Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 6

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það sem af er árinu 2022 hefur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu gefið út leyfi til 56 einstaklinga til að starfa sem löggiltir fasteigna- og skipasalar. Allt eru þetta nýir fasteignasalar. Að auki hafa nokkr- ir einstaklingar fengið leyfi sín af- hent að nýju, eftir að hafa lagt þau inn tímabundið. Á sama tíma hafa 19 einstaklingar lagt inn leyfi sín á meðan þeir starfa ekki í faginu. Þetta kemur fram í tilkynningum sýslumanns í Lögbirtingablaðinu. Stefnir í að 90 hefji nám nú Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á nám til löggildingar fasteigna- og skipasala. Kennsla á næstu námsbraut hefst síðar í þess- um mánuði og er fullbókað í námið, að því er fram kemur á heimasíðu Endurmenntunar. Stefnir í að um 90 manns hefji nám í haust. Síðast- liðið vor útskrifuðust 92 úr náminu. Í Félagi fasteignasala eru um 330 félagsmenn. Innan félagsins eru langflestir löggiltir fasteigna- og skipasalar á Íslandi „Það er alltaf þannig að þeir sem útskrifast fara alls ekki allir að vinna sem fasteignasalar og sumir taka ekki út löggildingu sína,“ segir Grétar Jónasson framkvæmda- stjóri félagsins. Hann bætir við að þær kröfur séu gerðar að viðkom- andi þurfi að hafa starfað á fast- eignasölu í sex mánuði til þess að geta fengið löggildingu. Þeir geti gert það í kjölfar námsins eða fyrr. Réttindanám til löggildingar fasteigna- og skipasala er fjögurra missera námsbraut sem undirbýr þá sem vilja starfa við sölu fast- eigna og skipa. Námið tekur því tvö ár. Kennsla hefst næst 27. ágúst 2022 og lýkur með útskrift í júní 2024. Námsgjald er kónur 1.250.000. Námsbrautin er í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands og bygg- ist á lögum um sölu fasteigna og skipasölu frá árinu 2015. Námið samsvarar 90 ECTS-ein- ingum. Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu og því lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta nám- skeið hefst. Kennsla fer fram tvisv- ar í viku, á mánudegi kl. 8.30-11.30 og laugardegi kl. 12.30-15.30. Kennsla fer fram í fyrirlestraformi. Til þess að öðlast löggildingu að námi loknu þurfa nemendur að hafa lokið sex mánaða starfsreynslu hjá löggiltum fasteignasala. Sam- kvæmt lista sem birtur er á vef Fé- lags fasteignasala eru 92 einstak- lingar með heimild til að vera nemar. Listinn er miðað við 1. apríl sl. og væntanlega hafa allmargir á listanum nú lokið námi og hlotið löggildingu. Heimilt er að fela nemendum í námi til löggildingar, sem lokið hafa einni önn með fullnægjandi meðal- einkunn og starfa sem sölumenn hjá löggiltum fasteignasala, að sinna tilteknum verkefnum. Þau séu unnin undir ábyrgð og eftirliti fasteignasala. Mikil fjölgun í stétt fasteignasala - Það sem af er þessu ári hafa 56 ein- staklingar hlotið löggildingu til að starfa Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Langt og strangt nám er að baki hjá þeim sem starfa við sölu fast- eigna. Enda jafnan um að ræða stærstu fjárfestingu sem fólk gerir á ævinni. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég er breskur en af hollenskum ættum. Við Judy Fowler eigum sam- eiginlegan vin og þaðan sprettur okkar kunningsskapur,“ segir Jan Overmeer í samtali við Morg- unblaðið um breska togarann Epine og áhöfn hans, en Epine fórst úti fyrir Dritvík á Snæfellsnesi í aftaka- veðri í mars árið 1948. Með Epine fórust 14 af 19 manna áhöfn, fimm var bjargað og fundust aðeins lík þriggja þeirra sem fórust með togaranum, sem átti sér heima- höfn í Grimsby á Englandi. „Afi Judyar, William Birch, fórst með Epine. Lík hans fannst en hún hafði lengi vel ekki hugmynd um hvar hann var grafinn en okkur tókst svo að komast að því með aðstoð kirkju- garðanna á Íslandi eftir að Mary, dóttir mín, fór að kanna málið,“ seg- ir Overmeer. „Við höfum svo í nokkra mánuði verið að skipuleggja heimsókn Judy- ar til Íslands. Hún kom svo hingað á sunnudaginn og á mánudag ókum við til Dritvíkur þar sem flak togar- ans er enn sjáanlegt á ströndinni. Þetta fékk auðvitað mikið á hana, skiljanlega, og í dag [gær] fórum við og heimsóttum gröf afa hennar í Fossvogskirkjugarði. Hún fékk þá loksins tækifæri til að kveðja hann,“ segir Overmeer. „Ég tengist þessum skipsskaða ekki beinlínis sjálfur, ég kom til Ís- lands sem ferðamaður á sínum tíma árið 2008 og heimsótti þá Dritvík og sá flak togarans. Við Judy kynnt- umst svo löngu síðar á Zoom, það var árið 2020 þegar allt var lokað í kórónuveirufaraldrinum,“ heldur Overmeer áfram en hann starfaði sjálfur sem tannlæknir, nú kominn á eftirlaun. Þar segir hann Judy hafa sagt frá tengslum sínum við Ísland, afi henn- ar hefði farist með breskum togara við landið fyrir löngu. „Ég spurði af rælni hvort hann hefði verið í áhöfn Epine þar sem ég vissi af örlögum togarans frá Grimsby og áhafnar hans og öllum að óvörum svaraði hún því játandi,“ segir Overmeer. „Svo hófum við þessa rannsókn okkar á því hvar afi hennar hefði verið lagður til hinstu hvílu, Mary dóttir mín setti sig í samband við kirkjugarðana og fann það loks út að hann lægi í reit E18 í Fossvoginum og séra Friðrik Hallgrímsson hefði haldið minningarathöfn um þá sem fórust með Epine,“ segir Overmeer. Það var svo 14. nóvember 2020 sem Mary heimsótti Fossvogs- kirkjugarð. „Þegar hún kom þangað um miðjan vetur í hörkufrosti og hreinsaði mosa og gróður af leg- steininum blöstu við henni stafirnir „WLLIAM“, illlæsilegir en nægðu okkur þó sem staðfesting þess að við hefðum fundið legstað afa Judyar,“ segir Overmeer enn fremur. Judy Fowler hafi því loks fengið að kveðja afa sinn sem fórst með Ep- ine í mars árið 1948 og kveður Over- meer þá stund hafa verið ákaflega hjartnæma. „Það er mikilvægt að fá að kveðja ástvini sína hinstu kveðju, ekki síst hafi þeir látist af slysför- um,“ segir hann að lokum. Vitjaði grafar afa síns eftir skipsskaða árið 1948 - Breski togarinn Epine fórst úti fyrir Snæfellsnesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveðjustund Jan Overmeer, Mary dóttir hans og Judy Fowler við leiði Williams Birch, afa Judyar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Legsteinninn Hinsti hvílustaður Williams Birch í Fossvogi, sjómanns sem fórst með togaranum Epine í mars 1948. Aðalfundur Félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi verður hald- inn fimmtudaginn 25. ágúst 2022 kl. 17:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. 2. Reikningsskil 3. Skýrslur nefnda 4. Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga 5. Kjör fulltrúa í Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 6. Tillögur um lagabreytingar 7. Önnur mál Framboð skulu hafa borist á netfangið jonb@xd.is fyrir kl. 16:00, 22. júlí nk. Stjórn Félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi. Aðalfundur félags Sjálfstæðis- manna í Langholtshverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.