Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.01.2023, Blaðsíða 20
Ég gerði Guð mundi það fylli lega ljóst að með þessu væri ég ekki að segja skilið við lands liðið. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- bolta, hefur engar áhyggjur af liðinu í aðdraganda HM. Pressan er mikil og liðið getur staðist hana. Sjálfur stendur Aron á krossgötum, þungu fargi var af honum létt fyrir mót og heimkoma í kortun- um. Það markar ekki endalok hans með landsliðinu. aron@frettabladid.is handbolti Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hóf undir- búning fyrir komandi heimsmeist- aramót í handbolta á fullu. Aron segir, í samtali við Fréttablaðið, eitthvað sérstakt við að snúa aftur í landsliðið á þessum tímapunkti. „Já, svolítið, sérstaklega núna reyndar í ljósi þess hversu mikið umtal er í tengslum við liðið og mótið. Við erum á góðum stað sem lið og þar af leiðandi hefur þetta mót verið lengi í hausnum á manni, spennan magnast eftir því sem nær dregur fyrsta leik.“ Spennan við suðumark Aron snertir á umtalinu í kringum liðið en væntingarnar meðal íslensku þjóðarinnar í garð íslenska landsliðsins fyrir HM eru miklar. Stemningin er sömuleiðis mikil og sannast það kannski best á þeirri staðreynd að landsliðstreyjan er svo gott sem uppseld og þúsundir Íslendinga á leið til Svíþjóðar að styðja Strákana okkar. Leikmenn landsliðsins eru með- vitaðir um þessa stöðu og vonir standa til að liðið geti staðið undir þeim kröfum sem þjóðin setur á herðar þeim. „Ég vil kannski ekki kalla þetta pressu í okkar garð, miklu frekar áhuga og stemningu. Fólk er búið að átta sig á því hvað býr í þessu liði, hvað við getum, eftir síðastliðið ár. Það er bara undir okkur komið að standa undir því og hvernig við förum með það. Ég hef í rauninni litlar áhyggjur af liðinu. Það er komin góð reynsla í þennan hóp, margir hverjir af okkar leikmönn- um búa að góðri reynslu úr atvinnu- mennsku, hafa tekið þátt í stórum leikjum, úrslitaleikjum með sínum liðum og þekkja þetta umhverfi. Ég hef engar áhyggjur af því að menn bugist undan einhverri smá pressu frá íslensku þjóðinni.“ Eru reynslunni ríkari Þessi hópur leikmanna sem nú skip- ar íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum margt saman. Skemmst er að minnast síðasta stórmóts, Evrópumótsins í handbolta, þar sem liðið skaraði fram úr þrátt fyrir mikið mótlæti og endaði í 6. sæti. Aron segir menn búa að reynsl- unni frá EM þar sem minna þekktir leikmenn Íslands hafi stigið upp þegar hver reynsluboltinn á fætur öðrum greindist með Covid-19. „Þetta stækkaði augljóslega hóp- inn, sýndi okkur hvað við eigum fullt af góðum handboltamönnum. Þá undirstrikar það bara mikilvægi þess, þegar maður lendir í svona mótbyr, hversu miklu góð liðsheild getur skilað. Við vitum okkar tak- mörk, vitum hvað við getum og höfum alveg efni á því að vera svo- lítið góðir með okkur.“ Sterkasti riðill mótsins Eftir samtöl við leikmenn sem og þjálfara landsliðsins er alveg ljóst að liðið tekur engu sem gefnu í þeim riðli sem það leikur í á HM. Riðillinn inniheldur sterkar þjóðir á borð við Portúgal og Ungverjaland sem og Suður-Kóreu. Það er mat manna að þetta sé erfiðasti riðill HM. „Ætli þetta sé ekki sterkasti rið- illinn á mótinu en við verðum að hafa það í huga að það stafar meðal annars af því að við erum í þessum riðli. Við hefðum ekki getað verið „óheppnari“ með andstæðinga. Þetta eru frábær lið sem við erum að fara að mæta. Meira að segja Suður-Kórea hefur verið að ná í góð úrslit núna í aðdraganda mótsins og þá þekkjum við Portúgal og Ung- verjaland frá fyrri reynslu. Ég er spenntur fyrir þessu verk- efni, við getum ekkert breytt liðs- skipan þessa riðils en erum klárir í þetta. Við förum í þessa leiki með aðeins eitt markið, það er að vinna þá.“ Þungu fargi af Aroni létt Í aðdraganda mótsins bárust nokk- uð óvænt tíðindi af Aroni. Eftir 14 ár í atvinnumennsku snýr hann heim í Hafnarfjörðinn í sumar og mun leika á nýjan leik með FH. Aron er 32 ára gamall og hefur á ferli sínum spilað með mörgum af stærstu handboltafélögum heims og skarað fram úr hjá þeim. Má sem dæmi nefna lið á borð við Kiel, Veszprém og Barcelona. Hann hefur unnið alla helstu titla í handboltaheiminum á sviði félagsliða. Ástæðurnar fyrir heimkomu Arons eru af persónulegum toga en það hefur tekið á fyrir hann að vera fjarri fjölskyldunni. Það var mikil- vægt fyrir hann að fá þessi mál á hreint fyrir HM. „Ég get alveg viðurkennt að það voru nokkur kíló sem fóru af herð- um mínum við það að klára þessi mál fyrir mót. Ég hefði svo sem aldr- ei leyft þessu að dragast eitthvað langt yfir mót, þetta var eitthvað sem ég vildi klára. Með þessu er þungu fargi af mér létt, nú get ég verið með fulla ein- beitingu á landsliðinu og svo tekur hitt við seinna.