Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Heilsuræktarkeðjan World Class hef- ur stytt afgreiðslutíma stöðvarinnar í Árbæ. Nú lokar stöðin klukkan 20 í stað 22 á virkum dögum og klukkan 13 í stað 16 á laugardögum. Þá verður stöðin nú lokuð á sunnudögum. Áður var opið til klukkan 13 á sunnudögum. Komast af með tvo starfsmenn Björn Leifsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir styttingu af- greiðslutímans sé að það sé erfitt að fá starfsfólk. „Þetta er lausn á því þar sem við er- um með aðrar stöðvar í næsta nágrenni,“ segir Björn. Spurður að því hvort til standi að stytta opnunartíma annarra stöðva segir Björn það ekki á döfinni. Fleiri en fimm hundruð manns vinna hjá World Class að sögn Björns. Ekki beintengd lauginni Hann ítrekar að gestir stöðvarinnar hafi áfram aðgang að Árbæjarlaug sem haldi sínum opnunartíma óbreytt- um. „Við erum ekki beintengd lauginni þarna eins og á öðrum stöðvum. Fólk kemst í laugina áfram þó lokað sé hjá okkur hinum megin götunnar.“ Gengið vel í Dalshrauni Sú breyting hefur einnig orðið í stöð World Class í Dalshrauni í Hafn- arfirði að hún er orðin starfsmanna- laus að mestu leyti. „Þetta er algengt erlendis. Það er gott myndavélakerfi. Svo kemur starfsmaður öðru hverju með eftilit og annar sem þrífur dag- lega. Það hefur gengið mjög vel þá tvo mánuði sem þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði. Þetta hentar vel fyrir minni stöðvar.“ Um það hvort að fleiri stöðvar verði starfsmannalausar í framtíðinni segir Björn það ekki standa til. „Við viljum helst geta veitt sem besta þjónustu alls staðar. En í dag er erfitt að fá starfsmenn. Það er mesti höfuðverk- urinn.“ Fólk hugsar nú öðruvísi Spurður um ástæðu þess að erfitt sé að fá fólk til starfa segir Björn að mikill uppgangur í ferðaþjónustunni ráði þar miklu. Til dæmis hafi margir í þeim aldurshópi sem sótt hefur í störf hjá World Class fengið vinnu hjá flugfélögunum. „Við eigum það sam- merkt með þeim að krakkarnir hafa sóst eftir að vinna hjá okkur, enda er þetta skemmtilegur vinnustaður,“ segir Björn. Afgreiðslutími styttur í Árbæ Morgunblaðið/Unnur Karen Æfingar Björn Leifsson segir að World Class vilji geta veitt sem besta þjónustu alls staðar en starfsmannaskortur hafi leitt til styttingar opnunartíma. - Erfitt að fá fólk í vinnu - Starfsmannalaus líkamsræktarstöð World Class í Dalshrauni í Hafnarfirði - 500 vinna hjá félaginu - Afgreiðslutími sundlaugar óbreyttur - Aðrar stöðvar í næsta nágrenni Björn Leifsson Eins og sagt var frá í ViðskiptaMogganum í nóvember á síðasta ári hyggst World Class byggja 8.400 fermetra byggingu á Fitjum, mitt á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Byggingin mun bæði hýsa World Class-stöð og fjögurra stjörnu heilsuhótel. Auk þess verður starfsemin tengd baðlóni, útisturtum og heitum pottum, gufum og potti sem sérstaklega er hugsaður fyrir sjósund. Björn segir að enn sé beðið eftir samþykkt að- alskipulags á svæðinu. Þegar það verði tilbúið sé ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir. „Við erum með und- irritað kauptilboð á lóðinni við bæinn. Ég reikna með að aðalskipulagið verði samþykkt á næstu vikum og þá verði endanlegur kaupsamningur undirritaður. Það er erfitt að fara í hönnun og framkvæmdir fyrr en allt er undirritað.“ Björn segir að baðlónin verði þrjú, hvert um sig 800 fermetrar. Hótelið verði 100 herbergja. „Með því að hafa þrjú lón er alltaf hægt að halda einu opnu yfir kaldasta tímann. Við fáum ekki nægt vatn til að hafa öll þrjú opin þegar kaldast er yfir vetrartímann. Þetta er ákveðin leið til að spara vatnið.“ Framkvæmdin mun kosta nálægt tíu milljörðum króna að sögn Björns. Hann segir að fjármögnun eigi ekki eftir að verða vandamál. Nú þegar hafi sjóðir sett sig í samband við hann vegna hennar. „Ég mun byrja á að ræða við minn viðskiptabanka.“ Björn segir að bæjaryfirvöld sé mjög ánægð með verk- efnið, enda sé búið að samþykkja það bæði í bæjarstjórn og bæjarráði. „Það skiptir miklu máli fyrir bæinn að fá ferðamenn til að koma í auknum mæli inn í bæinn. Það njóta öll fyrirtæki á svæðinu góðs af því.“ Beðið eftir aðalskipulagi NÝ WORLD CLASS STÖÐ, HÓTEL OG BAÐLÓN Í REYKJANESBÆ Framkvæmd 8.400 fm. bygging. Tölvuteikning/ Úti Inni Arkitektar Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. „Rauðrófuduftið frá Natures Aid veitir mér aukinn kraft og orku, mér finnst ég afkasta mun meira á æfingum en venjulega. Ég mæli með BEETROOT fyrir alla, sérstaklega íþróttafólk.“ Bjarni Jakob Gunnarsson þríþrautakappi. • 100% náttúruleg rauðrófa í hylkjum • Meiri orka og meira úthald • Sannkö NÁÐU HÁMARKS ÁRANGRI! lluð ofurfæða Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.