Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 2

Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið til 13.900 Flug aðra leið frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Meginniðurstöður þessarar rann- sóknar, sem var unnin í mars 2022, er að endursýkingatíðni er töluvert hærri en almennt var talið þá og það kom okkur á óvart hversu algengar endursýkingar voru,“ segir Elías Eyþórsson, læknir og höfundur rannsóknar um endursýkingatíðni Covid-19 á Íslandi meðan á Ómí- kron-bylgju stóð. Um það bil 11% af þeim sem höfðu smitast áður smit- uðust aftur á 70 daga tímabili. Í niðurstöðunum kemur fram að líkur á endursmiti jukust eftir því sem lengra leið frá fyrstu sýkingu og að líkurnar væru meiri hjá þeim sem höfðu fengið tvo eða fleiri skammta af bóluefni, samanborið við þá sem fengu einn skammt eða engan. Alls tóku 11.536 einstaklingar með virkt smit þátt og kom endursýking fram hjá 1.327, eða 11,5%. „Það er tiltölulega skýrt í text- anum að við vörum sérstaklega við því að túlka bólusetningarstuðulinn þannig að um orsakasamband sé að ræða. Það er ekki okkar trú, hvorki á grundvelli okkar niðurstaðna né þess sem við þekkjum nú þegar, að bólusetningar hækki endursýkinga- tíðni. Það voru ekki skilaboð rann- sóknarinnar,“ segir Elías. Var mark- mið rannsóknarinnar að meta heildartíðni endursmita. Hefur þú orðið þess áskynja að greininni sé deilt og þessu sé haldið fram? „Já, það hefur verið áberandi. Það eina sem við getum gert er að við getum gert rannsóknina, lýst henni og sett þá fyrirvara sem við teljum að þurfi að setja. Það er erfitt að stýra því þegar fólk viljandi tekur eina setningu út og setur það fram sem aðalskilaboðin og deilir því á samfélagsmiðlum, án þess að láta fyrirvarana fylgja með.“ „Við höfum reynt að sía út þessar vinsælustu deilingar og skrifað at- hugasemd, þar sem við bendum á að við settum mikla fyrirvara um meint áhrif bólusetningar og að við teljum að þarna sé ekki um orsakasamband að ræða. Það er hvorki tilgáta rann- sóknarinnar né okkar túlkun á nið- urstöðunum.“ Elías bendir á ástæður þess að ekki ætti að styðjast við rannsóknina til að meta áhrif bólusetningar á endursýkingatíðni. „Ef horft er á all- an hópinn, án þess að leiðrétta fyrir öðrum þáttum, þá var endursýk- ingatíðnin nokkurn veginn sú sama hjá þeim sem voru óbólusettir eða höfðu þegið einn skammt og þeim sem höfðu þegið tvo eða fleiri. Mun- urinn kom bara fram í tölfræðilíkani sem var hannað til að leggja mat á heildarendursýkingatíðni og tók til- lit til aldurs og tíma frá fyrstu sýk- ingu.“ Í vísindarannsóknum sé mik- ilvægt að velja líkön og leiðrétt- ingarbreytur vandlega með tilliti til þeirrar rannsóknarspurningar sem verið er að svara. Þar sem mark- miðið hafi ekki verið að meta áhrif bólusetningar voru mikilvægir þætt- ir tengdir þeim ekki skoðaðir, t.d. tegund af bóluefni og hversu langur tími leið frá síðasta skammti. Bólusetningar auki ekki líkurnar - Endursýkingatíðni hærri en talið var Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Tilgátan er ekki sú að bólusetningar auki endursýkingatíðni. Álagningarskrá einstaklinga var lögð fram í gær í Toll- húsinu og stendur þar opin gestum og gangandi fram að mánaðamótum. Blaðamenn hinna ýmsu miðla flykktust að þegar dyr Tollhússins opnuðu. Morgunblaðið/Hákon Skyggnst inn í álagningu landsmanna Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ljóst er að Háskóli Íslands nær ekki að útskrifa þann fjölda lækna sem þarf til starfa á Íslandi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra. HÍ hafi stuðning ráðuneytisins til þess að fjölga læknanemum. Hins vegar þurfi Landspítalinn að hafa tök