Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar „Verkurinn særir líkt og djöfullinn! Snjóstormur nístir í gegnum sálu mína. Ég er við það að bugast … en get ekki lagst í kör og gefist upp. Eina leiðin úr þjáningunni er að skera sjálfan mig upp,“ skrifaði læknirinn Leonid Rogozov í dag- bók sína árið 1961 þar sem hann var staddur í rússneskri bækistöð á Suðurskautslandinu. Vegna óveð- urs var ekki hægt að flytja hann á sjúkrahús – og hann var eini læknirinn á svæðinu. Er skemmst frá því að segja að Leonid fjarlægði eigin botnlanga. Botnlanginn var svo sýktur að hefði hann hikað væri hann ekki til frásagnar. Hugur er í mönnum í upphafi árs. Samkvæmt könnunum setur um helmingur fólks sér áramóta- heit. Mæta í ræktina, minnka mittismálið eða meika’ða. Drekka minna. Læra og leika sér meira. Lifa lífinu! Sjálf er ég hætt að setja mér áramótaheit. Ég varð ekkert hamingjusamari þótt ég kæmist í betra form og svo varð ég bara fúl út í sjálfa mig þegar heitin runnu út í sandinn. Samt finnst mér gott að horfa um öxl og endurskoða líf mitt. Hverju vil ég minna af – og hverju meira? Hvernig mun það bæta líf mitt? Í hugarheimi eru fáar hindranir, nema neikvæðar hugsanir, sem letja okkur. Þegar svo er í kot komið gæti verið ráð að minnast þess að við erum ekki hugsanir okkar, þær spretta frá líffræðilegum ferlum en ekki sálartetrinu. Við getum hins vegar hugsað um þankagang okkar og valið að einblína á suma þanka, en gefa öðrum minni gaum. Leonid gekk ákveðinn til verks án þess að véfengja getu sína og sýndi okkur hinum hvers hugurinn er megnugur. Málið er bara að átta sig á hvað það er sem bætir lífið – og gera meira af því. n Betra líf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.