Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
duka.is
Kringlunni &
Smáralind
Þú færð allt
fyrir eldhúsið
í DÚKA
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Eftirspurnin er mikil og það hefur
myndast biðlisti eftir húsum,“ segir
Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri
hjá SS-Byggir á Akureyri. Tíu ár
voru fyrr í sumar frá því uppbygging
á orlofshúsum hófst í Hálöndum í
landi Hlíðarenda við Hlíðarfjallsveg
ofan Akureyrar. Alls eru risin um 70
hús á þeim áratug
sem liðinn er frá
því hafist var
handa. Stefnt er
að því að ríflega
100 hús verði á
svæðinu. Þá hefur
félagið óskað eftir
að kaupa land af
Akureyrarbæ
norður af Hálönd-
um og ætlar að
byggja þar um
100 hús til viðbótar náist samningar.
SS-Byggir keypti um 28 hektara
lands úr Hlíðarendajörðinni árið
2010 og segir Helgi Örn að þá hafi
umfangsmikið skipulagsferli farið í
gang. Fyrsta skóflustunga að Há-
landahverfinu var tekin sumarið 2012
og framkvæmdir hófust í kjölfarið.
„Það var lítið um að vera í bygg-
ingargeiranum árin eftir efnahags-
hrunið, lítið um opinberar fram-
kvæmdir og fasteignamarkaður
langt í frá líflegur,“ segir hann en
hugmyndin að uppbyggingu orlofs-
húsahverfisins hafi kviknað í þessu
ástandi.
„Við reyndum að fá fjárfesta til liðs
við okkur en á þeim bæjum var ekki
vel tekið í þessa hugmynd, flestum
fannst þetta óðs manns æði sem ekki
yrði annað en baggi á fyrirtækinu og
gæti endað með ósköpum,“ rifjar
Helgi upp. „Við hófum þetta verkefni
því í eigin nafni og byrjuðum á þrem-
ur húsum.“
Pláss fyrir 110 hús
Boltinn fór að rúlla í kjölfar þess
að fyrstu húsin risu. Eftirspurn jókst
smám saman eftir því sem sam-
félagið rétti úr kútnum eftir hrunið
og góður gangur hefur verið í þessu
verkefni undanfarin ár. Um 70 hús
eru á svæðinu og 40 verða byggð til
viðbótar, einingar í fimm hús eru
væntanlegar á komandi hausti og
verða þau reist í vetur.
Á næsta ári er stefnt að byggingu
tíu nýrra orlofshúsa en Helgi Örn
segir að á því landi sem félagið hefur
til umráða sé pláss fyrir 110 hús í allt.
„Við fórum á sínum tíma af stað
með það að markmiði að byggja 100
hús í Hálöndum og við munum ná því
í nánustu framtíð. Það er mikil eftir-
spurn eftir þessum húsum, mikið
spurt og væntanlegir kaupendur
hafa skráð sig á biðlista,“ segir Helgi
Örn.
Eigendur húsanna eru m.a. stétt-
ar- og starfsmannafélög, Hrímland.is
á talsvert af húsum og einnig ein-
staklingar búsettir hér og hvar um
landið en margir eiga það sameigin-
legt að vera dyggir notendur skíða-
svæðisins í Hlíðarfjalli þótt ekki sé
það algilt.
Mikil eftirspurn hefur nú orðið til
þess að SS-Byggir hefur sótt um 30
hektara lóð norðan við Hálanda-
svæðið, en hún er í eigu Akureyrar-
bæjar. „Ef við fáum það svæði höfum
við hug á að byggja um 100 hús þar
og treystum okkur vel í það verk-
efni.“
84 fjölskylduherbergi
Auk þess sem uppbygging orlofs-
húsanna er í fullum gangi er SS
Byggir að reisa gistiskála á svæðinu
þar sem eru 24 rúmgóð fjölskyldu-
herbergi með aðgangi að þurrk-
skápum og góðum geymslum fyrir
skíði eða hjól.
Bygging gistiskálans er langt
komin og segir Helgi Örn að hann
verði tekinn í notkun í haust. Þegar
er búið að steypa upp fyrir öðrum
skála með 30 herbergjum og þriðji
skálinn, sem einnig verður með 30
herbergjum, verður byggður síðar. Í
allt verða því 84 fjölskylduherbergi í
gistiskálunum þremur þegar fram
líða stundir. Segir hann að markhóp-
urinn sé útivistarfólk enda sé hópur
þeirra stór í námunda við Hálönd.
Morgunblaðið/Þorgeir
Hálönd Alls eru ríflega 70 hús risin í byggðinni við Hálönd, en þau verða í allt um 110 talsins þegar verkefninu lýkur. SS Byggir hefur sótt um 30 hektara
viðbótarland norðan við Hálönd og hefur áform um að reisa þar um 100 orlofshús til viðbótar á næstu árum.
Ljósmynd/SS Byggir
Upphafið Uppbygging á Hálandasvæðinu fór í gang sumarið 2012, fyrir tíu
árum. Baldur Halldórsson á Hlíðarenda skoðar hér líkan af orlofshúsi, við
hlið hans er Sigurður sonur hans og þá Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi.
Um 70 orlofshús risin í Hálöndum
- Mikil eftirspurn og biðlisti eftir húsum - Fimm ný hús reist í vetur og tíu á næsta ári
- 110 hús verða á svæðinu - Óskað eftir kaupum á landi til að byggja fleiri hús
Helgi Örn
Eyþórsson
Atvinna