“ Segir ekki skilið við landsliðið Hann hefur rætt þessar vendingar við Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem hefur í gegnum tíðina ekki leitað mikið í íslensku deildina eftir leikmönnum í A-landsliðið. Aron ætlar sér ekki að hætta í landsliðinu með því að koma heim. „Guðmundur er bara ánægður með þá ákvörðun mína að snúa aftur heim til Íslands. Það eru öðru- vísi ástæður fyrir því að maður er að koma heim heldur en maður sér vanalega í handboltaheiminum. Ég gerði Guðmundi það fyllilega ljóst að með þessu væri ég ekki að segja skilið við landsliðið. Ég ætla mér að vera hluti af því áfram, halda leik mínum á því gæðastigi og hvað landsliðið varðar lít ég bara á félags- skipti mín til FH jákvæðum augum. Ég hef engar áhyggjur af því að ég verði verri handboltamaður með því að snúa aftur heim til Íslands, þó svo að maður sé ekki að fara að spila í Meistaradeildinni líkt og ég er vanur. Það má heldur ekki gleyma því að handboltinn hér heima er að verða betri með hverju árinu sem líður. Þá er æfingakúltúrinn hér einnig frábær. Aðstaðan sem FH býr við í Kaplakrika er í heims- klassa og því engar afsakanir fyrir mig að vera ekki valinn í landsliðið í framtíðinni. Ég tel mig bara verða að betri leikmanni með heimkom- unni.“ n Heimkoman í FH muni ekki marka endalokin Aron Pálmars- son er reyndasti leikmaður íslenska lands- liðsins. Hér ræðir hann við Ómar Inga Magnússon, annan lykil- mann Íslands á æfingu í vikunni. Fréttablaðið/ Ernir aron@frettabladid.is handbolti Viktor Gísli Hallgríms- son, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir frammistöðu sína í markinu hjá landsliðinu og franska úrvalsdeildarliðinu Nantes. Hann er undirbýr sig nú af krafti fyrir HM í handbolta. „Gaman að vera mættur aftur í landsliðsverkefni, stemningin í hópnum er góð og þá er það sérstak- lega ánægjulegt fyrir mig að vera mættur aftur í þetta hús,“ segir Vikt- or Gísli í samtali við Fréttablaðið í íþróttahúsinu í Safamýrinni eftir æfingu landsliðsins. Viktor Gísli er uppalinn Framari og þó svo að íþróttahúsið í Safa- mýri sé nú undir yfirráðum Víkings Reykjavíkur líða minningar Viktors úr húsinu ekki fyrir það. „Bara við það að stíga hérna inn í sal rifjuðust upp margar minningar, það er skrýtið að sjá rauðu og svörtu litina hérna sem og Víkingsmerkið en afar ánægjulegt að vera mættur hingað aftur.“ Viktor Gísli hefur staðið sig frá- bærlega undanfarið ár. Allt virt- ist hans góða gengi hefjast með íslenska landsliðinu á EM í fyrra þar sem hann var valinn markvörður mótsins. Við tóku glæstir tímar með danska úrvalsdeildarfélaginu GOG og svo gekk Viktor í raðir Nantes í Frakklandi þar sem hann hefur slegið í gegn. Þá var Viktor á dögunum valinn efnilegasti markvörður heims í kjöri vefsíðunnar Handball Planet, kjöri sem nýtur virðingar í hand- boltaheiminum. „Þegar maður lítur á þetta og ber saman við aðra hluti sem maður er að gera, spila í Meist- aradeildinni og öllum þessu stóru keppnum, þá skiptir þetta ekkert allt of miklu máli. En þó er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sín störf.“ Viktor hefur, í aðdraganda móts- ins, verið að glíma við meiðsli á oln- boga. Hver er staðan á honum núna þegar rúm vika er í fyrsta leik á HM? „Ég hef núna lokið við mína fyrstu alvöru æfingu í tæpan mánuð, ég er smá ryðgaður en gott að vera kom- inn til baka að fullu. Olnboginn virðist í fínu lagi og nú byggir maður bara ofan á þetta.“ Fram undan sé erfitt verkefni hjá íslenska landsliðinu á HM þar sem liðið er í riðli með Portúgal, Ung- verjalandi og Suður-Kóreu. „Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir okkur sem lið. Við þurfum að mæta vel undirbúnir og strax í fyrsta leik og taka þá síðan koll af kolli en um leið reyna að njóta stundarinnar.“ n Viktor hóf HM-undirbúninginn á kunnuglegum slóðum Viktor Gísli var á dögunum valinn efnilegasti markvörður í heimi. Hann undirbýr sig nú fyrir stórmót með íslenska landsliðinu Fréttablaðið/Ernir 16 Íþróttir 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURÍþRóttIR Fréttablaðið 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.