Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 8
Engin rök eru heldur fyrir verndartollum á franskar kartöflur sem eru ekki lengur fram- leiddar hér á landi. Breki Karls- son, formaður Neytendasam- takanna GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Fyrirtæki Vörur Hækkun Freyja Almennt 12,60% Ó. Johnson & Kaaber og ÍSAM* 0-40% Ölgerðin Almennt 5,60% Gos og vatn í gleri 22% Gos og vatn í dósum 6,80% Collab 9,60% Safar 6-18% Coca Cola Eurpacific Partners Almennt 8% Gos og vatn í gleri 19% Gos og vatn í gleri 6,80% Gos og vatn í plasti 7,50% Safar 15% Nathan & Olsen* 0-46% Innnes 5-12% Dæmi um hækkanir frá birgjum * Mjög fáar vörur geta verið að baki mestu og minnstu hækkana Vörumerki Flokkur Hækkun Oatly Allar vörur 12% Ki Allar vörur 10% LU Kex 10% Tilda Hrísgrjón 10% Ristorante Pitsur 9% Heinz Bakaðar baunir 8% Heinz Tómatsósa 8% Chicago Town Pitsur 6% Mills Kavíar 5% McVities Kex 13,50% Hellmann’s Majónes 3,5-12% Cheerios Morgunkorn 12% Betty Crocker Bakstursvörur 8,50% Zendium Tannkrem 7% Cronions Steiktur laukur 17% Pik Nik Kartöflustrá 15% Président Ostur 7-45% Knorr Ýmislegt 3,5-17% Dansukker Sykur 4-12% Miklar hækkanir á heild- söluverði matvöru taka gildi núna um áramótin og ljóst er að verðlag mun hækka á komandi vikum og mánuðum. Mögulega eru þetta erlendar hækkanir sem enn eiga eftir að koma inn í verðlag hér á landi. olafur@frettabladid.is Fréttablaðið hefur undir höndum tilkynningar frá nokkrum stórum heildsölum um verðhækkanir á matvöru á nýju ári og þær hlaupa á bilinu 2,5-46 prósent. Almennt virðist verð þó hækka á bilinu 5-12 prósent. G u ðmu ndu r M a r t e i n s s on , framkvæmdastjóri Bónuss, segir hækkanir dynja yfir smásöluna nú um áramót. Bæði sé um að ræða innlenda framleiðslu og innflutta matvöru. Þær séu af þeirri stærðar- gráðu að þær hljóti að fara að ein- hverju marki út í verðlag til neyt- enda. Guðmundur bendir á að fram- legð af smásöluhluta Haga, móð- urfélags Bónuss og Hagkaupa, sé 22 prósent og því ráði aðrir en smásalan yfir 78 prósentum af verði matvöru. Ein ástæða þess að matvörur séu dýrar hér á landi sé verndarstefna stjórnvalda gagnvart innlendri matvælaframleiðslu. „Stjórnvöld standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu og koma í veg fyrir samkeppni, meðal annars með því að heimila stærstu kjötframleiðendum hér á landi að bjóða í tollkvóta á kjöti. Þeir bjóða síðan mun hærra en við getum ráðið við og selja innf lutninginn eins og sína eigin framleiðslu án þess að geta þess að um innflutning er að ræða,“ segir Guðmundur. Ástæða þess að innlendir fram- leiðendur geta selt innfluttar afurð- ir sem framleiðslu er sú að með því að umpakka, setja krydd eða marineringu á kjötið, er uppfyllt skilyrði um að uppruni vörunnar sé hér á landi en ekki í framleiðslu- landi. Að sögn Guðmundar Mar- teinssonar er öll innflutt matvara Miklar verðhækkanir á matvöru fram undan Miklar hækkanir á matvöru frá heildsölum og framleiðendum taka gildi nú í byrjun árs. Í kjöl- farið má búast við hækkunum í verslunum. FRéTTABLAðIð/ VALLIÓlafur Arnarson olafur @frettabladid.is Dæmi um hækkanir frá birgjum sem Bónus f lytur inn seld sem slík og ekki unnin frekar hér á landi. „Stórir kjötframleiðendur sem bjóða í innf lutningskvóta gætu haft ríka hagsmuni af því að yfir- bjóða aðra, til dæmis smásala. Með því að tryggja sér innf lutnings- kvótann, jafnvel á himinháu verði, gætu þeir tryggt að ekki yrði ódýrt innflutt kjöt á boðstólum fyrir neyt- endur. Með þessu móti gætu þeir haldið uppi verðlagi á innlendri framleiðslu og þar með matarverði í landinu,“ segir Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna. Hann segir tollakvóta vera óhag- stæða fyrir neytendur og nefnir osta sem dæmi. „Engin rök eru heldur fyrir verndartollum á franskar kartöflur sem eru ekki lengur fram- leiddar hér á landi.“ Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir fyrir- tækið hafa náð að halda verulega aftur af verðhækkunum á fram- leiðslu fyrirtækisins, langt undir almennum verðlagshækkunum. Almennar hækkanir frá Ölgerðinni nema 5,6 prósentum um áramótin en vísitala neysluverðs hækkaði um 9,6 prósent á síðasta ári. Andri segir Ölgerðina hafa ráðist í umfangsmiklar hagræðingarað- gerðir og ný og hagkvæm verk- smiðja leiði jafnframt til þess að neytendur njóti lægra verðs. „Það er hins vegar mikilvægt að gera skýran greinarmun á fram- leiðsluvörum okkar og síðan á inn- fluttum vörum. Við höfum náð að hagræða í okkar eigin framleiðslu Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss en innf luttar vörur hafa hækkað gríðarlega mikið og lítið sem við getum gert nema mótmæla órök- studdum hækkunum,“ segir Andri. Engin merki séu um að miklar hækkanir sem orðið hafa á vörum sem unnar eru úr hrávöru séu farn- ar að ganga til baka. Samk væmt vefsíðu Trading Economics hefur matarverð á Evr- usvæðinu hækkað um 16 prósent síðustu 12 mánuði. Í Þýskalandi hefur hækkunin numið um 21 pró- senti, 12 prósentum í Frakklandi og ríf lega 16 prósentum í Bretlandi. Minnst hefur hækkun matar- verðs orðið í Sviss, 4,4 prósent, 9,9 prósent í Færeyjum og hér á landi hækkaði matarverð um 10,1 pró- sent á síðasta ári. Þetta kann að benda til þess að hækkanir sem þegar eru komnar inn í verðlag í f lestum Evrópu- löndum eigi enn eftir að koma inn í verðlag hér landi. Í öllu falli virðist sem íslenskir neytendur verði að búa sig undir talsverðar hækkanir á matarverði á fyrstu mánuðum nýs ár. Einnig virðist verndarstefna íslenskra stjórnvalda í þágu inn- lendrar matvælaframleiðslu stuðla að hærra matarverði hér á landi en vera þyrfti. n 8 Fréttir 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMARKAÐURInn 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.