Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 16

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Þrjátíu ár eru liðin frá því að um- boðsvald og dómsvald í héraði var aðskilið, en umboðsvald er betur þekkt sem framkvæmdavald. Var þetta stórt skref í íslenskri réttar- sögu og fól í sér að komið var á fót sjálfstæðum héraðsdóm- stólum um allt land. Réttarfars- löggjöfin var þá endurskrifuð að stórum hluta og hefur í megin- dráttum verið óbreytt síðan. „Nú stöndum við aftur á tímamótum þar sem við er- um farin að hugsa um að endur- skrifa réttarfarslöggjöfina,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Tæknin auðveldar sameiningu „Löggjöfin er skrifuð út frá því að menn mæti á staðinn og leggi fram pappírsskjöl. Nú eru breyttar tæknilegar forsendur sem gera stafrænar lausnir og pappírslaus samskipti möguleg og löggjöfin þarf að taka breytingum í takt við það.“ Í samráðsgátt er um þessar mundir frumvarp dómsmálaráð- herra, sem boðar sameiningu hér- aðsdómstólanna átta. Þannig yrði það einn dómstjóri, sem sæi um að útdeila málum til starfsstöðva dóm- stólsins, sem áfram væru á átta mismunandi stöðum á landinu. „Það að ljúka því að innleiða þessar stafrænu lausnir í réttarfari mun gera samvinnu og sameiningu héraðsdómstólanna auðveldari. Það er auðvitað aukin skilvirkni sem fylgir því að horfa á okkur sem eitt kerfi, frekar en marga sjálfstæða dómstóla,“ segir Ingibjörg og bætir við að það sé ekki óeðlilegt að þessi hugmynd komi upp núna. „Dóms- kerfið getur vel þróast í átt að staf- rænum lausnum og pappírslausu réttarfari þótt hugmyndir um sam- einingu dómstóla nái ekki fram að ganga. Hins vegar gera slíkar tæknilegar lausnir sameiningu vel mögulega án þess að nokkur nauð- syn sé á að fækka starfsstöðvum dómstóla um landið,“ segir Ingi- björg Hrukkum fram á við í Covid Á tímum covid-19 var sett í lög heimild til bráðabirgða sem gerði dómstólum kleift að nota fjarfunda- búnað við meðferð mála. Ingibjörg telur að afmarkaður gildistími heimildarinnar sýni þess merki að löggjafinn hafi hug á því að endur- skoða lögin í heild sinni með staf- ræna þróun að leiðarljósi. Stafræn meðferð mála var byrjuð að hluta til áður en Covid-19 skall á, og var þróunin óhjákvæmileg að mati Ingibjargar. „Við hrukkum samt skref fram á við í Covid.“ Ingibjörg segir að fjarfundabún- aður sé í dag helst notaður í þing- höldum sem varða rekstur mála en minna undir aðalmeðferð mála, þótt lagaheimildin nái til þess. Hún segir að reynslan muni leiða í ljós hvern- ig hagkvæmast sé að nota heimildir til fjarfunda við rekstur dómsmála en áfram verði aðalreglan sú að að- almeðferð fari fram í dómhúsinu að viðstöddum öllum aðilum máls. Vilja færast nær fólkinu Á menningarhátíð Reykjavíkur á laugardag verður opið hús í Hér- aðsdómi Reykjavíkur milli klukkan 13 og 17. Tilefni þess er þrjátíu ára afmæli héraðsdómstólanna, en þeir voru stofnaðir 1. júlí 1992. Fram að því hafði dómsvald í héraði verið í höndum sýslumanna og bæjarfó- geta, hið minnsta utan Reykjavíkur. Árið 1985 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli Jóns Kristins- sonar á Akureyri, sem hafði gerst sekur um of hraðan akstur og að virða ekki stöðvunarskyldu. Hæsti- réttur taldi ekkert athugavert við það að embætti bæjarfógetans á Akureyri hefði bæði séð um rann- sókn málsins, saksókn og kveðið upp dóm í því. Jón Kristinsson kærði úrskurðinn til Mannréttinda- dómstólsins, eða mannréttinda- nefndar Evrópuráðsins á þeim tíma, sem komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð þessi bryti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Gerð var sátt við Jón í kjölfar þessa en breytt viðhorf hér á landi leiddu til þess að Alþingi setti svo lög um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. Tóku þau gildi hinn 1. júlí 1992. Ekki hefur áður verið haldið sér- staklega upp á afmæli dómstólanna, að sögn Ingibjargar. „Okkur fannst gaman að staldra við af þessu til- efni, minnast tímamóta þegar við stöndum enn og aftur á tímamót- um.“ Arkitektinn Pétur H. Ármanns- son mun leiða áhugasama í skoð- unarferð um hús dómstólsins, sem á sér langa sögu. „Það var byggt fyrir Íslandsbanka í upphafi síðustu ald- ar, síðan hefur margsinnis verið byggt við húsið og það sameinað nærliggjandi verslunarhúsnæði,“ segir Ingibjörg. Þá verður börnum boðið inn í dómsal og þeim leyft að máta skikkju dómarans og munda ham- arinn og fræðast um starfsemi dóm- stólsins. „Dómstólarnir vilja gjarnan vera nær fólkinu. Þarna verður saman- komið allt starfsfólk dómstólsins, dómarar, aðstoðarmenn dómara, ritarar og fleiri. Okkur finnst þetta spennandi og fólk hefur áður sýnt því áhuga að skoða innviði hússins með eigin augum og spjalla við okk- ur.“ Sviðsett réttarhöld Arnaldur Hjartarson og Kristrún Kristinsdóttir, dómarar við Héraðs- dóm Reykjavíkur, munu stýra svið- settum réttarhöldum. Hafa þau fengið til liðs við sig meistaranema úr lagadeild Háskóla Íslands og ætla þeir að setja á svið aðalmeð- ferðir tveggja dómsmála sem tengj- ast stofnun héraðsdómstólanna, fyr- ir opnum dyrum. Annars vegar verður málið sem Jón Kristinsson tapaði í Hæstarétti tekið fyrir, en það mál hélt svo áfram til Strass- borgar. Hins vegar verður tekið fyrir málið þar sem Hæstiréttur sneri við blaðinu og taldi það ekki lengur ganga upp að sami embætt- ismaður rannsakaði og dæmdi mál- ið. Þannig er ætlunin að sýna gest- um réttarfarsþróunina með lifandi hætti. Tímamót í sögu héraðsdómstóla - Tími kominn á nýja réttarfarslöggjöf - Breyttar tæknilegar forsendur - Opið hús í Héraðsdómi Reykjavíkur í tilefni af 30 ára afmæli dómsvalds í héraði - Setja á svið réttarhöld opin almenningi Morgunblaðið/Eggert Réttarhöld Meistaranemar í Háskóla Íslands hafa verið við stífar æfingar fyrir sviðsettu réttarhöldin. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.