á að taka við fleiri nemend- um til þess, sem hann hefur ekki. Hluti námsins er klínískur og fer þar fram. „Um leið og spítalinn finnur leiðir til að bæta úr því, þá stendur ekki á ráðuneytinu að samþykkja fjölgun læknanema við Háskóla Ís- lands,“ segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráð- herra. Blessunarlega hafi læknanemum í námi hér á landi fjölgað undanfar- in ár og nú eru um 60 læknanemar teknir inn árlega. Brýnt sé að fleiri læknar snúi aftur til Íslands að námi loknu og alvarlegt sé að ein- ungis þriðjungur íslenskra útskrif- aðra lækna geri það. „Ein skýring sem hefur verið nefnd er að ekki hafi verið samið við sjálfstætt starfandi sérfræðinga og við þær aðstæður treysti margir læknar sér ekki til að koma heim aft- ur,“ segir hún og bætir við: „Það gengur augljóslega ekki til lengri tíma og mikilvægt að því verði kippt í liðinn því það er mjög brýnt að fleiri læknar snúi aftur heim sem allra fyrst.“ Þá segir Áslaug að nefnt hafi verið að læknar sem hafi áhuga á rann- sóknum komi ekki heim vegna þess að áhersla á vísindastarf í heilbrigð- isgeiranum hafi farið minnkandi. „Sem ráðherra vísindamála finnst mér það alvarlegt,“ segir Áslaug. Hún hafi fundað um málið með heil- brigðisráðuneyti, HÍ og Landspítala. Tækifæri eru til að einfalda reglur um komu einstaklinga utan EES- svæðisins, sem hafa heilbrigðis- menntun sem erfiðlega gengur að fá viðurkennda, að sögn Áslaugar. Hún vinnur nú að því að auðvelda komu þessa fólks hingað til lands. Fjölgun lækna strand- ar á Landspítalanum - Ráðherra segir ljóst að HÍ geti ekki útskrifað nógu marga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Tilkynningum til barnaverndar- nefnda fækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins um rúm 11% miðað við sama tímabil í fyrra en þær voru alls 3.168. „Flestar tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 voru vegna vanrækslu, líkt og árin á undan, eða 44,1% tilkynninga. Þetta hlutfall var 43,9% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 og 43% á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 2020. Næstflestar tilkynningar voru vegna ofbeldis, eða 28,1% allra tilkynninga,“ segir í nýútkomnu yf- irliti Barna- og fjölskyldustofu (BVS). Meðal þess sem kemur í ljós er að 15,5% þeirra tilkynninga sem bárust um kynferðisofbeldi gegn börnum voru vegna stafræns kynferðisof- beldis eða alls 25. Þá má sjá af yf- irliti BVS að á fyrstu þremur mán- uðum ársins vörðuðu 52,7% tilkynninga tilfinningalegt ofbeldi af hálfu náins einstaklings. 31,7% til- kynninga sem bárust barnavernd- arnefndum vegna líkamlegs ofbeldis voru ofbeldi af hendi náins einstak- lings og um 28% allra tilkynninga um kynferðisofbeldi voru vegna kynferðisofbeldis náins einstaklings. 54 skýrslutökur fyrir dómi Umsóknum sem bárust um með- ferðarúrræði á vegum BVS fjölgaði á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en beiðnum um vistun á fósturheimili fækkaði á sama tímabili. Skýrslu- tökur fyrir dómi voru 54 á þessu tímabili og fækkaði umtalsvert frá sama tíma árið 2021 en þær eru flestar til komnar vegna kynferðis- ofbeldis gegn börnum. Könnunar- viðtölum, sem fram fóru fyrir barna- verndarnefndir, fjölgaði hins vegar á sama tíma. omfr@mbl.is Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum hefur fækkað - Margar tilkynningar voru um stafræn kynferðisbrot Barnaverndarnefndir » Tilkynningar um vanrækslu varðandi nám barna hefur fjölgað um 8,9%. » Alls bárust tilkynningar um vanrækslu, ofbeldi o.fl. brot sem vörðuðu 2.526 börn á þremur mánuðum 2022. » Vistunum á lokaðri deild á Stuðlum fjölgaði frá í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.