden
gengur út á að leysa vandamál í
frekar flóknum heimi. En við fórum
ekkert af stað með fullar hendur fjár
og það var ákveðið átak að koma
þessu á koppinn, ég get alveg viður-
kennt það.“
Lykilatriðið hafi þó verið, segir
Þórarinn, að strax í upphafi hafi
sterkir fjárfestar haft mikla trú á
hugmyndinni og fyrirtækinu.
„Við vorum komnir með vöru sem
sem við gátum byrjað að selja árið
2021. Í framhaldinu fengum við svo
inn fleiri fjárfesta og kláruðum fjár-
mögnun.“
Í dag segir Þórarinn fyrirtækið
standa á ákveðnum krossgötum.
Næstu mánuðir muni skera úr um
það hvort Garden springi út og
hvort þeim félögum takist að láta
upphaflegu hugmyndina verða að
veruleika.
„Til að færa okkur yfir á næsta
fasa er ljóst að við þurfum að tífalda
stærð fyrirtækisins og við erum
að undirbúa það stökk um þessar
mundir. Við förum mjög spenntir
inn í nýtt ár því við vitum að við
erum með góða vöru sem leysir
þetta vandamál sem við sjáum í
hugbúnaðargeiranum,“ segir Þórar-
inn. n
Vilja gera forritun skemmtilega á ný
Þórarinn segir Garden vera með vöru í höndunum sem muni leysa þekkt
vandamál í hugbúnaðargeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferð
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
10 Fréttir 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMARKAÐURInn Fréttablaðið 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR