Morgunblaðið - 18.08.2022, Qupperneq 12
Þrenna Orio með
félaga sínum og
nafna hundabangsa
og skipulagsbókinni.
skipulagi,“ segir Sylvía. Hún bætir
við að vinningsskólinn fái heljar-
innar verðlaun, hundurinn Oreo
mæti á svæðið og hvaðeina. „Við
krýnum þann skóla sem hefur best
skipulagða nemendur.“
Sylvía segir að inni á mbl.is sé
hægt að nálgast skipulagsbókina á
pólsku og ensku, til að bera saman
við útprentuðu bók-
ina, svo að sem flest-
ir geti tekið þátt.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
O
reo hundurinn minn átti
stóran þátt í því að ég
komst í gegnum námið í
Verzló vegna lesblindu
minnar en ég las allt upphátt fyrir
hann og hann hlustaði alltaf á mig.
Oreo hefur líka verið hluti af öllum
þeim verkefnum sem ég hef unnið
að fyrir aðra sem eru lesblindir,“
segir Sylvía Erla Melsteð. Hún er
óstöðvandi í því að leggja sitt af
mörkum til að hjálpa börnum í
grunnskóla við námið. Nú hefur hún
sent frá sér skipulagsbók fyrir börn
í 1. til 3. bekk og þar er Oreo í aðal-
hlutverki. Bókin er byggð upp eins
og dagbók og henni fylgja límmiðar.
„Mig langaði að búa til ein-
hvern skemmtilegan vettvang fyrir
krakka þar sem allir geta tekið þátt.
Ég hef mikla trú á krökkum á þess-
um aldri, að þau taki þátt í þessu
átaki og geri þetta rosalega vel. Þau
eru fylgin sér og hafa keppnisskap,“
segir Sylvía og bætir við að gott
skipulag skipti miklu máli í öllu
námi.
„Ég hefði sjálf sannarlega vilj-
að læra að skipuleggja mig þegar ég
var í grunnskóla en ég áttaði mig
ekki á því hversu miklu máli skipu-
lag skiptir fyrr en ég fór í fram-
haldsskóla. Þá sá ég að því fyrr sem
ég náði utan um skipulagið mitt, því
meira náði ég að gera yfir daginn.“
Sylvía segir að fyrrnefnt skipu-
lagsátak standi yfir í tuttugu daga
en það hefst þann 5. september.
„Átakið virkar þannig að hver
og einn keppir við sjálfan sig en í
leiðinni fyrir hönd skólans síns. Í
skipulagsbókinni býr hver og einn
til hvern dag eins og hann eða hún
vill hafa hann. Krakkarnir skipu-
leggja og skrá deginum áður hve-
nær þau ætla að vakna, borða hollan
morgunmat, hreyfa sig, læra, hve-
nær þau ætla að lesa og svo fram-
vegis. Ég held að það sé mjög gott
fyrir krakka að ákveða sjálf hvenær
þau læra heima. Til dæmis eftir að
þau hafa gert eitthvað skemmtilegt
fyrst. Ég man hvað mér fannst leið-
inlegt að það fyrsta sem var sagt við
mig eftir að ég kom heim eftir lang-
an skóladag var: „Viltu ekki fara að
læra núna?“ Ég þekki þessa tilfinn-
ingu mjög vel sem fylgir því að
heyra þessi orð, en þegar ég var ný-
komin heim þá langaði mig að slaka
á og ekki hugsa um lærdóm í ein-
hverja stund.“
Aukastig fyrir hrós og hjálp
Sylvía segir að á hverju kvöldi í
tuttugu daga átakinu fari krakk-
arnir yfir daginn og reikna út stigin
sín og skrái.
„Límmiðar með stigum fylgja
bókinni sem krakkarnir líma inn. Ef
þau til dæmis luku við heimanám á
þeim tíma sem þau ætluðu þá fá þau
stig, en ef þau fylgja ekki plani í ein-
hverju þá fá þau núll stig þar.
Krakkarnir geta nælt sér í aukastig
með gömlu góðu gildunum, fyrir að
hrósa sjálfum sér, hrósa öðrum,
hjálpa til heima, hugsa jákvætt og
annað í þeim dúr. Hundurinn Oreo
gefur krökkunum líka aukastig fyrir
minni skjánotkun, því honum finnst
leiðinlegt hvað hann hittir fáa
krakka úti á leikvöllum til að leika
við. Hann frétti að krakkar væru
mikið inni heima að hanga í tölv-
um.“
Sylvía segir að krakkarnir geti
skráð stigin sín daglega inn á slóð á
mbl.is: mbl.is/skipulagsbok, en þar
verður opnað fyrir skráningar 4.
september. Þar geta krakkarnir að-
eins séð stöðu sinnar eigin stiga,
ekki skólans, og enginn annar getur
séð þeirra stig.
„Ef þau fara í burtu eða geta
ekki sett stigin inn á vefinn af ein-
hverjum ástæðum, þá geta þau
skráð stigin þrjá daga aftur í tím-
ann. Hverri bók fylgir bókanúmer
sem er aftan á plastinu utan um
bókina. Gott er að taka lím-
miðann af plastinu og
líma á bókina. Krakk-
arnir skrá sig inn með
þessu númeri þegar þau
skrá stigin sín inn á
mbl.is. Að tuttugu daga
átakinu loknu tökum við
saman hjá hvaða skóla
krakkar hafa skráð flest stig
fyrir að fylgja eftir eigin
„Oreo segir að þetta átak snú-
ist um að taka þátt og vera með, að
það sé ekki aðalmálið að vinna.
Skipulag á ekki að vera pressa og
það er allt í lagi þó krökkum takist
ekki að fylgja sínu skipulagi alla
daga. Þau byrja þá bara næsta dag
að reyna að gera betur.“ Bókin mun
fást í verslunum Hagkaups frá og
með morgundeginum, föstudeginum
19. ágúst, og einnig fæst hún á
vefsíðu Hagkaups: hagkaup.is,
undir vörumerkjasíða hjá snyrti-
vörum. Tvær fyrstu vikurnar í
átakinu verður bókin send frítt
út á land.
Gaman að kynnast
krökkunum
Skipulagsbókin er eitt af
nokkrum verkefnum sem Sylvía
hefur staðið fyrir og tengjast
námi og börnum. Snemma á síð-
asta ári var frumsýnd á RÚV
heimildarmynd um lesblindu
sem Sylvía vann að og í fram-
haldinu sendi hún frá sér bókina
Oreo fer í skólann, en hún fjallar
um hundinn Oreo sem kemst að
því að hann er lesblindur þegar
hann byrjar í skóla. Sylvía lét
einnig framleiða hundabangsa sem
auðvitað heitir Oreo.
„Ég fékk Hagkaup með mér í
lið til að framleiða þessa hunda-
bangsa, því í framhaldi af myndinni
minni þá fór ég og heimsótti flest
alla grunnskóla á landinu og hélt
fyrirlestra um lesblindu. Það var
sama á hvaða aldri krakkarnir voru
sem ég talaði við, þau höfðu alltaf
mikinn áhuginn á hundinum mínum,
honum Oreo. Ég fékk meira að
segja spurningu um hvort ég vildi
selja hann eða hvort þau gætu feng-
ið hvolp undan honum. Þá ákvað ég
að gera þessa eftirlíkingu af Oreo,
hundabangsa, svo krakkar gætu
lært með honum, haft hann uppi á
borði hjá sér og látið hann hlusta.
Það var mjög gaman að hitta alla
þessa krakka í grunnskólum lands-
ins. Það var frábært hversu kurteis
þau voru, þau hlustuðu öll með
áhuga. Ég var snortin yfir því
hversu frábærir þessar krakkar
voru, hvað þau vildu vita og læra um
lesblindu og spurðu spurninga. Ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þeim. Framtíðin er sann-
arlega björt með þessa ungu kyn-
slóð.“
Allir geta tekið þátt í keppninni
Er hægt að keppa í því að standa við dagsskipulag? Já,
Sylvía Erla Melsteð á heiðurinn af sérstakri skipulags-
bók til að hjálpa krökkum að raða niður verkum dags-
ins og keppa við sjálfa sig og nemendur annarra skóla.
Vinir Sylvía með hundinn sinn Oreo sem hefur verið henni stoð og stytta í námi og er hluti af nýju verkefni hennar.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Rifið, klippt og skorið
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Ævinlega heillar hvers konar ungviði
okkur mannfólkið og það á sannar-
lega við um þessa þrjá ljónsunga sem
komu í heiminn á dögunum í dýra-
garði í Gaza. Starfsmenn sýndu með
stolti gestum garðsins ungana þrjá
sem voru óskaplega brothættir og
bjargarlausir, svona nýlentir í fram-
andi veröldinni. Gera má ráð fyrir að
þeir sæki í sig veðrið eftir því sem
þeir stækka og eflast. Eflaust gera
margir sér ferð í garðinn til að sjá
krúttin þrjú á meðan þeir eru smá-
vaxnir og sakleysislegir. Sérstaklega
fagna væntanlega börnin.
Ungviðið heillar
Þrír sætir litlir
ljónsungar
AFP
Ofurkrútt Sérdeilis fallegir ungar.